Loka stórum hluta Kastrup-flugvallar Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2020 08:20 24 brottfararhliðum verður lokað frá og með 25. nóvember. Getty Líkt og á nær öllum flugvöllum heims hefur flugumferð á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn dregist verulega saman á tímum heimsfaraldursins. Stjórnendur flugvallarins hafa nú tilkynnt að stórt svæði, um 40 prósent flugstöðvasvæðisins, verði lokað tímabundið. Í tilkynningu frá flugvellinum kemur fram að með því að loka svæðunum verði hægt að spara umtalsverðar fjárhæðir, meðal annars vegna minni rafmagnsnotkunar, viðhalds og hreingerninga. Ákvörðunin felur í sér að frá og með 25. nóvember næstkomandi verði 24 brottfararhliðum skellt tímabundið í lás. „Sérhver króna sem hægt er að spara skiptir sköpum á tímum þar sem flugvöllurinn hefur misst nokkurn veginn allar tekjur sínar, segir Christian Poulsen, rekstrarstjóri á Kastrup. Lokunin nær til svæða í Flugstöð 2 á Kastrup-flugvelli.Kastrup Lokunin mun gilda að minnsta kosti til ársins 2021, svo fremi sem farþegafjöldinn sem fer um völlinn aukist verulega á næstu vikum. Í síðustu viku var greint frá því að lokað hafi verið á áætlunarflug til og frá vellinum milli miðnættis og sex á morgnana. Fyrir heimsfaraldurinn fóru um 83 þúsund farþegar um Kastrup daglega, en nú stendur fjöldinn í um 5.600 að meðaltali á dag. Fréttir af flugi Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Líkt og á nær öllum flugvöllum heims hefur flugumferð á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn dregist verulega saman á tímum heimsfaraldursins. Stjórnendur flugvallarins hafa nú tilkynnt að stórt svæði, um 40 prósent flugstöðvasvæðisins, verði lokað tímabundið. Í tilkynningu frá flugvellinum kemur fram að með því að loka svæðunum verði hægt að spara umtalsverðar fjárhæðir, meðal annars vegna minni rafmagnsnotkunar, viðhalds og hreingerninga. Ákvörðunin felur í sér að frá og með 25. nóvember næstkomandi verði 24 brottfararhliðum skellt tímabundið í lás. „Sérhver króna sem hægt er að spara skiptir sköpum á tímum þar sem flugvöllurinn hefur misst nokkurn veginn allar tekjur sínar, segir Christian Poulsen, rekstrarstjóri á Kastrup. Lokunin nær til svæða í Flugstöð 2 á Kastrup-flugvelli.Kastrup Lokunin mun gilda að minnsta kosti til ársins 2021, svo fremi sem farþegafjöldinn sem fer um völlinn aukist verulega á næstu vikum. Í síðustu viku var greint frá því að lokað hafi verið á áætlunarflug til og frá vellinum milli miðnættis og sex á morgnana. Fyrir heimsfaraldurinn fóru um 83 þúsund farþegar um Kastrup daglega, en nú stendur fjöldinn í um 5.600 að meðaltali á dag.
Fréttir af flugi Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira