Leigubílsstjórar í útrýmingarhættu Jakob Bjarnar skrifar 5. október 2020 12:00 Einar er formaður Fylkis, félags leigubílsstjóra á Suðurnesjum. Hann segir að taug leigubílsstjóra sé almennt þanin og nú er svo komið að stéttin sé í verulegri kreppu. „Menn eru ekkert að ná endum saman. Ástandið er skelfilegt. Leigubílsstjórar eru upp til hópa, að 95 prósentum, vandaðir og faglegir. En það eru auðvitað fávitar þar innan um eins og í öllum atvinnugreinum,“ segir Einar Hafsteinn Árnason formaður Fylkis, sem er félag leigubílsstjóra á Suðurnesjum. Vísir greindi frá því nú um helgina að lögreglan hafi veitt nokkrum leigubílsstjórum tiltal og fjórir voru kærðir fyrir mjög gróf brot. Þeir höfðu sýnt af sér dólgslega hegðun og í eftirlitsmyndavélum má sjá þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. Einn leigubílsstjóri var sagður hafa hrópað ókvæðisorðum að gangandi vegfaranda, sagði honum að „drulla sér í burtu“ og það af göngugötu. Taug leigubílsstjóra þanin Á landinu öllu eru um 580 leigubílsstjórar. Stærsta félagið er Frami sem starfar á höfuðborgarsvæðinu, þar eru um 300 félagar að sögn Einars. Þar svaraði enginn á skrifstofunni í gær þegar Vísir reyndi að ná sambandi við forsvarsmenn Frama til að inna þá eftir þessum nýlegu tíðindum af dólgslegri framgöngu leigubílsstjóra. Í félagi Einars eru hins vegar um 40, sem starfa suður með sjó og í tengslum við flugstöðina. Hann segist því ekki geta tjáð sig beint um þessi tilteknu atvik en hitt sé víst að taugin er þanin til hins ítrasta hjá leigubílsstjórum almennt. „Við bílstjórarnir erum milli kerfa, megnið fær ekki atvinnuleysisbætur. Ég hef verið atvinnulaus í sex mánuði frá því þetta byrjaði. Ég fæ ekki bætur,“ segir Einar en hann hefur ítrekað reynt að fá fund með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að inna hann eftir því hvernig efnhagsþrengingarnar standi gagnvart stéttinni. Allir skráðir leigubílsstjórar þurfa að greiða skatt af 460 þúsund krónum á mánuði burtséð frá innkomu til að halda leyfinu. Og eins og sakir standa eru tekjurnar rýrar í roðinu, víða engar. 12 þúsund krónur telst góður dagur „Menn eru að reyna að ná því litla sem er,“ segir Einar um þetta tiltekna atvik sem greint var frá um helgina. „Þetta eru menn með miklar skuldbindingar og það er ekkert að gera.“ Einar er ekki að reyna að afsaka framgöngu téðra leigubílsstjóra heldur aðeins skýra hvað býr að baki. „Menn eru að reyna að lifa af. Það er ekkert slegið af þegar skuldbindingarnar eru annars vegar. Þú þarft að borga af þínu. Við fáum ekki ríkisstyrki eins og sumir. Ég er að heyra að menn séu að hafa kannski 10 til 12 þúsund krónur eftir daginn. Og það telst góður dagur,“ segir Einar. Þetta dugar engan veginn fyrir þeim gjöldum sem leigubílsstjórar þurfa að standa skil á. Deyjandi stétt og menn örvæntingafullir „Það er líka oft blásið upp ef leigubílsstjórum verður á í messunni. En menn eru orðnir örvæntingarfullir. Sú er helsta ástæðan fyrir því að menn eru að reyna að ná því sem hægt er að ná.“ Einar segir að sótt sé að stéttinni, sem hann telur augljóslega að sé í útrýmingarhættu, úr öllum áttum. „Skutlararnir eru til dæmis enn mjög öflugir. Þeir eru að hirða haug, seljandi brennivín og dóp útum allt. Svo við tölum bara íslensku. Já, stéttin er að deyja út sem ég tel ekki gott. Þetta er öruggasti ferðamáti sem hugsast getur. Leigubílsstjórar þurfa að sæta ströngum skilyrðum og vera með hreint sakavottorð ef þeir eiga að fá að starfa.“ Samgöngur Lögreglumál Leigubílar Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Menn eru ekkert að ná endum saman. Ástandið er skelfilegt. Leigubílsstjórar eru upp til hópa, að 95 prósentum, vandaðir og faglegir. En það eru auðvitað fávitar þar innan um eins og í öllum atvinnugreinum,“ segir Einar Hafsteinn Árnason formaður Fylkis, sem er félag leigubílsstjóra á Suðurnesjum. Vísir greindi frá því nú um helgina að lögreglan hafi veitt nokkrum leigubílsstjórum tiltal og fjórir voru kærðir fyrir mjög gróf brot. Þeir höfðu sýnt af sér dólgslega hegðun og í eftirlitsmyndavélum má sjá þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. Einn leigubílsstjóri var sagður hafa hrópað ókvæðisorðum að gangandi vegfaranda, sagði honum að „drulla sér í burtu“ og það af göngugötu. Taug leigubílsstjóra þanin Á landinu öllu eru um 580 leigubílsstjórar. Stærsta félagið er Frami sem starfar á höfuðborgarsvæðinu, þar eru um 300 félagar að sögn Einars. Þar svaraði enginn á skrifstofunni í gær þegar Vísir reyndi að ná sambandi við forsvarsmenn Frama til að inna þá eftir þessum nýlegu tíðindum af dólgslegri framgöngu leigubílsstjóra. Í félagi Einars eru hins vegar um 40, sem starfa suður með sjó og í tengslum við flugstöðina. Hann segist því ekki geta tjáð sig beint um þessi tilteknu atvik en hitt sé víst að taugin er þanin til hins ítrasta hjá leigubílsstjórum almennt. „Við bílstjórarnir erum milli kerfa, megnið fær ekki atvinnuleysisbætur. Ég hef verið atvinnulaus í sex mánuði frá því þetta byrjaði. Ég fæ ekki bætur,“ segir Einar en hann hefur ítrekað reynt að fá fund með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að inna hann eftir því hvernig efnhagsþrengingarnar standi gagnvart stéttinni. Allir skráðir leigubílsstjórar þurfa að greiða skatt af 460 þúsund krónum á mánuði burtséð frá innkomu til að halda leyfinu. Og eins og sakir standa eru tekjurnar rýrar í roðinu, víða engar. 12 þúsund krónur telst góður dagur „Menn eru að reyna að ná því litla sem er,“ segir Einar um þetta tiltekna atvik sem greint var frá um helgina. „Þetta eru menn með miklar skuldbindingar og það er ekkert að gera.“ Einar er ekki að reyna að afsaka framgöngu téðra leigubílsstjóra heldur aðeins skýra hvað býr að baki. „Menn eru að reyna að lifa af. Það er ekkert slegið af þegar skuldbindingarnar eru annars vegar. Þú þarft að borga af þínu. Við fáum ekki ríkisstyrki eins og sumir. Ég er að heyra að menn séu að hafa kannski 10 til 12 þúsund krónur eftir daginn. Og það telst góður dagur,“ segir Einar. Þetta dugar engan veginn fyrir þeim gjöldum sem leigubílsstjórar þurfa að standa skil á. Deyjandi stétt og menn örvæntingafullir „Það er líka oft blásið upp ef leigubílsstjórum verður á í messunni. En menn eru orðnir örvæntingarfullir. Sú er helsta ástæðan fyrir því að menn eru að reyna að ná því sem hægt er að ná.“ Einar segir að sótt sé að stéttinni, sem hann telur augljóslega að sé í útrýmingarhættu, úr öllum áttum. „Skutlararnir eru til dæmis enn mjög öflugir. Þeir eru að hirða haug, seljandi brennivín og dóp útum allt. Svo við tölum bara íslensku. Já, stéttin er að deyja út sem ég tel ekki gott. Þetta er öruggasti ferðamáti sem hugsast getur. Leigubílsstjórar þurfa að sæta ströngum skilyrðum og vera með hreint sakavottorð ef þeir eiga að fá að starfa.“
Samgöngur Lögreglumál Leigubílar Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira