Brostin loforð við flóttafólk Andrés Ingi Jónsson skrifar 16. september 2020 16:15 „Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn í Reykjavík 6. – 8. október 2017, vill stórbæta aðbúnað umsækjanda um alþjóðlega vernd og veita fleiri stöðu flóttafólks. Sem einni ríkustu þjóð í heimi ber okkur að taka betur á móti þeim sem hingað leita með ósk um alþjóðlega vernd og taka mál fleiri einstaklinga til efnislegar meðferðar, veita fleirum stöðu flóttafólks og senda færri úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.“ Svona hófst ályktun landsfundar Vinstri grænna um stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólk fyrir síðustu kosningar. Stuttu áður hafði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, náð að skapa (næstum því) þverpólitíska samstöðu um frumvarp til að bregðast við máli flóttastúlknanna Haniye og Mary. Þau okkar sem höfðum lengi barist fyrir mannúðlegri útlendingastefnu töldum okkur hafa ástæðu til að vera bjartsýn. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og fátt breyst í átt til batnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn snéri baki við flóttabörnum Í aðdraganda kosninga 2017 var mál flóttastúlknanna Haniye og Mary í fréttum sem biðu brottvísunar eftir að hafa verið synjað um vernd hér á landi. Málið vakti eðlilega hörð viðbrögð almennings. Í tómarúminu sem skapaðist eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk, myndaðist samstaða á Alþingi um að koma systrunum í skjól með tímabundinni breytingu á útlendingalögum. Það gagnaðist ekki bara þeim tveimur heldur allt að 80 börnum í sömu stöðu. Katrín Jakobsdóttir var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem skaut skjóli yfir Haniye og Mary, en þegar upp var staðið naut málið stuðnings allra þingflokka nema eins. Sjálfstæðisflokkurinn snéri á síðustu stundu baki við samkomulagi um þinglok og greiddi atkvæði gegn því að rýmka útlendingalögin í þágu barna. Þrátt fyrir þetta ákvað forysta Vinstri grænna að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, aðeins tveimur mánuðum seinna. Þó þessi harðneskjulega afstaða hafi ekki verið fyrirstaða hjá forystunni vó hún þungt í afstöðu margra okkar sem studdum ekki samstarf flokkanna í ríkisstjórn. Uppgjöf í stjórnarsáttmála Sáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur býður misskýra sýn á ólíka málaflokka. Þegar það sem snýr að útlendingamálum er lesið er eins og fólk hafi strax gefist upp á að ná sameiginlegri sýn þeirra gjörólíku flokka og sátu við borðið. Í staðinn var það sett í hendur þverpólitískrar þingmannanefndar, sem var falið að „meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau“. Þessi nefnd hefur engu getað skilað af sér. Fyrri hluta kjörtímabilsins að mestu vegna þess að Sigríður Andersen stóð sem dómsmálaráðherra gegn nefndinni og enn hefur hún engu skilað, þrátt fyrir að hafa verið endurvakin fyrir ári síðan með skýrara umboði. Stærsta lexían af þeirri nefnd ætti að vera að ef þrír stjórnarflokkar geta ekki komið sér saman um stefnu, þá er enn ólíklegra að sú stefna spretti fram með því að útvista stefnumörkuninni til átta flokka þingmannanefndar. Nema það hafi einmitt verið markmiðið, hver veit? Á meðan pattstaða ríkir á milli ríkisstjórnarflokkanna í útlendingamálum hafa þrír dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram sama hræðilega frumvarpið sem snýst um að draga verulega úr vernd hælisleitenda, allt í nafni skilvirkni kerfisins. Þannig birtast þær breytingar sem líklegastar eru til að koma á frá þessari ríkisstjórn, því Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega með skýra sýn á málaflokkinn þótt ríkisstjórnin hafi enga. Samdauna stjórnarflokkar Síðan lögum var breytt vegna Haniye og Mary hafa sambærileg mál ítrekað komið upp sem hafa opnað augu fólks og leitt til breyttra reglna. Enda er það leiðin til að koma til móts við þarfir fólks á flótta – fólks sem býr við síbreytilegar aðstæður sem eru nánast óskiljanlegar fyrir okkur sem njótum þeirra forréttinda að búa við frið og lýðræði. Þangað til í dag. Í dag hafa markmið útlendingalaga um skilvirkni endanlega náð að trompa markmiðið um mannúð. Undir forystu Vinstri grænna bergmálar um allt stjórnarheimilið að mannúðlegasta kerfið fyrir hælisleitendur sé að vera bara nógu fljót að synja þeim. Það er ansi fjarri landsfundarályktun Vinstri grænna sem kallaði eftir bættum aðbúnaði, aukinni vernd og meiri mannúð – en minntist ekki orði á að þyrfti að hraða fólki í gegnum kerfi til að hægt væri að vísa því úr landi. Sú von sem við áttum til að breyta kerfinu haustið 2017 er orðin að litlu meðan Sjálfstæðisflokkurinn fær að halda sinni stefnu óbreyttri í dómsmálaráðuneytinu. Og fyrir okkur sem eitt sinn áttum heimili í Vinstri grænum er þyngra en tárum taki að sú staða sé í boði okkar gamla flokks. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn í Reykjavík 6. – 8. október 2017, vill stórbæta aðbúnað umsækjanda um alþjóðlega vernd og veita fleiri stöðu flóttafólks. Sem einni ríkustu þjóð í heimi ber okkur að taka betur á móti þeim sem hingað leita með ósk um alþjóðlega vernd og taka mál fleiri einstaklinga til efnislegar meðferðar, veita fleirum stöðu flóttafólks og senda færri úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.“ Svona hófst ályktun landsfundar Vinstri grænna um stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólk fyrir síðustu kosningar. Stuttu áður hafði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, náð að skapa (næstum því) þverpólitíska samstöðu um frumvarp til að bregðast við máli flóttastúlknanna Haniye og Mary. Þau okkar sem höfðum lengi barist fyrir mannúðlegri útlendingastefnu töldum okkur hafa ástæðu til að vera bjartsýn. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og fátt breyst í átt til batnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn snéri baki við flóttabörnum Í aðdraganda kosninga 2017 var mál flóttastúlknanna Haniye og Mary í fréttum sem biðu brottvísunar eftir að hafa verið synjað um vernd hér á landi. Málið vakti eðlilega hörð viðbrögð almennings. Í tómarúminu sem skapaðist eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk, myndaðist samstaða á Alþingi um að koma systrunum í skjól með tímabundinni breytingu á útlendingalögum. Það gagnaðist ekki bara þeim tveimur heldur allt að 80 börnum í sömu stöðu. Katrín Jakobsdóttir var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem skaut skjóli yfir Haniye og Mary, en þegar upp var staðið naut málið stuðnings allra þingflokka nema eins. Sjálfstæðisflokkurinn snéri á síðustu stundu baki við samkomulagi um þinglok og greiddi atkvæði gegn því að rýmka útlendingalögin í þágu barna. Þrátt fyrir þetta ákvað forysta Vinstri grænna að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, aðeins tveimur mánuðum seinna. Þó þessi harðneskjulega afstaða hafi ekki verið fyrirstaða hjá forystunni vó hún þungt í afstöðu margra okkar sem studdum ekki samstarf flokkanna í ríkisstjórn. Uppgjöf í stjórnarsáttmála Sáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur býður misskýra sýn á ólíka málaflokka. Þegar það sem snýr að útlendingamálum er lesið er eins og fólk hafi strax gefist upp á að ná sameiginlegri sýn þeirra gjörólíku flokka og sátu við borðið. Í staðinn var það sett í hendur þverpólitískrar þingmannanefndar, sem var falið að „meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau“. Þessi nefnd hefur engu getað skilað af sér. Fyrri hluta kjörtímabilsins að mestu vegna þess að Sigríður Andersen stóð sem dómsmálaráðherra gegn nefndinni og enn hefur hún engu skilað, þrátt fyrir að hafa verið endurvakin fyrir ári síðan með skýrara umboði. Stærsta lexían af þeirri nefnd ætti að vera að ef þrír stjórnarflokkar geta ekki komið sér saman um stefnu, þá er enn ólíklegra að sú stefna spretti fram með því að útvista stefnumörkuninni til átta flokka þingmannanefndar. Nema það hafi einmitt verið markmiðið, hver veit? Á meðan pattstaða ríkir á milli ríkisstjórnarflokkanna í útlendingamálum hafa þrír dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram sama hræðilega frumvarpið sem snýst um að draga verulega úr vernd hælisleitenda, allt í nafni skilvirkni kerfisins. Þannig birtast þær breytingar sem líklegastar eru til að koma á frá þessari ríkisstjórn, því Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega með skýra sýn á málaflokkinn þótt ríkisstjórnin hafi enga. Samdauna stjórnarflokkar Síðan lögum var breytt vegna Haniye og Mary hafa sambærileg mál ítrekað komið upp sem hafa opnað augu fólks og leitt til breyttra reglna. Enda er það leiðin til að koma til móts við þarfir fólks á flótta – fólks sem býr við síbreytilegar aðstæður sem eru nánast óskiljanlegar fyrir okkur sem njótum þeirra forréttinda að búa við frið og lýðræði. Þangað til í dag. Í dag hafa markmið útlendingalaga um skilvirkni endanlega náð að trompa markmiðið um mannúð. Undir forystu Vinstri grænna bergmálar um allt stjórnarheimilið að mannúðlegasta kerfið fyrir hælisleitendur sé að vera bara nógu fljót að synja þeim. Það er ansi fjarri landsfundarályktun Vinstri grænna sem kallaði eftir bættum aðbúnaði, aukinni vernd og meiri mannúð – en minntist ekki orði á að þyrfti að hraða fólki í gegnum kerfi til að hægt væri að vísa því úr landi. Sú von sem við áttum til að breyta kerfinu haustið 2017 er orðin að litlu meðan Sjálfstæðisflokkurinn fær að halda sinni stefnu óbreyttri í dómsmálaráðuneytinu. Og fyrir okkur sem eitt sinn áttum heimili í Vinstri grænum er þyngra en tárum taki að sú staða sé í boði okkar gamla flokks. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar