Alþjóðlegi jafnlaunadagurinn – árangur og áframhaldandi tækifæri Víðir Ragnarsson skrifar 18. september 2020 15:00 Fyrsti alþjóðlegi jafnlaunadagurinn er haldinn í dag 18. september og það er sérstaklega ánægjulegt að þessi dagur sé orðinn að veruleika eftir tillögu Íslands að honum til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Mikill árangur hefur náðst í baráttu við kynbundinn launamun hér á landi. Þar er helst að þakka jafnlaunavottun sem var sett í lög árið 2017. Jafnlaunavottun hefur sett á dagskrá fyrirtækja og stofnana það verkefni að mæla kynbundinn launamun og byggja innan sinna raða upp stjórnkerfi til þess að sporna við launamun sem mismunar eftir kyni. Kynbundinn launamunur og mælingar á honum eru eitt en því miður eru laun karla og kvenna annað. Mælingar á kynbundnum launamun og því hvort sé mismunað í launum fyrir jafnverðmæt störf leiðréttir fyrir þeim áhrifum sem mjög kynbundinn störf og kynbundin ábyrgð felur í sér. Launamunur karla og kvenna er 20% í heiminum í dag, í Evrópu er hann í kringum 15% og hér á Íslandi fá konur 14% lægri laun fyrir sín störf en karlar. Þessar tölur eru alls ekki áberandi í umræðunni um laun og kynbundinn launamun á Íslandi. Þær varpa hins vegar ljósi á þær sorglegu staðreyndir að konur sinna í mun minna mæli en karlar þeim störfum sem við metum til hærri launa og bera í minna mæli ábyrgð sem metin er til launa. OR samstæðan hefur lengi látið sig jafnréttismál og jafnlaunamál varða. Við höfum þróað leiðir og verklag til þess að vakta kynbundinn launamun mjög náið. Þannig höfum við nú í þrjú ár haldið leiðréttum kynbundnum launamun innan við 1%, sem hefur á því tímabili bæði mælst körlum og konum í vil. Við höfum einnig lagst í verkefni til að jafna hlut kynja er varðar ábyrgð, störf og tækifæri. Í dag mælist raunverulegur munur á launum karla og kvenna hjá OR 5,2% fyrir einungis fjórum árum var þetta hlutfall 14% hjá fyrirtækinu. Það starf sem unnið er af stjórnvöldum, í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi að því að minnka kynbundinn launamun er góðra gjalda vert og hefur víða náðst gríðarlegur árangur. Tækifærin við að ná raunverulega jöfnum launum felast þó í því að skoða raunlaun karla og kvenna án þess að „leiðrétt“ sé fyrir verðmætamati sem felur í sér kynbundna mismunun á störfum og ábyrgð. Höfundur er verkefnastjóri Jafnréttismála OR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Orkumál Mest lesið Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti alþjóðlegi jafnlaunadagurinn er haldinn í dag 18. september og það er sérstaklega ánægjulegt að þessi dagur sé orðinn að veruleika eftir tillögu Íslands að honum til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Mikill árangur hefur náðst í baráttu við kynbundinn launamun hér á landi. Þar er helst að þakka jafnlaunavottun sem var sett í lög árið 2017. Jafnlaunavottun hefur sett á dagskrá fyrirtækja og stofnana það verkefni að mæla kynbundinn launamun og byggja innan sinna raða upp stjórnkerfi til þess að sporna við launamun sem mismunar eftir kyni. Kynbundinn launamunur og mælingar á honum eru eitt en því miður eru laun karla og kvenna annað. Mælingar á kynbundnum launamun og því hvort sé mismunað í launum fyrir jafnverðmæt störf leiðréttir fyrir þeim áhrifum sem mjög kynbundinn störf og kynbundin ábyrgð felur í sér. Launamunur karla og kvenna er 20% í heiminum í dag, í Evrópu er hann í kringum 15% og hér á Íslandi fá konur 14% lægri laun fyrir sín störf en karlar. Þessar tölur eru alls ekki áberandi í umræðunni um laun og kynbundinn launamun á Íslandi. Þær varpa hins vegar ljósi á þær sorglegu staðreyndir að konur sinna í mun minna mæli en karlar þeim störfum sem við metum til hærri launa og bera í minna mæli ábyrgð sem metin er til launa. OR samstæðan hefur lengi látið sig jafnréttismál og jafnlaunamál varða. Við höfum þróað leiðir og verklag til þess að vakta kynbundinn launamun mjög náið. Þannig höfum við nú í þrjú ár haldið leiðréttum kynbundnum launamun innan við 1%, sem hefur á því tímabili bæði mælst körlum og konum í vil. Við höfum einnig lagst í verkefni til að jafna hlut kynja er varðar ábyrgð, störf og tækifæri. Í dag mælist raunverulegur munur á launum karla og kvenna hjá OR 5,2% fyrir einungis fjórum árum var þetta hlutfall 14% hjá fyrirtækinu. Það starf sem unnið er af stjórnvöldum, í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi að því að minnka kynbundinn launamun er góðra gjalda vert og hefur víða náðst gríðarlegur árangur. Tækifærin við að ná raunverulega jöfnum launum felast þó í því að skoða raunlaun karla og kvenna án þess að „leiðrétt“ sé fyrir verðmætamati sem felur í sér kynbundna mismunun á störfum og ábyrgð. Höfundur er verkefnastjóri Jafnréttismála OR
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun