Wells Fargo fellst á að greiða milljarða vegna falskra reikninga Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 22:16 Mikið hefur gengið á hjá Wells Fargo vegna fjölda hneykslismála. Bankinn hefur farið í gegnum þrjá bankastjóra á þremur árum. Vísir/EPA Bandaríski bankinn Wells Fargo hefur gert sátt við dómsmálaráðuneytið þar um að hann greiði þrjá milljarða dollara í sátt utan dómstóla vegna ásakana um að bankinn hafi brotið á viðskiptavinum sínum um árabil, meðal annars með því að stofna reikninga án vitundar og samþykkis þeirra. Samkomulag Wells Fargo við dómsmálaráðuneytið og Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) felur í sér að bankinn gengst við því að hafa innheimt milljónir dollara í þóknanir fyrir þjónustu sem starfsmenn bankans skráðu á viðskiptavini án vitundar þeirra. Starfsmenn bankans eru sagðir hafa verið undir miklum þrýstingi um að selja þjónustu. Margir þeirra hafi reynt að ná óraunhæfum sölumarkmiðum með því að falsa skjöl og undirskriftir og jafnvel nota persónuupplýsingar viðskiptavina til þess að stofna nýja reikninga í nafni þeirra. Bankinn vissi af þeim vinnubrögðum allt frá árinu 2002 en greip ekki inn í fyrr en árið 2016, að því er segir í frétt Washington Post. Sektin sem Wells Fargo þarf að greiða, jafnvirði um 384 milljarða íslenskra króna, nemur um það bil fimmtán prósentum af hagnaði bankans í fyrra. Hún er ein sú stærsta sem lögð hefur verið á fyrirtæki í tíð Donald Trump forseta. Sáttin í dag er ekki sögð ná til brota einstakra starfsmanna. Enginn yfirmanna bankans hefur verið ákærður fyrir glæpi. Wells Fargo hefur verið sakaður um ýmis önnur brot, þar á meðal að hafa gengið ranglega að fasteignum hundruð viðskipta og að bílum þúsunda annarra. Bandaríkin Tengdar fréttir Wells Fargo nær sátt vegna svikareikninga Bankinn Wells Fargo samþykkir að greiða 110 milljónir dollara til að ná sátt eftir að starfsmenn hans stofnuðu reikninga í nafni viðskiptavina án þess að biðja þá leyfis. 28. mars 2017 23:02 Forstjóri Wells Fargo segir af sér Bankinn hefur sætt harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að starfsmenn hans stofnuðu milljónir reikninga í nafni viðskiptavina án vitundar þeirra og rukkuðu þá fyrir þjónustu sem þeir báðu ekki um. 29. mars 2019 12:39 Wells Fargo greiðir tveggja milljarða dollara sekt vegna undirmálslána Þriðji stærsti banki Bandaríkjanna seldi verðbréf sem byggðust á fasteignalánum sem bankinn vissi að væru ekki eins örugg og hann lét í veðri vaka. 1. ágúst 2018 19:16 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríski bankinn Wells Fargo hefur gert sátt við dómsmálaráðuneytið þar um að hann greiði þrjá milljarða dollara í sátt utan dómstóla vegna ásakana um að bankinn hafi brotið á viðskiptavinum sínum um árabil, meðal annars með því að stofna reikninga án vitundar og samþykkis þeirra. Samkomulag Wells Fargo við dómsmálaráðuneytið og Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) felur í sér að bankinn gengst við því að hafa innheimt milljónir dollara í þóknanir fyrir þjónustu sem starfsmenn bankans skráðu á viðskiptavini án vitundar þeirra. Starfsmenn bankans eru sagðir hafa verið undir miklum þrýstingi um að selja þjónustu. Margir þeirra hafi reynt að ná óraunhæfum sölumarkmiðum með því að falsa skjöl og undirskriftir og jafnvel nota persónuupplýsingar viðskiptavina til þess að stofna nýja reikninga í nafni þeirra. Bankinn vissi af þeim vinnubrögðum allt frá árinu 2002 en greip ekki inn í fyrr en árið 2016, að því er segir í frétt Washington Post. Sektin sem Wells Fargo þarf að greiða, jafnvirði um 384 milljarða íslenskra króna, nemur um það bil fimmtán prósentum af hagnaði bankans í fyrra. Hún er ein sú stærsta sem lögð hefur verið á fyrirtæki í tíð Donald Trump forseta. Sáttin í dag er ekki sögð ná til brota einstakra starfsmanna. Enginn yfirmanna bankans hefur verið ákærður fyrir glæpi. Wells Fargo hefur verið sakaður um ýmis önnur brot, þar á meðal að hafa gengið ranglega að fasteignum hundruð viðskipta og að bílum þúsunda annarra.
Bandaríkin Tengdar fréttir Wells Fargo nær sátt vegna svikareikninga Bankinn Wells Fargo samþykkir að greiða 110 milljónir dollara til að ná sátt eftir að starfsmenn hans stofnuðu reikninga í nafni viðskiptavina án þess að biðja þá leyfis. 28. mars 2017 23:02 Forstjóri Wells Fargo segir af sér Bankinn hefur sætt harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að starfsmenn hans stofnuðu milljónir reikninga í nafni viðskiptavina án vitundar þeirra og rukkuðu þá fyrir þjónustu sem þeir báðu ekki um. 29. mars 2019 12:39 Wells Fargo greiðir tveggja milljarða dollara sekt vegna undirmálslána Þriðji stærsti banki Bandaríkjanna seldi verðbréf sem byggðust á fasteignalánum sem bankinn vissi að væru ekki eins örugg og hann lét í veðri vaka. 1. ágúst 2018 19:16 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Wells Fargo nær sátt vegna svikareikninga Bankinn Wells Fargo samþykkir að greiða 110 milljónir dollara til að ná sátt eftir að starfsmenn hans stofnuðu reikninga í nafni viðskiptavina án þess að biðja þá leyfis. 28. mars 2017 23:02
Forstjóri Wells Fargo segir af sér Bankinn hefur sætt harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að starfsmenn hans stofnuðu milljónir reikninga í nafni viðskiptavina án vitundar þeirra og rukkuðu þá fyrir þjónustu sem þeir báðu ekki um. 29. mars 2019 12:39
Wells Fargo greiðir tveggja milljarða dollara sekt vegna undirmálslána Þriðji stærsti banki Bandaríkjanna seldi verðbréf sem byggðust á fasteignalánum sem bankinn vissi að væru ekki eins örugg og hann lét í veðri vaka. 1. ágúst 2018 19:16