Hannyrðir á tímum kórónuveirunnar Rannveig Ernudóttir skrifar 12. september 2020 08:30 Garngangan sem ekki varð Munið þið eftir hruninu sem varð árið 2008? Með tilheyrandi erfiðleikum og von um að Guð myndi nú blessa Ísland. Fólk hamstraði dósamat og gekk í gegnum erfiða tíma, og því miður eru margir enn að eiga við afleiðingar þeirra tíma. Fyrir aðra hins vegar, var hrunið upphafið að nýju áhugamáli sem átti síðar eftir að springa enn frekar út. Í raun varð bylgja útfrá hruninu sem er umtöluð enn í dag meðal þeirra sem soguðust inn í hana. Bylgjan sem um ræðir er ekkert ,,ný af nálinni” sem slík, en þessi endurreisti áhugi var kærkominn. Ég er jú að tala um handverkin, eða réttara sagt, hannyrðirnar. Það var aðallega prjónaskapurinn sem varð svona vinsæll aftur en hekl og útsaumur varð einnig gríðarlega vinsælt að nýju. Endurkoma handavinnunnar Á þessum tíma voru ýmsar hannyrðaverslanir til hér og þar um land og borg. Átti þeim svo bara eftir að fjölga, öllu hannyrðafólki til mikillar ánægju. Ekki síst var dásamlegt hversu margir hönnuðir urðu til í beinu framhaldinu, sem nýttu óspart tæknina til að miðla hönnun sinni út. Er í dag mjög einfalt að versla uppskrift beint af hönnuði og fá hana, rafræna, samstundis í tölvupósti. Nú eða finna uppskrift á hinni gríðarlega vinsælu vefsíðu, Ravelry sem er eins konar gagnabanki fyrir hannyrðafólk en hún var að ryðja sér rúms einmitt á þessum hruntíma. Á Ravelry er hægt að vafra um, tímunum saman, og safna uppskriftum og bókum eða bara merkja sér það sem man finnur og langar að gera. Með tímanum urðu svo til alls konar áhugaverð smáforrit (e.öpp) sem nýtast sérstaklega fyrir hannyrðirnar t.d. My Row Counter, sem er teljari, nú eða Knit Companion, þar sem hægt er að safna öllum rafrænu uppskriftunum saman, setja upp ákveðin verkefni og fylgjast með í forritinu hvar verkið er statt, svona svo dæmi sé nefnt. Flóran af ýmsum hannyrðasmáforritum er gríðarleg, svo þessi gamla iðja og nútímatæknin smella því saman eins og flís við rass, sem er nú aldeilis skemmtilegt. Ég var sjálf búin að prjóna frá 18 ára aldri, þegar þessi endurreisn varð á hannyrðum í samfélaginu, svo ég var ekkert að kynna mér þetta frá grunni. Ég lærði hins vegar svo margt nýtt og skemmtilegt á þessum tíma, því aðrir snillingar kynntu til sögunnar nýjar þrælsniðugar aðferðir við iðjuna. Ég prjóna t.d. í dag ekki ermar, skálmar, vettlinga og sokka nema gera bæði í einu og nota til þess magic loop aðferðina. Mér fannst líka þrælsniðugt að læra prjóna peysu frá hálsmáli og niður eða prjóna ísettar ermar samtímis og sleppa því þá að sauma þær í eftir ár. Þessar aðferðir lærði ég af öðru hannyrðafólki sem hafði tileinkað sér þær og miðlaði svo áfram. Þegar ég hugsa til allra sem sitja við hannyrðir tímunum saman, þá hlýnar mér í hjartanu og er þakklát fyrir alla sem hafa tekið þátt í að deila öllum þessum nýjungum hvert á milli hvers annars. Þetta er smitandi og á jákvæðan hátt, ólíkt kórónuveirunni sem er ekkert annað en bölvuð boðflenna. Guð blessi Ísland Þegar guð var beðinn um að blessa Ísland, var dóttir mín rétt nokkra mánaða og ég stöðugt prjónandi á hana og eldri bræður hennar. Í mömmuhópnum mínum vorum við upphaflega þrjár sem vorum prjónandi. Fljótlega voru hinar mömmurnar í hópnum þó komnar á fullt að prjóna og hekla. Svo mikill varð áhuginn að ein í hópnum, sem hafði ekkert prjónað frá grunnskólaárunum, gaf út prjónabók og svo framhald af henni nokkrum árum seinna. Í þessum hóp deildum við á milli okkar ýmsum nýjum aðferðum við prjónaskapinn sem og ýmsum nýjum tækjum og tólum. Jólagjöfin 2008 var KnitPro prjónasettið, eða svokallaðir prjónaoddar. En það eru prjónar sem er hægt að skipta út á milli stærða og snúrulengdar, þar sem þetta tvennt er einfaldlega skrúfað saman, allt eftir þörfum. Bættum við síðan við ýmsum öðrum verkfærum í veskin okkar, stuttum oddum, kaðlaprjónum, fleiri oddum, skærum, þægilegum nælum, framlengingum, fallegum prjónamerkjum, merkimiðum o.s.frv. Síðan þá hafa fleiri framleiðendur framleitt þessa prjónaodda, líkt og HiyaHiya sem í dag þykja víst bestir, en einnig þykja Chiaogoo og Addi vera góðir. Svo er auðvitað hægt að fá líka glæsileg heklunálasett eins og prjónaoddana. Úrvalið er virkilega veglegt svo ekki sé meira sagt. Verslunareigendur þessa tíma, þ.e.a.s. fljótlega eftir hrunið, hafa talað um að þarna hafi áhugi á hannyrðum hreint út sagt sprungið út. Mest var verið að kaupa lopa og íslenska ull og augljós vilji hafi verið til þess að styðja við íslenska framleiðslu. En einnig var bara almenn aukning á áhuga og þá sérstaklega meðal yngri kvenna. Síðan þá hefur áhuginn bara aukist og í dag erum við með ellefu sérhæfðar handverksverslanir á bara höfuðborgarsvæðinu og fer þeim fjölgandi. Tala nú ekki um alla hópana á facebook og hittingana í félagsstarfi eða heimahúsum nú eða hina ýmsu viðburði tengdum t.d. íslensku ullinni og ýmsum hannyrðum, víðs vegar um landið. Sjálf er ég ekki mikill hönnuður og finnst ég bara vel sett með góðan aðgang að fjölmörgum frábærum uppskriftum, eftir bæði erlenda sem og íslenska hönnuði sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur undanfarin ár. Langskemmtilegast, að mínu mati, er auðvitað að versla við íslenska hönnuði enda er enginn skortur á þeim og uppskriftirnar þeirra svo fallegar. Svo erum við svo rík að eiga góða flóru af frábærum liturum, víða um land og er hrein dásemd að skoða úrvalið hjá þeim, það hreinlega veldur valkvíða að ætla sér að kaupa nokkrar skeinur, enda ekkert auðvelt með allt þetta úrval. Þá er vaxandi áhugi á að spinna sjálf/ur ullina til að prjóna úr, eða selja hana til hannyrðafólks. Garngangan 2020 Vorið 2017 fæddist sú hugmynd að sameina verslanir höfuðborgarsvæðisins í smá hátíð fyrir hannyrðafólk. Ég er jú að tala um hina geysivinsælu Garngöngu. Fyrirmyndin er erlend en úti kallast viðburðurinn “YarnCrawl”. Ég er ein af upphafs skipuleggjendum og þykir mjög vænt um að hafa fengið að vera með frá byrjun. Hefur þetta verið lærdómsríkt ferli og virkilega gaman að taka þátt í að skipuleggja gönguna, sem stækkar í hvert sinn, enda er hannyrðafólk að koma m.a. utan af landi til að taka þátt í gleðinni. Höfum við verið þrjár til fjórar hverju sinni sem höfum séð um skipulagið og sumar ekkert þekkst áður en við tókum upp á því að taka höndum saman og skipuleggja þennan viðburð. Við höfðum áhyggjur af því hvort kórónuveiran myndi koma í veg fyrir Garngönguna þetta árið, en við virtumst vera öruggar með að svo yrði nú ekki. Við vorum nefninlega akkúrat rétt fyrir utan allar strangar samkomureglur sóttvarnarlæknis. Vanalega er hátíðin haldin fyrsta laugardaginn í september, þegar verslanirnar byrja að vera aftur með opið á laugardögum eftir sumarið. En við ákváðum að þetta árið væri betra að færa okkur aðeins lengra inn í september, þar sem mikið yrði um síðbúnar fermingar fyrstu helgina í september. Svo ný dagsetning var valin, 12. september. Hins vegar, eins og við svo öll vitum, þá tróð veiran sér aftur inn í samfélagið okkar og við því knúnar til að slá hátíðina af þetta árið. Svo þannig fór um sjóferð þá. Við náðum þó að setja hönnunarkeppnina í gang og gátum valið Garngönguhúfuna 2020. En samkeppnin var haldin þriðja árið í röð núna og gengur útá það að hanna og skila inn húfu sem gæti orðið Garngönguhúfan það árið. Sigurvegarinn í ár er Þorbjörg Sæmundsdóttir og í dag fær hún einmitt verðlaunin sín afhent frá skipuleggjendum, en það eru auðvitað verslanirnar sem gefa verðlaunin. Uppskriftina má finna á áður nefndri síðu, Ravelry, undir Garngönguhúfan 2020. Það er auðvitað verulega leitt að engin Garnganga verði í ár. Hins vegar verður ekki hægt að segja að þessi skaðræðis kórónuveira hafi stoppað eina einustu hannyrðamanneskju af. Hvorki í samkomubanninu né síðar. Reyndar má segja að samkomubann og sóttvarnaraðgerðir hafi skapað aukinn tíma fyrir hannyrðir og því aukið veg þeirra. Hannyrðir á tímum kórónuveirunnar Þegar leitað var til hannyrðafólks og þau spurð að því, hvernig þau upplifa þessa fordæmalausu tíma. Höfðu þau áhyggjur af birgðastöðu sinni? Voru þau með nóg af verkefnum? Nýttu þau sé nýjar lausnir verslana? Kom í ljós að um mjög fjölbreyttan hóp er að ræða, sem átti það þó sammerkt s.s. að láta ekki litla veiru stoppa sig af. Einhverjir höfðu áhyggjur af því að eiga ekki nóg og birgðu sig upp, aðrir höfðu sett sér það áramótaheit að nýta betur núverandi lager og settu sig jafnvel í garnbann, þ.e. þau mættu ekki kaupa nýtt garn fyrr en búið væri að nýta það sem til væri. Einhverjir voru í sóttkví, einangrun, sjálfskipaðri sóttkví eða svokallaðri verndarsóttkví og þeir aðilar voru duglegir að nýta sér heimsendingu verslananna sem og auðvitað að nýta áfram það að geta keypt sé uppskriftir beint frá hönnuði og fengið rafræna um leið. Verslunareigendur tóku eftir mjög auknum áhuga en verslun jókst töluvert og var heimsendingarþjónustan vel nýtt. Þá tóku verslunareigendur sérstaklega eftir nýjum hópum, ungum konum en einnig ungum körlum sem ákváðu að taka upp prjóna og nálar í þeim tilgangi að skapa og njóta. Ljóst er að ýmsir áhrifavaldar höfðu áhrif á ungar konu sem flestar ætluðu sé að prjóna peysur sem er heldur betur áhugaverð þróun. Eitthvað var þó líka um það að gamlir prjónarar og heklarar væru að endurnýja kynnin sín við iðjuna, höfðu kannski ekki gert neitt í tugi ára en ákváðu að byrja að nýju aftur og jafnvel klára gamlar syndir. Því má eiginlega segja að allur aldur hafi tekið kipp í þetta sinn. Ný andlit fóru að gægjast inn um verslanirnar sem, í vor, spurðu flest hvort það væri í lagi að koma inn, enda allir duglegir að virða og hlýða sóttvarnarreglunum og verslanirnar duglegar að passa að allir fylgdu eftir þessum nýju reglum. Fyrst um sinn varð breytingin sú að fleiri vildu nýta heimsendinguna, en svo fóru viðskiptavinirnir að líta aftur inn. Helst var það eldri kynslóðin sem hefur verið sein til að líta við og haldið sig fjarri. Eitt er þó víst, að félagsforðun, samkomubann og tveggja metra regla varð ekki til þess að halda fólki frá því að versla við hannyrðaverslanirnar. Enginn ætlaði að lenda í því að vera uppiskroppa með verkefni ef þau þyrftu að fara í sóttkví eða einangrun nú eða ef ástandið hér hefði endað á útgöngubanni. Þessi nýji veruleiki, að lifa með kórónuveirunni, covid-19, er stressandi og þreytandi. Við höfum hins vegar ekkert val um annað en að lifa með henni í bili. Þá er nú gott að geta gripið í hannyrðir, enda eru þær fyrirtaks hugleiðsla sem hjálpa til við að fara í gegnum erfiða tíma, sem og að takast á við kvíða, ekki er verra að um leið er verið að skapa og framleiða eitthvað fallegt og nytsamlegt. Við förum ekki í Garngöngu í dag, en við prjónum og heklum, á tímum kórónuveirunnar. Höfundur er skipuleggjandi Garngöngunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Föndur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Prjónaskapur Handverk Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Garngangan sem ekki varð Munið þið eftir hruninu sem varð árið 2008? Með tilheyrandi erfiðleikum og von um að Guð myndi nú blessa Ísland. Fólk hamstraði dósamat og gekk í gegnum erfiða tíma, og því miður eru margir enn að eiga við afleiðingar þeirra tíma. Fyrir aðra hins vegar, var hrunið upphafið að nýju áhugamáli sem átti síðar eftir að springa enn frekar út. Í raun varð bylgja útfrá hruninu sem er umtöluð enn í dag meðal þeirra sem soguðust inn í hana. Bylgjan sem um ræðir er ekkert ,,ný af nálinni” sem slík, en þessi endurreisti áhugi var kærkominn. Ég er jú að tala um handverkin, eða réttara sagt, hannyrðirnar. Það var aðallega prjónaskapurinn sem varð svona vinsæll aftur en hekl og útsaumur varð einnig gríðarlega vinsælt að nýju. Endurkoma handavinnunnar Á þessum tíma voru ýmsar hannyrðaverslanir til hér og þar um land og borg. Átti þeim svo bara eftir að fjölga, öllu hannyrðafólki til mikillar ánægju. Ekki síst var dásamlegt hversu margir hönnuðir urðu til í beinu framhaldinu, sem nýttu óspart tæknina til að miðla hönnun sinni út. Er í dag mjög einfalt að versla uppskrift beint af hönnuði og fá hana, rafræna, samstundis í tölvupósti. Nú eða finna uppskrift á hinni gríðarlega vinsælu vefsíðu, Ravelry sem er eins konar gagnabanki fyrir hannyrðafólk en hún var að ryðja sér rúms einmitt á þessum hruntíma. Á Ravelry er hægt að vafra um, tímunum saman, og safna uppskriftum og bókum eða bara merkja sér það sem man finnur og langar að gera. Með tímanum urðu svo til alls konar áhugaverð smáforrit (e.öpp) sem nýtast sérstaklega fyrir hannyrðirnar t.d. My Row Counter, sem er teljari, nú eða Knit Companion, þar sem hægt er að safna öllum rafrænu uppskriftunum saman, setja upp ákveðin verkefni og fylgjast með í forritinu hvar verkið er statt, svona svo dæmi sé nefnt. Flóran af ýmsum hannyrðasmáforritum er gríðarleg, svo þessi gamla iðja og nútímatæknin smella því saman eins og flís við rass, sem er nú aldeilis skemmtilegt. Ég var sjálf búin að prjóna frá 18 ára aldri, þegar þessi endurreisn varð á hannyrðum í samfélaginu, svo ég var ekkert að kynna mér þetta frá grunni. Ég lærði hins vegar svo margt nýtt og skemmtilegt á þessum tíma, því aðrir snillingar kynntu til sögunnar nýjar þrælsniðugar aðferðir við iðjuna. Ég prjóna t.d. í dag ekki ermar, skálmar, vettlinga og sokka nema gera bæði í einu og nota til þess magic loop aðferðina. Mér fannst líka þrælsniðugt að læra prjóna peysu frá hálsmáli og niður eða prjóna ísettar ermar samtímis og sleppa því þá að sauma þær í eftir ár. Þessar aðferðir lærði ég af öðru hannyrðafólki sem hafði tileinkað sér þær og miðlaði svo áfram. Þegar ég hugsa til allra sem sitja við hannyrðir tímunum saman, þá hlýnar mér í hjartanu og er þakklát fyrir alla sem hafa tekið þátt í að deila öllum þessum nýjungum hvert á milli hvers annars. Þetta er smitandi og á jákvæðan hátt, ólíkt kórónuveirunni sem er ekkert annað en bölvuð boðflenna. Guð blessi Ísland Þegar guð var beðinn um að blessa Ísland, var dóttir mín rétt nokkra mánaða og ég stöðugt prjónandi á hana og eldri bræður hennar. Í mömmuhópnum mínum vorum við upphaflega þrjár sem vorum prjónandi. Fljótlega voru hinar mömmurnar í hópnum þó komnar á fullt að prjóna og hekla. Svo mikill varð áhuginn að ein í hópnum, sem hafði ekkert prjónað frá grunnskólaárunum, gaf út prjónabók og svo framhald af henni nokkrum árum seinna. Í þessum hóp deildum við á milli okkar ýmsum nýjum aðferðum við prjónaskapinn sem og ýmsum nýjum tækjum og tólum. Jólagjöfin 2008 var KnitPro prjónasettið, eða svokallaðir prjónaoddar. En það eru prjónar sem er hægt að skipta út á milli stærða og snúrulengdar, þar sem þetta tvennt er einfaldlega skrúfað saman, allt eftir þörfum. Bættum við síðan við ýmsum öðrum verkfærum í veskin okkar, stuttum oddum, kaðlaprjónum, fleiri oddum, skærum, þægilegum nælum, framlengingum, fallegum prjónamerkjum, merkimiðum o.s.frv. Síðan þá hafa fleiri framleiðendur framleitt þessa prjónaodda, líkt og HiyaHiya sem í dag þykja víst bestir, en einnig þykja Chiaogoo og Addi vera góðir. Svo er auðvitað hægt að fá líka glæsileg heklunálasett eins og prjónaoddana. Úrvalið er virkilega veglegt svo ekki sé meira sagt. Verslunareigendur þessa tíma, þ.e.a.s. fljótlega eftir hrunið, hafa talað um að þarna hafi áhugi á hannyrðum hreint út sagt sprungið út. Mest var verið að kaupa lopa og íslenska ull og augljós vilji hafi verið til þess að styðja við íslenska framleiðslu. En einnig var bara almenn aukning á áhuga og þá sérstaklega meðal yngri kvenna. Síðan þá hefur áhuginn bara aukist og í dag erum við með ellefu sérhæfðar handverksverslanir á bara höfuðborgarsvæðinu og fer þeim fjölgandi. Tala nú ekki um alla hópana á facebook og hittingana í félagsstarfi eða heimahúsum nú eða hina ýmsu viðburði tengdum t.d. íslensku ullinni og ýmsum hannyrðum, víðs vegar um landið. Sjálf er ég ekki mikill hönnuður og finnst ég bara vel sett með góðan aðgang að fjölmörgum frábærum uppskriftum, eftir bæði erlenda sem og íslenska hönnuði sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur undanfarin ár. Langskemmtilegast, að mínu mati, er auðvitað að versla við íslenska hönnuði enda er enginn skortur á þeim og uppskriftirnar þeirra svo fallegar. Svo erum við svo rík að eiga góða flóru af frábærum liturum, víða um land og er hrein dásemd að skoða úrvalið hjá þeim, það hreinlega veldur valkvíða að ætla sér að kaupa nokkrar skeinur, enda ekkert auðvelt með allt þetta úrval. Þá er vaxandi áhugi á að spinna sjálf/ur ullina til að prjóna úr, eða selja hana til hannyrðafólks. Garngangan 2020 Vorið 2017 fæddist sú hugmynd að sameina verslanir höfuðborgarsvæðisins í smá hátíð fyrir hannyrðafólk. Ég er jú að tala um hina geysivinsælu Garngöngu. Fyrirmyndin er erlend en úti kallast viðburðurinn “YarnCrawl”. Ég er ein af upphafs skipuleggjendum og þykir mjög vænt um að hafa fengið að vera með frá byrjun. Hefur þetta verið lærdómsríkt ferli og virkilega gaman að taka þátt í að skipuleggja gönguna, sem stækkar í hvert sinn, enda er hannyrðafólk að koma m.a. utan af landi til að taka þátt í gleðinni. Höfum við verið þrjár til fjórar hverju sinni sem höfum séð um skipulagið og sumar ekkert þekkst áður en við tókum upp á því að taka höndum saman og skipuleggja þennan viðburð. Við höfðum áhyggjur af því hvort kórónuveiran myndi koma í veg fyrir Garngönguna þetta árið, en við virtumst vera öruggar með að svo yrði nú ekki. Við vorum nefninlega akkúrat rétt fyrir utan allar strangar samkomureglur sóttvarnarlæknis. Vanalega er hátíðin haldin fyrsta laugardaginn í september, þegar verslanirnar byrja að vera aftur með opið á laugardögum eftir sumarið. En við ákváðum að þetta árið væri betra að færa okkur aðeins lengra inn í september, þar sem mikið yrði um síðbúnar fermingar fyrstu helgina í september. Svo ný dagsetning var valin, 12. september. Hins vegar, eins og við svo öll vitum, þá tróð veiran sér aftur inn í samfélagið okkar og við því knúnar til að slá hátíðina af þetta árið. Svo þannig fór um sjóferð þá. Við náðum þó að setja hönnunarkeppnina í gang og gátum valið Garngönguhúfuna 2020. En samkeppnin var haldin þriðja árið í röð núna og gengur útá það að hanna og skila inn húfu sem gæti orðið Garngönguhúfan það árið. Sigurvegarinn í ár er Þorbjörg Sæmundsdóttir og í dag fær hún einmitt verðlaunin sín afhent frá skipuleggjendum, en það eru auðvitað verslanirnar sem gefa verðlaunin. Uppskriftina má finna á áður nefndri síðu, Ravelry, undir Garngönguhúfan 2020. Það er auðvitað verulega leitt að engin Garnganga verði í ár. Hins vegar verður ekki hægt að segja að þessi skaðræðis kórónuveira hafi stoppað eina einustu hannyrðamanneskju af. Hvorki í samkomubanninu né síðar. Reyndar má segja að samkomubann og sóttvarnaraðgerðir hafi skapað aukinn tíma fyrir hannyrðir og því aukið veg þeirra. Hannyrðir á tímum kórónuveirunnar Þegar leitað var til hannyrðafólks og þau spurð að því, hvernig þau upplifa þessa fordæmalausu tíma. Höfðu þau áhyggjur af birgðastöðu sinni? Voru þau með nóg af verkefnum? Nýttu þau sé nýjar lausnir verslana? Kom í ljós að um mjög fjölbreyttan hóp er að ræða, sem átti það þó sammerkt s.s. að láta ekki litla veiru stoppa sig af. Einhverjir höfðu áhyggjur af því að eiga ekki nóg og birgðu sig upp, aðrir höfðu sett sér það áramótaheit að nýta betur núverandi lager og settu sig jafnvel í garnbann, þ.e. þau mættu ekki kaupa nýtt garn fyrr en búið væri að nýta það sem til væri. Einhverjir voru í sóttkví, einangrun, sjálfskipaðri sóttkví eða svokallaðri verndarsóttkví og þeir aðilar voru duglegir að nýta sér heimsendingu verslananna sem og auðvitað að nýta áfram það að geta keypt sé uppskriftir beint frá hönnuði og fengið rafræna um leið. Verslunareigendur tóku eftir mjög auknum áhuga en verslun jókst töluvert og var heimsendingarþjónustan vel nýtt. Þá tóku verslunareigendur sérstaklega eftir nýjum hópum, ungum konum en einnig ungum körlum sem ákváðu að taka upp prjóna og nálar í þeim tilgangi að skapa og njóta. Ljóst er að ýmsir áhrifavaldar höfðu áhrif á ungar konu sem flestar ætluðu sé að prjóna peysur sem er heldur betur áhugaverð þróun. Eitthvað var þó líka um það að gamlir prjónarar og heklarar væru að endurnýja kynnin sín við iðjuna, höfðu kannski ekki gert neitt í tugi ára en ákváðu að byrja að nýju aftur og jafnvel klára gamlar syndir. Því má eiginlega segja að allur aldur hafi tekið kipp í þetta sinn. Ný andlit fóru að gægjast inn um verslanirnar sem, í vor, spurðu flest hvort það væri í lagi að koma inn, enda allir duglegir að virða og hlýða sóttvarnarreglunum og verslanirnar duglegar að passa að allir fylgdu eftir þessum nýju reglum. Fyrst um sinn varð breytingin sú að fleiri vildu nýta heimsendinguna, en svo fóru viðskiptavinirnir að líta aftur inn. Helst var það eldri kynslóðin sem hefur verið sein til að líta við og haldið sig fjarri. Eitt er þó víst, að félagsforðun, samkomubann og tveggja metra regla varð ekki til þess að halda fólki frá því að versla við hannyrðaverslanirnar. Enginn ætlaði að lenda í því að vera uppiskroppa með verkefni ef þau þyrftu að fara í sóttkví eða einangrun nú eða ef ástandið hér hefði endað á útgöngubanni. Þessi nýji veruleiki, að lifa með kórónuveirunni, covid-19, er stressandi og þreytandi. Við höfum hins vegar ekkert val um annað en að lifa með henni í bili. Þá er nú gott að geta gripið í hannyrðir, enda eru þær fyrirtaks hugleiðsla sem hjálpa til við að fara í gegnum erfiða tíma, sem og að takast á við kvíða, ekki er verra að um leið er verið að skapa og framleiða eitthvað fallegt og nytsamlegt. Við förum ekki í Garngöngu í dag, en við prjónum og heklum, á tímum kórónuveirunnar. Höfundur er skipuleggjandi Garngöngunnar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar