Fræðsla lögreglumanna um hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir og Soffía Waag Árnadóttir skrifa 9. desember 2020 15:01 Tjáning fordóma, hvort sem er í orði eða í verki, er vaxandi áhyggjuefni í heiminum í dag. Í framkvæmdaáætlun Sameinuðu Þjóðanna um aðgerðir gegn haturstjáningu frá 2019 er lýst yfir áhyggjum af mikilli aukningu á útlendingahatri, kynþáttahyggju og umburðarleysi, meðal annars gegn gyðingum, múslimum og kristnum. Þar er jafnframt bent á að öfgaöfl, sem beina sér gegn minnihlutahópum, sé vaxandi ógn og þar sé samfélagsmiðlum beitt markvisst. Því fylgir að alþjóðavæðing haturs nær ekki síður til Íslands. Hatursglæpir eru ekki nýr vandi í augum lögreglu og hefur lögregla flestra Evrópulanda beitt sér af afli gegn hatursglæpum á undanförnum árum og sett kraft í rannsókn þeirra og saksókn. Hérlendis hafa áhyggjur að aukningu hatursglæpa einnig verið til staðar og árið 2016 gerði dómsmálaráðuneytið með sér samning við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) um að lögreglumenn hérlendis yrðu þjálfaðir í að rannsaka hatursglæpi. Lögð var áherslu á að öll embætti sendu lögreglumenn á námskeiðið svo innan allra embætta væri til staðar þekking á hatursglæpum. Í upphafi árs 2017 sóttu átta lögreglumenn leiðbeinandenda námskeið hér á landi á vegum ÖSE. Þar fyrir utan stóð Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu (MSL), í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Eyrúnu Eyþórsdóttur og Háskólann á Akureyri fyrir þremur námskeiðum um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi sem lauki á námskeiði í Póllandi, sem að hluta til fór fram innan girðinga Auschwitz-Birkenau. Á því námskeiði sáu þátttakendur með eigin augum hverjar afleiðingar haturs getur orðið. Hátt í 80 lögreglumenn hlutu þessa þjálfun, sem er yfir 10% allra starfandi lögreglumanna á þeim tíma. Þá er jafnframt sérstaklega fjallað um menntun lögreglumanna um hatursglæpi í nýjustu löggæsluáætluninni. Hér má bæta við að frá því að lögreglunám fór á háskólastig hefur verið lögð áhersla innan Háskólans á Akureyri að fræða lögreglunema um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi í skyldunámskeiði. Jafnframt hefur þegar verið búið til námskeið um hatursglæpi sem býður eftir að komast á dagskrá. Þessa dagana eru 17 starfandi lögreglumenn um land allt, á námskeiði um aðkomu lögreglu að hatursglæpum á vegum Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar (MSL) undir leiðsögn Eyrúnar Eyþórsdóttur. Á námskeiðinu fá lögreglumennirnir ítarlega fræðslu um fjölbreytileika hérlendis, fordóma og ýmsar birtingarmyndir þess, skilgreiningar á hatursglæpum, haturstjáningu, mismunun og þjálfun í því að bera kennsla á, og rannsaka hatursglæpi. Þátttakendur fá jafnframt þjálfun, í að miðla áfram þekkingu sinni til samstarfsfélaga, sem útbúin hefur verið af Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu ÖSE. Fyrirhugað er að festa betur í sessi hatursglæpa fræðslu innan framhaldsmenntunar lögreglumanna og aðra þætti sem snúa að starfi lögreglu í fjölbreyttu samfélagi. Í því tilliti er hvoru tveggja mikilvægt; þekking á rannsókn hatursglæpa og öflugt forvarnastarf. Umhverfi okkar breytist á ógnarhraða og samhliða því breytist vinnuumhverfi lögreglumanna. Lögreglan þarf að spegla samfélag sitt og hluti af því er almennur skilningur innan réttarvörslukerfisins um að brýnt er að taka á hatursglæpum með öllum mögulegum leiðum. Slíkt starf lögreglu stuðlar að öryggi í samfélaginu fyrir alla þegna þess, sama hvaða þjóðernislega bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, kynvitund, kynhneigð, líkamsbyggingu, kyn, aldur eða fötlun, landsmenn hafa. Það er því allra hagur að tekið sé á málaflokknum með þekkingu og festu. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum Háskólans á Akureyri og Soffía Waag Árnadóttir, Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Skóla - og menntamál Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tjáning fordóma, hvort sem er í orði eða í verki, er vaxandi áhyggjuefni í heiminum í dag. Í framkvæmdaáætlun Sameinuðu Þjóðanna um aðgerðir gegn haturstjáningu frá 2019 er lýst yfir áhyggjum af mikilli aukningu á útlendingahatri, kynþáttahyggju og umburðarleysi, meðal annars gegn gyðingum, múslimum og kristnum. Þar er jafnframt bent á að öfgaöfl, sem beina sér gegn minnihlutahópum, sé vaxandi ógn og þar sé samfélagsmiðlum beitt markvisst. Því fylgir að alþjóðavæðing haturs nær ekki síður til Íslands. Hatursglæpir eru ekki nýr vandi í augum lögreglu og hefur lögregla flestra Evrópulanda beitt sér af afli gegn hatursglæpum á undanförnum árum og sett kraft í rannsókn þeirra og saksókn. Hérlendis hafa áhyggjur að aukningu hatursglæpa einnig verið til staðar og árið 2016 gerði dómsmálaráðuneytið með sér samning við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) um að lögreglumenn hérlendis yrðu þjálfaðir í að rannsaka hatursglæpi. Lögð var áherslu á að öll embætti sendu lögreglumenn á námskeiðið svo innan allra embætta væri til staðar þekking á hatursglæpum. Í upphafi árs 2017 sóttu átta lögreglumenn leiðbeinandenda námskeið hér á landi á vegum ÖSE. Þar fyrir utan stóð Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu (MSL), í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Eyrúnu Eyþórsdóttur og Háskólann á Akureyri fyrir þremur námskeiðum um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi sem lauki á námskeiði í Póllandi, sem að hluta til fór fram innan girðinga Auschwitz-Birkenau. Á því námskeiði sáu þátttakendur með eigin augum hverjar afleiðingar haturs getur orðið. Hátt í 80 lögreglumenn hlutu þessa þjálfun, sem er yfir 10% allra starfandi lögreglumanna á þeim tíma. Þá er jafnframt sérstaklega fjallað um menntun lögreglumanna um hatursglæpi í nýjustu löggæsluáætluninni. Hér má bæta við að frá því að lögreglunám fór á háskólastig hefur verið lögð áhersla innan Háskólans á Akureyri að fræða lögreglunema um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi í skyldunámskeiði. Jafnframt hefur þegar verið búið til námskeið um hatursglæpi sem býður eftir að komast á dagskrá. Þessa dagana eru 17 starfandi lögreglumenn um land allt, á námskeiði um aðkomu lögreglu að hatursglæpum á vegum Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar (MSL) undir leiðsögn Eyrúnar Eyþórsdóttur. Á námskeiðinu fá lögreglumennirnir ítarlega fræðslu um fjölbreytileika hérlendis, fordóma og ýmsar birtingarmyndir þess, skilgreiningar á hatursglæpum, haturstjáningu, mismunun og þjálfun í því að bera kennsla á, og rannsaka hatursglæpi. Þátttakendur fá jafnframt þjálfun, í að miðla áfram þekkingu sinni til samstarfsfélaga, sem útbúin hefur verið af Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu ÖSE. Fyrirhugað er að festa betur í sessi hatursglæpa fræðslu innan framhaldsmenntunar lögreglumanna og aðra þætti sem snúa að starfi lögreglu í fjölbreyttu samfélagi. Í því tilliti er hvoru tveggja mikilvægt; þekking á rannsókn hatursglæpa og öflugt forvarnastarf. Umhverfi okkar breytist á ógnarhraða og samhliða því breytist vinnuumhverfi lögreglumanna. Lögreglan þarf að spegla samfélag sitt og hluti af því er almennur skilningur innan réttarvörslukerfisins um að brýnt er að taka á hatursglæpum með öllum mögulegum leiðum. Slíkt starf lögreglu stuðlar að öryggi í samfélaginu fyrir alla þegna þess, sama hvaða þjóðernislega bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, kynvitund, kynhneigð, líkamsbyggingu, kyn, aldur eða fötlun, landsmenn hafa. Það er því allra hagur að tekið sé á málaflokknum með þekkingu og festu. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum Háskólans á Akureyri og Soffía Waag Árnadóttir, Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar