Vilja fjögurra daga vinnuviku til að hindra stórfelldar uppsagnir Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2020 08:06 Frá verksmiðju Volkswagen í Zwickau. Getty Stærsta stéttarfélag Þýskalands, IG Metall, hefur lagt til að fjögurra daga vinnuviku verði komið á í landinu til að koma megi í veg fyrir stórfelldar uppsagnir í þýskum iðnaði og bílaframleiðslu. Heimsfaraldurinn hefur, líkt og í öðrum löngum, haft mikil áhrif á þýskt efnahagslíf. Þýskir fjölmiðlar greindu frá tillögu IG Metall nú um helgina, en um er að ræða útspil stéttarfélagsins í aðdraganda kjaraviðræðna komandi vetrar. DW segir frá því að áður en til faraldursins kom hafi þýskur bílaiðnaður staðið frammi fyrir því að þurfa að ráðast í kerfislægar breytingar – aukna rafvæðingu, sjálfvirkni og aukna stafræna þróun. Segir Jörg Hoffman, forseti stéttarfélagsins, að styttri vinnuvika gæti reynst „svarið við þeim kerfislægu breytingum sem ráðast þurfi í innan til dæmis bílaiðnaðarins“. „Með þessum hætti verði hægt að viðhalda störfum í geiranum í stað þess að leggja störf niður,“ sagði Hoffman. IG Metall er stéttarfélag verkafólks sem starfar meðal annars hjá bílaframleiðendunum Audi, BMW og Porsche og er um að ræða stærsta stéttarfélag Evrópu. Alls starfa um 830 þúsund manns innan þýskrar bílaframleiðslum og standur geirinn fyrir um fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Þýskaland Kjaramál Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stærsta stéttarfélag Þýskalands, IG Metall, hefur lagt til að fjögurra daga vinnuviku verði komið á í landinu til að koma megi í veg fyrir stórfelldar uppsagnir í þýskum iðnaði og bílaframleiðslu. Heimsfaraldurinn hefur, líkt og í öðrum löngum, haft mikil áhrif á þýskt efnahagslíf. Þýskir fjölmiðlar greindu frá tillögu IG Metall nú um helgina, en um er að ræða útspil stéttarfélagsins í aðdraganda kjaraviðræðna komandi vetrar. DW segir frá því að áður en til faraldursins kom hafi þýskur bílaiðnaður staðið frammi fyrir því að þurfa að ráðast í kerfislægar breytingar – aukna rafvæðingu, sjálfvirkni og aukna stafræna þróun. Segir Jörg Hoffman, forseti stéttarfélagsins, að styttri vinnuvika gæti reynst „svarið við þeim kerfislægu breytingum sem ráðast þurfi í innan til dæmis bílaiðnaðarins“. „Með þessum hætti verði hægt að viðhalda störfum í geiranum í stað þess að leggja störf niður,“ sagði Hoffman. IG Metall er stéttarfélag verkafólks sem starfar meðal annars hjá bílaframleiðendunum Audi, BMW og Porsche og er um að ræða stærsta stéttarfélag Evrópu. Alls starfa um 830 þúsund manns innan þýskrar bílaframleiðslum og standur geirinn fyrir um fimm prósent af vergri landsframleiðslu.
Þýskaland Kjaramál Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira