Nýjar niðurstöður bóluefnisrannsóknar sagðar marka þáttaskil Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 13:03 Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu efna sem eru á lokastigi prófana. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer, sem unnið hefur að þróun bóluefnis við kórónuveirunni ásamt þýska lyfjafyrirtækinu BioNTech, segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að bóluefnið veiti vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika. Þetta tilkynnti Pfizer í dag. Erlendir fjölmiðlar segja niðurstöðurnar fram úr vonum sérfræðinga. Bóluefni Pfizer og BioNTech hefur verið prófað á um 43.500 manns í sex löndum, að því er fram kemur í frétt BBC, og er eitt rétt rúmlega tíu bóluefna sem eru á þriðja og lokastigi prófana. Engar niðurstöður tilrauna á umræddum bóluefnum hafa verið birtar fyrr en nú. Þess ber þó að geta að um bráðabirgðaniðurstöður er að ræða. Bóluefnið er gefið í tveimur skömmtum með þriggja vikna millibili. Samkvæmt umræddum niðurstöðum veitti efnið vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika, sjö dögum eftir seinni skammtinn. Forsvarsmenn Pfizer og BioNTech hafa lýst niðurstöðunum sem „þáttaskilum“ í baráttunni við kórónuveiruna. „Við erum talsvert nær því að veita fólki víðsvegar um heiminn mikilvægt framfaraskref í baráttunni við þennan alheimsfaraldur,“ er haft eftir Dr. Albert Bourla, stjórnarformanni Pfizer, í frétt BBC. Framlínufólk gæti fengið bólusetningu í lok árs Fyrirtækin gera ráð fyrir að sækja um svokallað neyðarleyfi fyrir bóluefninu hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) í lok þessa mánaðar. FDA hefur gefið út að slíkt leyfi verði ekki gefið nema bóluefni hafi verið prófað á a.m.k. 30 þúsund manns og að þar á meðal skuli vera fólk úr áhættuhópum. Hljóti bóluefnið brautargengi gæti framlínufólk byrjað að fá skammta áður en árið er úti, að því er segir í frétt Guardian. Heilbrigðisyfirvöld á heimsvísu hafa beðið fólk að stilla væntingum vegna bóluefnis í hóf. Flestir hafa jafnframt verið á því hingað til að bóluefni komi ekki á markað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur til að mynda beðið fólk „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. Hann benti jafnframt á það í september að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi sagt að bóluefni sé hvorki „svarið né lausnin“ við faraldrinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bandaríkin Tengdar fréttir Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06 Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22 Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer, sem unnið hefur að þróun bóluefnis við kórónuveirunni ásamt þýska lyfjafyrirtækinu BioNTech, segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að bóluefnið veiti vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika. Þetta tilkynnti Pfizer í dag. Erlendir fjölmiðlar segja niðurstöðurnar fram úr vonum sérfræðinga. Bóluefni Pfizer og BioNTech hefur verið prófað á um 43.500 manns í sex löndum, að því er fram kemur í frétt BBC, og er eitt rétt rúmlega tíu bóluefna sem eru á þriðja og lokastigi prófana. Engar niðurstöður tilrauna á umræddum bóluefnum hafa verið birtar fyrr en nú. Þess ber þó að geta að um bráðabirgðaniðurstöður er að ræða. Bóluefnið er gefið í tveimur skömmtum með þriggja vikna millibili. Samkvæmt umræddum niðurstöðum veitti efnið vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika, sjö dögum eftir seinni skammtinn. Forsvarsmenn Pfizer og BioNTech hafa lýst niðurstöðunum sem „þáttaskilum“ í baráttunni við kórónuveiruna. „Við erum talsvert nær því að veita fólki víðsvegar um heiminn mikilvægt framfaraskref í baráttunni við þennan alheimsfaraldur,“ er haft eftir Dr. Albert Bourla, stjórnarformanni Pfizer, í frétt BBC. Framlínufólk gæti fengið bólusetningu í lok árs Fyrirtækin gera ráð fyrir að sækja um svokallað neyðarleyfi fyrir bóluefninu hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) í lok þessa mánaðar. FDA hefur gefið út að slíkt leyfi verði ekki gefið nema bóluefni hafi verið prófað á a.m.k. 30 þúsund manns og að þar á meðal skuli vera fólk úr áhættuhópum. Hljóti bóluefnið brautargengi gæti framlínufólk byrjað að fá skammta áður en árið er úti, að því er segir í frétt Guardian. Heilbrigðisyfirvöld á heimsvísu hafa beðið fólk að stilla væntingum vegna bóluefnis í hóf. Flestir hafa jafnframt verið á því hingað til að bóluefni komi ekki á markað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur til að mynda beðið fólk „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. Hann benti jafnframt á það í september að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi sagt að bóluefni sé hvorki „svarið né lausnin“ við faraldrinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bandaríkin Tengdar fréttir Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06 Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22 Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06
Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22
Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27