244 grásleppusjómenn vilja setja tegundina í kvóta Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2020 14:00 Þeir Ólafur Örn Ásmundsson, Stefán Guðmundsson og Einar Sigurðsson afhentu sjávarútvergsráðherrra undirskriftarlistann í morgun. Vísir/Egill Grásleppusjómenn afhentu sjávarútvegsráðherra stuðningsyfirlýsingu í morgun við frumvarp hans um kvótasetningu grásleppuveiða. Ríflega helmingur leyfishafa grásleppuveiða skrifaði undir. Ráðherrann segir að þetta sýni þörfina á að breyta veiðistjórnun tegundarinnar. 64 sendu inn umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda um frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu á grásleppu og fleiri tegundum en umsagnarfrestur rann út um miðjan september. Þar komu fram afar skiptar skoðanir um málið. Nokkrir grásleppusjómenn tóku sig saman og leituð eftir undirskriftum við stuðning við frumvarpið frá leyfishöfum grásleppuveiða og söfnuðu 244 undirskriftum eða 54% af þeim sem halda á leyfunum. Þeir skiluðu sjávarútvegsráðherra stuðningsyfirlýsingunni í dag. Stefán Guðmundsson grásleppusjómaður á Húsavík er einn forsvarsmanna stuðningsyfirlýsingarinnar. „Það er algjörlega augljóst að menn eru fylgjandi þannig stýringu í dag. Ekki síst eftir útreiðina á síðustu vertíð þar sem var klippt var á vertíðina til að ráðherra gæti farið að ráðgjöf Hafró í heildarmagni veiða,“ segir Stefán. Ef frumvarpið yrði að lögum væri slíkt úr sögunni. „Menn sjá það að veiðimenn hafi jafnvel 3 mánaða glugga og geti farið að veiða þegar þeim hentar miðað við veður og aðstæður. Og geti þá sótt það magn sem hverjum og einum er þá heimilt að sækja,“ segir hann. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir stuðninginn sýna þörf á breytingu á núverandi fyrirkomulagi. „Mér finnst líklegt í ljósi þess sterka vilja sem þarna kemur fram að fólk sjái þörfina á að breyta veiðistjórnun á grásleppu, sæbjúgum og ígulkerum sem frumvarpið fjallar um,“ segir hann. Fiskur Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákvörðun um stöðvun grásleppuveiða byggi ekki á vísindalegum grunni Formaður atvinnuveganefndar telur að ákvörðunin byggi ekki á nægilega vísindalegum grunni og hvetur ráðherra til að endurskoða. 6. maí 2020 20:30 Sjávarútvegsráðherra vill setja grásleppu í kvóta og telur meirihluta smábátaeigenda sammála Sjávarútvegsráðherra vill að grásleppa verði sett í kvóta og telur að smábátaeigendur séu sammála. Honum beri að fara að ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar og því hafi hann stöðvað grásleppuveiðar á miðnætti. Kannað verði með Fiskistofu hver staða þeirra sé sem þurftu að sækja afla og veiðafæri í dag. 3. maí 2020 18:52 Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. 2. maí 2020 19:59 Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
64 sendu inn umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda um frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu á grásleppu og fleiri tegundum en umsagnarfrestur rann út um miðjan september. Þar komu fram afar skiptar skoðanir um málið. Nokkrir grásleppusjómenn tóku sig saman og leituð eftir undirskriftum við stuðning við frumvarpið frá leyfishöfum grásleppuveiða og söfnuðu 244 undirskriftum eða 54% af þeim sem halda á leyfunum. Þeir skiluðu sjávarútvegsráðherra stuðningsyfirlýsingunni í dag. Stefán Guðmundsson grásleppusjómaður á Húsavík er einn forsvarsmanna stuðningsyfirlýsingarinnar. „Það er algjörlega augljóst að menn eru fylgjandi þannig stýringu í dag. Ekki síst eftir útreiðina á síðustu vertíð þar sem var klippt var á vertíðina til að ráðherra gæti farið að ráðgjöf Hafró í heildarmagni veiða,“ segir Stefán. Ef frumvarpið yrði að lögum væri slíkt úr sögunni. „Menn sjá það að veiðimenn hafi jafnvel 3 mánaða glugga og geti farið að veiða þegar þeim hentar miðað við veður og aðstæður. Og geti þá sótt það magn sem hverjum og einum er þá heimilt að sækja,“ segir hann. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir stuðninginn sýna þörf á breytingu á núverandi fyrirkomulagi. „Mér finnst líklegt í ljósi þess sterka vilja sem þarna kemur fram að fólk sjái þörfina á að breyta veiðistjórnun á grásleppu, sæbjúgum og ígulkerum sem frumvarpið fjallar um,“ segir hann.
Fiskur Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákvörðun um stöðvun grásleppuveiða byggi ekki á vísindalegum grunni Formaður atvinnuveganefndar telur að ákvörðunin byggi ekki á nægilega vísindalegum grunni og hvetur ráðherra til að endurskoða. 6. maí 2020 20:30 Sjávarútvegsráðherra vill setja grásleppu í kvóta og telur meirihluta smábátaeigenda sammála Sjávarútvegsráðherra vill að grásleppa verði sett í kvóta og telur að smábátaeigendur séu sammála. Honum beri að fara að ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar og því hafi hann stöðvað grásleppuveiðar á miðnætti. Kannað verði með Fiskistofu hver staða þeirra sé sem þurftu að sækja afla og veiðafæri í dag. 3. maí 2020 18:52 Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. 2. maí 2020 19:59 Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ákvörðun um stöðvun grásleppuveiða byggi ekki á vísindalegum grunni Formaður atvinnuveganefndar telur að ákvörðunin byggi ekki á nægilega vísindalegum grunni og hvetur ráðherra til að endurskoða. 6. maí 2020 20:30
Sjávarútvegsráðherra vill setja grásleppu í kvóta og telur meirihluta smábátaeigenda sammála Sjávarútvegsráðherra vill að grásleppa verði sett í kvóta og telur að smábátaeigendur séu sammála. Honum beri að fara að ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar og því hafi hann stöðvað grásleppuveiðar á miðnætti. Kannað verði með Fiskistofu hver staða þeirra sé sem þurftu að sækja afla og veiðafæri í dag. 3. maí 2020 18:52
Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06
Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. 2. maí 2020 19:59
Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15