Leigubílsstjórar í útrýmingarhættu Jakob Bjarnar skrifar 5. október 2020 12:00 Einar er formaður Fylkis, félags leigubílsstjóra á Suðurnesjum. Hann segir að taug leigubílsstjóra sé almennt þanin og nú er svo komið að stéttin sé í verulegri kreppu. „Menn eru ekkert að ná endum saman. Ástandið er skelfilegt. Leigubílsstjórar eru upp til hópa, að 95 prósentum, vandaðir og faglegir. En það eru auðvitað fávitar þar innan um eins og í öllum atvinnugreinum,“ segir Einar Hafsteinn Árnason formaður Fylkis, sem er félag leigubílsstjóra á Suðurnesjum. Vísir greindi frá því nú um helgina að lögreglan hafi veitt nokkrum leigubílsstjórum tiltal og fjórir voru kærðir fyrir mjög gróf brot. Þeir höfðu sýnt af sér dólgslega hegðun og í eftirlitsmyndavélum má sjá þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. Einn leigubílsstjóri var sagður hafa hrópað ókvæðisorðum að gangandi vegfaranda, sagði honum að „drulla sér í burtu“ og það af göngugötu. Taug leigubílsstjóra þanin Á landinu öllu eru um 580 leigubílsstjórar. Stærsta félagið er Frami sem starfar á höfuðborgarsvæðinu, þar eru um 300 félagar að sögn Einars. Þar svaraði enginn á skrifstofunni í gær þegar Vísir reyndi að ná sambandi við forsvarsmenn Frama til að inna þá eftir þessum nýlegu tíðindum af dólgslegri framgöngu leigubílsstjóra. Í félagi Einars eru hins vegar um 40, sem starfa suður með sjó og í tengslum við flugstöðina. Hann segist því ekki geta tjáð sig beint um þessi tilteknu atvik en hitt sé víst að taugin er þanin til hins ítrasta hjá leigubílsstjórum almennt. „Við bílstjórarnir erum milli kerfa, megnið fær ekki atvinnuleysisbætur. Ég hef verið atvinnulaus í sex mánuði frá því þetta byrjaði. Ég fæ ekki bætur,“ segir Einar en hann hefur ítrekað reynt að fá fund með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að inna hann eftir því hvernig efnhagsþrengingarnar standi gagnvart stéttinni. Allir skráðir leigubílsstjórar þurfa að greiða skatt af 460 þúsund krónum á mánuði burtséð frá innkomu til að halda leyfinu. Og eins og sakir standa eru tekjurnar rýrar í roðinu, víða engar. 12 þúsund krónur telst góður dagur „Menn eru að reyna að ná því litla sem er,“ segir Einar um þetta tiltekna atvik sem greint var frá um helgina. „Þetta eru menn með miklar skuldbindingar og það er ekkert að gera.“ Einar er ekki að reyna að afsaka framgöngu téðra leigubílsstjóra heldur aðeins skýra hvað býr að baki. „Menn eru að reyna að lifa af. Það er ekkert slegið af þegar skuldbindingarnar eru annars vegar. Þú þarft að borga af þínu. Við fáum ekki ríkisstyrki eins og sumir. Ég er að heyra að menn séu að hafa kannski 10 til 12 þúsund krónur eftir daginn. Og það telst góður dagur,“ segir Einar. Þetta dugar engan veginn fyrir þeim gjöldum sem leigubílsstjórar þurfa að standa skil á. Deyjandi stétt og menn örvæntingafullir „Það er líka oft blásið upp ef leigubílsstjórum verður á í messunni. En menn eru orðnir örvæntingarfullir. Sú er helsta ástæðan fyrir því að menn eru að reyna að ná því sem hægt er að ná.“ Einar segir að sótt sé að stéttinni, sem hann telur augljóslega að sé í útrýmingarhættu, úr öllum áttum. „Skutlararnir eru til dæmis enn mjög öflugir. Þeir eru að hirða haug, seljandi brennivín og dóp útum allt. Svo við tölum bara íslensku. Já, stéttin er að deyja út sem ég tel ekki gott. Þetta er öruggasti ferðamáti sem hugsast getur. Leigubílsstjórar þurfa að sæta ströngum skilyrðum og vera með hreint sakavottorð ef þeir eiga að fá að starfa.“ Samgöngur Lögreglumál Leigubílar Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
„Menn eru ekkert að ná endum saman. Ástandið er skelfilegt. Leigubílsstjórar eru upp til hópa, að 95 prósentum, vandaðir og faglegir. En það eru auðvitað fávitar þar innan um eins og í öllum atvinnugreinum,“ segir Einar Hafsteinn Árnason formaður Fylkis, sem er félag leigubílsstjóra á Suðurnesjum. Vísir greindi frá því nú um helgina að lögreglan hafi veitt nokkrum leigubílsstjórum tiltal og fjórir voru kærðir fyrir mjög gróf brot. Þeir höfðu sýnt af sér dólgslega hegðun og í eftirlitsmyndavélum má sjá þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. Einn leigubílsstjóri var sagður hafa hrópað ókvæðisorðum að gangandi vegfaranda, sagði honum að „drulla sér í burtu“ og það af göngugötu. Taug leigubílsstjóra þanin Á landinu öllu eru um 580 leigubílsstjórar. Stærsta félagið er Frami sem starfar á höfuðborgarsvæðinu, þar eru um 300 félagar að sögn Einars. Þar svaraði enginn á skrifstofunni í gær þegar Vísir reyndi að ná sambandi við forsvarsmenn Frama til að inna þá eftir þessum nýlegu tíðindum af dólgslegri framgöngu leigubílsstjóra. Í félagi Einars eru hins vegar um 40, sem starfa suður með sjó og í tengslum við flugstöðina. Hann segist því ekki geta tjáð sig beint um þessi tilteknu atvik en hitt sé víst að taugin er þanin til hins ítrasta hjá leigubílsstjórum almennt. „Við bílstjórarnir erum milli kerfa, megnið fær ekki atvinnuleysisbætur. Ég hef verið atvinnulaus í sex mánuði frá því þetta byrjaði. Ég fæ ekki bætur,“ segir Einar en hann hefur ítrekað reynt að fá fund með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að inna hann eftir því hvernig efnhagsþrengingarnar standi gagnvart stéttinni. Allir skráðir leigubílsstjórar þurfa að greiða skatt af 460 þúsund krónum á mánuði burtséð frá innkomu til að halda leyfinu. Og eins og sakir standa eru tekjurnar rýrar í roðinu, víða engar. 12 þúsund krónur telst góður dagur „Menn eru að reyna að ná því litla sem er,“ segir Einar um þetta tiltekna atvik sem greint var frá um helgina. „Þetta eru menn með miklar skuldbindingar og það er ekkert að gera.“ Einar er ekki að reyna að afsaka framgöngu téðra leigubílsstjóra heldur aðeins skýra hvað býr að baki. „Menn eru að reyna að lifa af. Það er ekkert slegið af þegar skuldbindingarnar eru annars vegar. Þú þarft að borga af þínu. Við fáum ekki ríkisstyrki eins og sumir. Ég er að heyra að menn séu að hafa kannski 10 til 12 þúsund krónur eftir daginn. Og það telst góður dagur,“ segir Einar. Þetta dugar engan veginn fyrir þeim gjöldum sem leigubílsstjórar þurfa að standa skil á. Deyjandi stétt og menn örvæntingafullir „Það er líka oft blásið upp ef leigubílsstjórum verður á í messunni. En menn eru orðnir örvæntingarfullir. Sú er helsta ástæðan fyrir því að menn eru að reyna að ná því sem hægt er að ná.“ Einar segir að sótt sé að stéttinni, sem hann telur augljóslega að sé í útrýmingarhættu, úr öllum áttum. „Skutlararnir eru til dæmis enn mjög öflugir. Þeir eru að hirða haug, seljandi brennivín og dóp útum allt. Svo við tölum bara íslensku. Já, stéttin er að deyja út sem ég tel ekki gott. Þetta er öruggasti ferðamáti sem hugsast getur. Leigubílsstjórar þurfa að sæta ströngum skilyrðum og vera með hreint sakavottorð ef þeir eiga að fá að starfa.“
Samgöngur Lögreglumál Leigubílar Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira