Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 12:57 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. Það sé aftur á móti verið að skoða núna og nokkuð ljóst liggi fyrir að veiran getur haft áhrif, einkum á ferðaþjónustuna bæði hérlendis og erlendis. Peningastefnunefnd greindi frá ákvörðun sinni um að lækka vexti í gær. Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem að sögn seðlabankstjóra er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda.Sjá einnig: Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Ásgeir var meðal annars spurður hvort hann teldi að efnahagsstefna stjórnvalda styðji við peningastefnuna og hvort hún vinni nægilega gegn niðursveiflu í hagkerfinu. „Við höfum verið að ganga í takt. Fjármálaráðuneytið eða í rauninni ríkissjóður hefur verið að auka útgjöld og lækka skatta, meðal annars í tengslum við lífskjarasamningana og það rímar mjög vel við það sem við erum að gera að lækka vexti,“ segir Ásgeir. „Þannig að við höfum verið að vinna í takt í þetta skiptið og ég held að það muni koma fram í því að við erum að mýkja þessa niðursveiflu.“ Hugsanleg áhrif Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið bárust jafnfamt í tal á fundinum. Hann segir að ekki sé gert ráð fyrir þeim áhrifum í þeim spám sem lagðar voru fram í gær. „En þetta er eitthvað sem við erum að skoða núna og þurfum að skoða líka í ákveðnu samhengi við viðbúnaðaráætlun og fleira,“ segir Ásgeir. „Það liggur fyrir að ef þessi veira nær sér verulega á strik þá mun það hafa áhrif á ferðaþjónustuna hjá okkur eins og hjá öðrum löndum. Við munum alla veganna sjá færri ferðamenn frá Kína sem dæmi þannig að við verðum aðeins að fylgjast með þróuninni og hvernig hún verður,“ segir Ásgeir. Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Viðskipti Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. Það sé aftur á móti verið að skoða núna og nokkuð ljóst liggi fyrir að veiran getur haft áhrif, einkum á ferðaþjónustuna bæði hérlendis og erlendis. Peningastefnunefnd greindi frá ákvörðun sinni um að lækka vexti í gær. Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem að sögn seðlabankstjóra er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda.Sjá einnig: Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Ásgeir var meðal annars spurður hvort hann teldi að efnahagsstefna stjórnvalda styðji við peningastefnuna og hvort hún vinni nægilega gegn niðursveiflu í hagkerfinu. „Við höfum verið að ganga í takt. Fjármálaráðuneytið eða í rauninni ríkissjóður hefur verið að auka útgjöld og lækka skatta, meðal annars í tengslum við lífskjarasamningana og það rímar mjög vel við það sem við erum að gera að lækka vexti,“ segir Ásgeir. „Þannig að við höfum verið að vinna í takt í þetta skiptið og ég held að það muni koma fram í því að við erum að mýkja þessa niðursveiflu.“ Hugsanleg áhrif Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið bárust jafnfamt í tal á fundinum. Hann segir að ekki sé gert ráð fyrir þeim áhrifum í þeim spám sem lagðar voru fram í gær. „En þetta er eitthvað sem við erum að skoða núna og þurfum að skoða líka í ákveðnu samhengi við viðbúnaðaráætlun og fleira,“ segir Ásgeir. „Það liggur fyrir að ef þessi veira nær sér verulega á strik þá mun það hafa áhrif á ferðaþjónustuna hjá okkur eins og hjá öðrum löndum. Við munum alla veganna sjá færri ferðamenn frá Kína sem dæmi þannig að við verðum aðeins að fylgjast með þróuninni og hvernig hún verður,“ segir Ásgeir.
Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Viðskipti Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira