Úr ólgunni á Reykjalundi í ólguna á Ísafirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 13:04 Birgir Gunnarsson, verðandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, ræðir við fréttamenn við sinn gamla vinnustað. stöð 2 Birgir Gunnarsson verður nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Meirihluti bæjarstjórnar hefur tekið ákvörðun þess efnis og mun Birgir hefja störf þann 1. mars næstkomandi. Hann gegndi síðast starfi forstjóra Reykjalundar en var óvænt sagt upp síðastliðið haust eftir 12 ára starf hjá stofnuninni. Á vefsíðu Ísafjarðarbæjar er greint frá ráðningu Birgis og ferill hans rakinn. Hann er fæddur árið 1963, uppalinn á Siglufirði þaðan sem hann lauk grunnskólanámi. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Því til viðbótar lauk hann námi í rekstri og stjórnun frá Háskólanum í Gautaborg. Á árabilinu 1991 til 2007 var Birgir forstjóri á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Þaðan hélt hann til Reykjalundar þar sem hann gegndi stöðu forstjóra allt fram í október í fyrra. Þá var honum sagt upp nokkuð fyrirvaralaust, en segja má að uppsögn hans hafi verið ein af fyrstu stigum ólgunnar sem þjakaði Reykjalund undir lok síðasta árs.Sjá einnig: Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund, hafnaði því að nokkuð „saknæmt“ hefði átt sér stað við uppsögn hans og sagði formaður sambandsins að stjórnin hafi einfaldlega talið nauðsynlegt að segja Birgi upp, rétt eins og framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi. Það hefur þó einnig staðið styr um stöðu bæjarstjóra á Ísafirði. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri, tók sjálfur pokann sinn nokkuð óvænt núna í upphafi árs eftir rétt rúmlega tveggja ára starf. Starfslokin komu mörgum á óvart, ekki síst vegna eftirtektarverðar framgöngu bæjarstjórans í fjölmiðlum eftir snjóflóðin sem féllu á Flateyri og í Súgandafjörð um miðjan janúar. Engar skýringar hafa fengist á uppsögn Guðmundar en opinbera ástæðan var sögð vera „ólík sýn“ á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Ísafjarðarbær Ólga á Reykjalundi Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. 10. febrúar 2020 11:00 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Birgir Gunnarsson verður nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Meirihluti bæjarstjórnar hefur tekið ákvörðun þess efnis og mun Birgir hefja störf þann 1. mars næstkomandi. Hann gegndi síðast starfi forstjóra Reykjalundar en var óvænt sagt upp síðastliðið haust eftir 12 ára starf hjá stofnuninni. Á vefsíðu Ísafjarðarbæjar er greint frá ráðningu Birgis og ferill hans rakinn. Hann er fæddur árið 1963, uppalinn á Siglufirði þaðan sem hann lauk grunnskólanámi. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Því til viðbótar lauk hann námi í rekstri og stjórnun frá Háskólanum í Gautaborg. Á árabilinu 1991 til 2007 var Birgir forstjóri á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Þaðan hélt hann til Reykjalundar þar sem hann gegndi stöðu forstjóra allt fram í október í fyrra. Þá var honum sagt upp nokkuð fyrirvaralaust, en segja má að uppsögn hans hafi verið ein af fyrstu stigum ólgunnar sem þjakaði Reykjalund undir lok síðasta árs.Sjá einnig: Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund, hafnaði því að nokkuð „saknæmt“ hefði átt sér stað við uppsögn hans og sagði formaður sambandsins að stjórnin hafi einfaldlega talið nauðsynlegt að segja Birgi upp, rétt eins og framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi. Það hefur þó einnig staðið styr um stöðu bæjarstjóra á Ísafirði. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri, tók sjálfur pokann sinn nokkuð óvænt núna í upphafi árs eftir rétt rúmlega tveggja ára starf. Starfslokin komu mörgum á óvart, ekki síst vegna eftirtektarverðar framgöngu bæjarstjórans í fjölmiðlum eftir snjóflóðin sem féllu á Flateyri og í Súgandafjörð um miðjan janúar. Engar skýringar hafa fengist á uppsögn Guðmundar en opinbera ástæðan var sögð vera „ólík sýn“ á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins.
Ísafjarðarbær Ólga á Reykjalundi Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. 10. febrúar 2020 11:00 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36
Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. 10. febrúar 2020 11:00
Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55
Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30