„Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2020 16:02 Þórhildur Sunna er ómyrk í máli um orð Bjarna: Bjarni sótti sér 115 þúsund króna launahækkun í vor og greip ekki tækifærið til þess „vera á sama báti“ og almenningur. visir/vilhelm Ummæli Bjarna Bendiktssonar fjármálaráðherra, þess efnis að við séum öll í sama bátnum gagnvart hinni efnahagslegu lægð, falla víða ekki í kramið. Jón Bjarni Steinsson veitingamaður, sem hefur mátt sæta því að veitingastaðir hans eru reknir við afar takmarkaðan opnunartíma, deilir frétt Vísis og segir einfaldlega: „Nei Bjarni... við erum ekki öll í sama bátnum“. Bjarni kallar eftir samhentu átaki Bjarni var í viðtali við fréttastofu og var þar spurður um stöðu mála í því sem snýr að samningum SA, undir forystu Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, hafa farið þess á leit við Drífu Snædal og ASÍ að fyrirhuguðum launahækkunum, sem taka eiga gildi um næstu áramót, þeim verði frestað. Bjarni sýnir því sjónarmiði nokkurn skilning. Sameiginlegt átak allra sé nauðsyn. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkar upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miklu máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni,“ sagði Bjarni. Sjónarhorn Bjarna af snekkju sinni Viðbrögðin við orðum Bjarna láta ekki á sér standa. Ein þeirra sem gefur lítið fyrir þessa afstöðu fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati. Hún birti harðorða örpistil þar um á Facebook-síðu sinni. „Bjarni sótti sér 115 þúsund króna launahækkun í vor og greip ekki tækifærið til þess „vera á sama báti“ og almenningur með því að frysta amk þessa launahækkun þegar við Píratar lögðum það til. Bjarni hefur auðvitað aldrei verið á sama báti og launafólk, en honum finnst kannski erfitt að sjá það frá snekkjunni sinni við Seychelles eyjar.“ Þórhildur vísar þarna óbeint til fréttar sem Vísir birti fyrir nokkru og vakti hún þá mikla athygli. Þingheimur samþykkti að þiggja launahækkanir til handa sín og æðstu embættismanna þrátt fyrir að þá lægi fyrir að erfiðir samningar voru fyrirliggjandi milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaga. Samtök atvinnulífsins hefur gefið út sérstakt myndband, ávarp Halldórs Benjamíns, þar sem hann fer yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir allar forsendur brostnar. Á meðan benda aðrir á að hið opinbera rifi í engu seglin þegar kemur að hag þeirra sem þar starfa. Efnahagsmál Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. 24. september 2020 18:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Ummæli Bjarna Bendiktssonar fjármálaráðherra, þess efnis að við séum öll í sama bátnum gagnvart hinni efnahagslegu lægð, falla víða ekki í kramið. Jón Bjarni Steinsson veitingamaður, sem hefur mátt sæta því að veitingastaðir hans eru reknir við afar takmarkaðan opnunartíma, deilir frétt Vísis og segir einfaldlega: „Nei Bjarni... við erum ekki öll í sama bátnum“. Bjarni kallar eftir samhentu átaki Bjarni var í viðtali við fréttastofu og var þar spurður um stöðu mála í því sem snýr að samningum SA, undir forystu Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, hafa farið þess á leit við Drífu Snædal og ASÍ að fyrirhuguðum launahækkunum, sem taka eiga gildi um næstu áramót, þeim verði frestað. Bjarni sýnir því sjónarmiði nokkurn skilning. Sameiginlegt átak allra sé nauðsyn. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkar upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miklu máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni,“ sagði Bjarni. Sjónarhorn Bjarna af snekkju sinni Viðbrögðin við orðum Bjarna láta ekki á sér standa. Ein þeirra sem gefur lítið fyrir þessa afstöðu fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati. Hún birti harðorða örpistil þar um á Facebook-síðu sinni. „Bjarni sótti sér 115 þúsund króna launahækkun í vor og greip ekki tækifærið til þess „vera á sama báti“ og almenningur með því að frysta amk þessa launahækkun þegar við Píratar lögðum það til. Bjarni hefur auðvitað aldrei verið á sama báti og launafólk, en honum finnst kannski erfitt að sjá það frá snekkjunni sinni við Seychelles eyjar.“ Þórhildur vísar þarna óbeint til fréttar sem Vísir birti fyrir nokkru og vakti hún þá mikla athygli. Þingheimur samþykkti að þiggja launahækkanir til handa sín og æðstu embættismanna þrátt fyrir að þá lægi fyrir að erfiðir samningar voru fyrirliggjandi milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaga. Samtök atvinnulífsins hefur gefið út sérstakt myndband, ávarp Halldórs Benjamíns, þar sem hann fer yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir allar forsendur brostnar. Á meðan benda aðrir á að hið opinbera rifi í engu seglin þegar kemur að hag þeirra sem þar starfa.
Efnahagsmál Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. 24. september 2020 18:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. 24. september 2020 18:15