Margfaldur meistari með Man. United talaði eftir leikinn um eitrað andrúmsloft á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 09:00 Ole Gunnar Solskjær, Phil Jones og David De Gea ganga á velli á Old Trafford í gær á meðan stuðningsmenn félagsins baula á þá. Getty/Alex Livesey Það er óhætt að segja að tap Manchester United í gærkvöldi á heimavelli á móti Burnley hafi farið illa í bæði stuðningsmenn félagsins sem og nokkra knattspyrnusérfræðinga. Það var baulað á leikmenn Manchester United þegar þeir gengu af velli eftir leikinn. Manchester United er sex stigum frá Meistaradeildarsæti eftir þetta tap á Old Trafford en liðið fékk þar fínasta tækifæri til að nýta sér það að Chelsea tapaði stigum í gær. Breska ríkisútvarpið tók það saman sem stuðningsfólk og sérfræðingar voru að segja um Manchester United liðið eftir þetta vandræðalega kvöld fyrir félagið. "As a fan what do you cling onto there?" Rob Green says he can't think of anything positive for Man United fans to take after tonight's game What do you think #MUFC fans? Reaction to #MUNBUR : https://t.co/RfA37R3EHZ#bbcfootballpic.twitter.com/IUOQ8PZ1Fc— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) January 22, 2020 Darren Fletcher, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, talaði um að eftir þessi slæmu úrslit væri andrúmsloftið orðið eitrað á Old Trafford. „Þessar senur á leikvanginum voru ekki góðar. Söngvarnir og svo er andrúmsloftið orðið eitrað í fyrsta sinn,“ sagði Darren Fletcher við breska ríkisútvarpið. Þetta var í fyrsta sinn sem Burnley vinnur á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni og síðan að Ole Gunnar Solskjær var fastráðinn hefur United liðið nú tapað fleiri deildarleikjum (12) en það hefur unnið (11). Liðið er í fimmta sæti heilum 30 stigum á eftir toppliði Liverpool og Liverpool á einnig tvo leiki til góða á erkifjendur sína. „Eins og er þá sérðu þessa ungu leikmenn bara sökkva neðar og neðar við hvert mótlæti. Allt sem þeir gera er undir smásjá og það er mikil pressa á þessum krökkum. Það var erfitt fyrir mig að koma inn í Manchester United liðið á sínum tíma en ég var umkringdur heimsklassa leikmönnum hægri, vinstri,“ sagði Darren Fletcher í þessu viðtali við BBC Radio 5 Live. „Strákarnir hafa ekki sama stuðningsnet í kringum sig og þetta er mjög erfitt fyrir þá. Það herðir kannski nokkra þeirra en líklega mun þetta buga nokkra líka sem eru vonbrigði,“ sagði Fletcher. Martin Keown says Ole Gunnar Solskjaer won't make it to the end of the season at Manchester United... Do you agree? #bbcfootball#MOTD#manutd#mufcpic.twitter.com/TZqHyjyjNx— Match of the Day (@BBCMOTD) January 23, 2020 Stuðningsmenn Manchester United beindu pirringi sínum í leiknum gegn Ed Woodward og Glazer fjölskyldunni sem á félagið. Ian Dennis, blaðamaður á BBC var hneykslaður á því sem þeir sungu um. „Ég verð að segja að söngvar stuðningsmanna Manchester United voru skammarlegir. Sama hvaða álit þú hefur á Ed Woodward þá getur ekki beðið einhver um að deyja. Ef þú ert á móti stjórninni þá syngdu um að það þurfi að reka hana en það er hneyksli að þeir hafi sungið þetta um manneskju,“ sagði Ian Dennis. Rio Ferdinand, sexfaldur Englandsmeistari með Manchester United, talaði um vandræðalegt kvöld fyrir félagið. „Ég get ekki komið þessu til varnar. Ungir krakkar í skólum landsins munu ekki klæðast Manchester United treyjum lengur. Þeir vilja ekki koma hingað til að styðja Manchester United miðað við það sem liðið er að bjóða upp á. Að sjá síðan stuðningsfólk yfirgefa völlinn eftir 84 mínútur,“ sagði Rio Ferdinand og bætti við. „Þetta er vandræðalegt. Fólk í valdastöðum innan félagsins þurfa að átta sig á því að eitthvað þarf að breytast. Við þurfum að fá að vita hvað sé í gangi því ég sé það ekki í dag,“ sagði Rio Ferdinand en það má lesa meira hér. "Not good enough." The message is simple from Ole Gunnar Solskjaer. Read more from the Man Utd boss: https://t.co/lFaN63Ie6hpic.twitter.com/slQy0Z6egJ— BBC Sport (@BBCSport) January 22, 2020 Enski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Það er óhætt að segja að tap Manchester United í gærkvöldi á heimavelli á móti Burnley hafi farið illa í bæði stuðningsmenn félagsins sem og nokkra knattspyrnusérfræðinga. Það var baulað á leikmenn Manchester United þegar þeir gengu af velli eftir leikinn. Manchester United er sex stigum frá Meistaradeildarsæti eftir þetta tap á Old Trafford en liðið fékk þar fínasta tækifæri til að nýta sér það að Chelsea tapaði stigum í gær. Breska ríkisútvarpið tók það saman sem stuðningsfólk og sérfræðingar voru að segja um Manchester United liðið eftir þetta vandræðalega kvöld fyrir félagið. "As a fan what do you cling onto there?" Rob Green says he can't think of anything positive for Man United fans to take after tonight's game What do you think #MUFC fans? Reaction to #MUNBUR : https://t.co/RfA37R3EHZ#bbcfootballpic.twitter.com/IUOQ8PZ1Fc— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) January 22, 2020 Darren Fletcher, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, talaði um að eftir þessi slæmu úrslit væri andrúmsloftið orðið eitrað á Old Trafford. „Þessar senur á leikvanginum voru ekki góðar. Söngvarnir og svo er andrúmsloftið orðið eitrað í fyrsta sinn,“ sagði Darren Fletcher við breska ríkisútvarpið. Þetta var í fyrsta sinn sem Burnley vinnur á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni og síðan að Ole Gunnar Solskjær var fastráðinn hefur United liðið nú tapað fleiri deildarleikjum (12) en það hefur unnið (11). Liðið er í fimmta sæti heilum 30 stigum á eftir toppliði Liverpool og Liverpool á einnig tvo leiki til góða á erkifjendur sína. „Eins og er þá sérðu þessa ungu leikmenn bara sökkva neðar og neðar við hvert mótlæti. Allt sem þeir gera er undir smásjá og það er mikil pressa á þessum krökkum. Það var erfitt fyrir mig að koma inn í Manchester United liðið á sínum tíma en ég var umkringdur heimsklassa leikmönnum hægri, vinstri,“ sagði Darren Fletcher í þessu viðtali við BBC Radio 5 Live. „Strákarnir hafa ekki sama stuðningsnet í kringum sig og þetta er mjög erfitt fyrir þá. Það herðir kannski nokkra þeirra en líklega mun þetta buga nokkra líka sem eru vonbrigði,“ sagði Fletcher. Martin Keown says Ole Gunnar Solskjaer won't make it to the end of the season at Manchester United... Do you agree? #bbcfootball#MOTD#manutd#mufcpic.twitter.com/TZqHyjyjNx— Match of the Day (@BBCMOTD) January 23, 2020 Stuðningsmenn Manchester United beindu pirringi sínum í leiknum gegn Ed Woodward og Glazer fjölskyldunni sem á félagið. Ian Dennis, blaðamaður á BBC var hneykslaður á því sem þeir sungu um. „Ég verð að segja að söngvar stuðningsmanna Manchester United voru skammarlegir. Sama hvaða álit þú hefur á Ed Woodward þá getur ekki beðið einhver um að deyja. Ef þú ert á móti stjórninni þá syngdu um að það þurfi að reka hana en það er hneyksli að þeir hafi sungið þetta um manneskju,“ sagði Ian Dennis. Rio Ferdinand, sexfaldur Englandsmeistari með Manchester United, talaði um vandræðalegt kvöld fyrir félagið. „Ég get ekki komið þessu til varnar. Ungir krakkar í skólum landsins munu ekki klæðast Manchester United treyjum lengur. Þeir vilja ekki koma hingað til að styðja Manchester United miðað við það sem liðið er að bjóða upp á. Að sjá síðan stuðningsfólk yfirgefa völlinn eftir 84 mínútur,“ sagði Rio Ferdinand og bætti við. „Þetta er vandræðalegt. Fólk í valdastöðum innan félagsins þurfa að átta sig á því að eitthvað þarf að breytast. Við þurfum að fá að vita hvað sé í gangi því ég sé það ekki í dag,“ sagði Rio Ferdinand en það má lesa meira hér. "Not good enough." The message is simple from Ole Gunnar Solskjaer. Read more from the Man Utd boss: https://t.co/lFaN63Ie6hpic.twitter.com/slQy0Z6egJ— BBC Sport (@BBCSport) January 22, 2020
Enski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira