„Erum pikkfastir í búblu hérna“ - Enn óvíst hvort KR fær undanþágu Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2020 11:32 Allir leikmenn KR eru klárir í stórleikinn í kvöld nema Aron Bjarki Jósepsson sem er meiddur. VÍSIR/BÁRA „Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, setur strangar reglur um umgjörð vegna leikja á vegum sambandsins vegna kórónuveirufaraldursins. KR-ingar hafa því lítið séð af Glasgow og hvað þá notið nokkurs af því sem að borgin hefur upp á að bjóða, fyrir utan það að skoða Celtic Park. „Við erum í raun pikkfastir í búblu hérna. Við lentum í gær, rúta tók strax við okkur og fór með okkur beint upp á hótel þar sem við erum út af fyrir okkur á 4. hæð. Við fórum svo á æfingu í gær og það er ljóst að Skotarnir taka þessu mjög alvarlega. Það er til að mynda strangt tekið á öllum fjarlægðarmörkum og grímunotkun. Í morgun snæddu menn morgunmat hér á hótelinu og svo hafa þeir verið inni á hótelherbergi eða á liðsfundum. Ég veit ekki hvort þeir fái að fara í einhvern göngutúr, en svo verður bara farið upp á völl í kvöld,“ segir Páll. Allir leikmenn og starfsmenn KR þurftu að fara í kórónuveirupróf áður en haldið var af stað til Glasgow, en ekkert sýni greindist jákvætt. „Við fórum allir í test áður en við fórum út, og svo voru allir hitamældir í gær til að fá að fara inn á Celtic-völlinn. Svo fara allir í próf við komuna aftur til Íslands, og aftur eftir fjóra daga ef engar undanþágur fást á reglum,“ segir Páll. Brunum beint upp á flugvöll KR-ingar vonast til að fá undanþágu frá sóttkví þegar þeir koma heim til Íslands, fari svo að þeir lendi hér eftir miðnætti þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi. Hins vegar er ljóst að leikurinn við Celtic klárast í fyrsta lagi kl. 20.30 að íslenskum tíma, og krafa er um að Rúnar Kristinsson þjálfari mæti á blaðamannafund eftir leik. Miðað við hefðbundinn flugtíma þyrfti KR að komast af stað frá Glasgow rétt rúmum klukkutíma eftir leik til að lenda á Íslandi fyrir miðnætti. „Við verðum bara að bruna beint upp á flugvöll og verðum í kapphlaupi við tímann að komast heim fyrir miðnætti. Við ætlum okkur að komast heim fyrir miðnætti,“ segir Páll. Takist það, og ekki verið komin nein undanþága, þyrftu KR-ingar samt að lúta reglum um heimkomusmitgát. En mættu þeir þá æfa saman, og spila stórleikinn við Val um helgina? „Ég reikna með því, því við höfum verið hérna allir saman í búblu, og við vinnum alla vega út frá því að við fengjum að spila á laugardaginn. Við erum ekkert eins og hefðbundir ferðalangar. Vonandi fáum við svör um hugsanlega undanþágu eftir hádegi. Það má ekki seinna vera.“ Leikur Celtic og KR hefst kl. 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn KR Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 17. ágúst 2020 19:46 „Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00 Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
„Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, setur strangar reglur um umgjörð vegna leikja á vegum sambandsins vegna kórónuveirufaraldursins. KR-ingar hafa því lítið séð af Glasgow og hvað þá notið nokkurs af því sem að borgin hefur upp á að bjóða, fyrir utan það að skoða Celtic Park. „Við erum í raun pikkfastir í búblu hérna. Við lentum í gær, rúta tók strax við okkur og fór með okkur beint upp á hótel þar sem við erum út af fyrir okkur á 4. hæð. Við fórum svo á æfingu í gær og það er ljóst að Skotarnir taka þessu mjög alvarlega. Það er til að mynda strangt tekið á öllum fjarlægðarmörkum og grímunotkun. Í morgun snæddu menn morgunmat hér á hótelinu og svo hafa þeir verið inni á hótelherbergi eða á liðsfundum. Ég veit ekki hvort þeir fái að fara í einhvern göngutúr, en svo verður bara farið upp á völl í kvöld,“ segir Páll. Allir leikmenn og starfsmenn KR þurftu að fara í kórónuveirupróf áður en haldið var af stað til Glasgow, en ekkert sýni greindist jákvætt. „Við fórum allir í test áður en við fórum út, og svo voru allir hitamældir í gær til að fá að fara inn á Celtic-völlinn. Svo fara allir í próf við komuna aftur til Íslands, og aftur eftir fjóra daga ef engar undanþágur fást á reglum,“ segir Páll. Brunum beint upp á flugvöll KR-ingar vonast til að fá undanþágu frá sóttkví þegar þeir koma heim til Íslands, fari svo að þeir lendi hér eftir miðnætti þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi. Hins vegar er ljóst að leikurinn við Celtic klárast í fyrsta lagi kl. 20.30 að íslenskum tíma, og krafa er um að Rúnar Kristinsson þjálfari mæti á blaðamannafund eftir leik. Miðað við hefðbundinn flugtíma þyrfti KR að komast af stað frá Glasgow rétt rúmum klukkutíma eftir leik til að lenda á Íslandi fyrir miðnætti. „Við verðum bara að bruna beint upp á flugvöll og verðum í kapphlaupi við tímann að komast heim fyrir miðnætti. Við ætlum okkur að komast heim fyrir miðnætti,“ segir Páll. Takist það, og ekki verið komin nein undanþága, þyrftu KR-ingar samt að lúta reglum um heimkomusmitgát. En mættu þeir þá æfa saman, og spila stórleikinn við Val um helgina? „Ég reikna með því, því við höfum verið hérna allir saman í búblu, og við vinnum alla vega út frá því að við fengjum að spila á laugardaginn. Við erum ekkert eins og hefðbundir ferðalangar. Vonandi fáum við svör um hugsanlega undanþágu eftir hádegi. Það má ekki seinna vera.“ Leikur Celtic og KR hefst kl. 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn KR Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 17. ágúst 2020 19:46 „Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00 Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 17. ágúst 2020 19:46
„Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00
Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30