Falsvon Leifur Finnbogason skrifar 25. desember 2020 18:01 Á liðnu ári hafa margir átt um sárt að binda. Efnahagsþrengingar í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar komu illa við marga. Samkomutakmarkanir komu sömuleiðis illa við marga. Það er erfitt að geta ekki hitt sína nánustu í lengri tíma, en fólk lagði það á sig, enda var það til þess gert að vernda viðkomandi. Erfiðast við samkomutakmarkanir var þó eflaust að takmarka þurfti fjölda fólks í jarðarförum. Það er erfitt að vera sá sem þarf að velja og hafna hver fær að fylgja ástvinum til grafar. Það er erfitt að þurfa að fylgjast með jarðarförum í gegnum internetið. Þetta fer gegn félagsvild mannkynsins. En þetta gerðum við. Við reyndum að standa saman. Nú í haust hefur nokkrum blautum tuskum verið kastað í andlit okkar. Við vitum að það er stöku fólk á vappi sem telur sig yfir grímunotkun og félagsforðun hafið. Við höfum eflaust mörg rekið okkur á einhvern sem er í trássi við sóttvarnarreglur af einskærri sjálfselsku og hugsað til þeirra fórna sem við höfum fært. Nú um jólin læddust vonbrigði yfir jólahald margra þegar fréttir bárust af ráðherra sem var í trássi við sóttvarnarreglur, að því virðist af einskærri sjálfselsku. Viðkomandi ráðherra baðst afsökunar og saumaði saman sögu um að allt hafi þetta verið eintómt úps, þó öllu líklegra sé að ráðherra hafi haft fulla vitneskju um hvað hann var að gera, og eflaust hefur hann reynt að tala um fyrir lögreglunni þegar hún mætti. Hvað annað rak lögregluna til að skrifa jafnítarlega dagbókarfærslu í dagbók sem venjulega er óskaplega þurr lestur? Traust margra á sóttvarnaraðgerðum er brostið, enda augljóst að engir eftirmálar verða vegna sjálfselsku ráðherra. Veiran er viðvarandi í samfélaginu og við losnum ekki við hana á meðan álíka viðburðir fá að grassera undir yfirborðinu, verndaðir af ráðherra ríkisstjórnar Íslands. Framtíðarskipuleggjendur viðburða munu enda vísa í úps ráðherra til að afsaka framtíðarsamkomur. Það er ekki nema von að við spyrjum okkur til hvers við séum að þessu. Erum við að fórna samskiptum við okkar nánustu svo ráðherra geti djammað með vinum sínum? Það er enginn ábyrgðarkúltúr í íslensku samfélagi. Það er svo sem ekki fréttnæmt hérlendis. En í alþjóðasamhengi er einstaklega skrýtið að svona mál komi upp án þess að ráðherra segi af sér. Í Tékklandi sagði heilbrigðisráðherra af sér fyrir að hafa verið grímulaus. Á Íslandi segir enginn af sér, enda eru stjórnmálamenn hér spilltari en í Tékklandi, þó hér ríki falsvon um annað. Höfundur er vonsvikinn borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á liðnu ári hafa margir átt um sárt að binda. Efnahagsþrengingar í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar komu illa við marga. Samkomutakmarkanir komu sömuleiðis illa við marga. Það er erfitt að geta ekki hitt sína nánustu í lengri tíma, en fólk lagði það á sig, enda var það til þess gert að vernda viðkomandi. Erfiðast við samkomutakmarkanir var þó eflaust að takmarka þurfti fjölda fólks í jarðarförum. Það er erfitt að vera sá sem þarf að velja og hafna hver fær að fylgja ástvinum til grafar. Það er erfitt að þurfa að fylgjast með jarðarförum í gegnum internetið. Þetta fer gegn félagsvild mannkynsins. En þetta gerðum við. Við reyndum að standa saman. Nú í haust hefur nokkrum blautum tuskum verið kastað í andlit okkar. Við vitum að það er stöku fólk á vappi sem telur sig yfir grímunotkun og félagsforðun hafið. Við höfum eflaust mörg rekið okkur á einhvern sem er í trássi við sóttvarnarreglur af einskærri sjálfselsku og hugsað til þeirra fórna sem við höfum fært. Nú um jólin læddust vonbrigði yfir jólahald margra þegar fréttir bárust af ráðherra sem var í trássi við sóttvarnarreglur, að því virðist af einskærri sjálfselsku. Viðkomandi ráðherra baðst afsökunar og saumaði saman sögu um að allt hafi þetta verið eintómt úps, þó öllu líklegra sé að ráðherra hafi haft fulla vitneskju um hvað hann var að gera, og eflaust hefur hann reynt að tala um fyrir lögreglunni þegar hún mætti. Hvað annað rak lögregluna til að skrifa jafnítarlega dagbókarfærslu í dagbók sem venjulega er óskaplega þurr lestur? Traust margra á sóttvarnaraðgerðum er brostið, enda augljóst að engir eftirmálar verða vegna sjálfselsku ráðherra. Veiran er viðvarandi í samfélaginu og við losnum ekki við hana á meðan álíka viðburðir fá að grassera undir yfirborðinu, verndaðir af ráðherra ríkisstjórnar Íslands. Framtíðarskipuleggjendur viðburða munu enda vísa í úps ráðherra til að afsaka framtíðarsamkomur. Það er ekki nema von að við spyrjum okkur til hvers við séum að þessu. Erum við að fórna samskiptum við okkar nánustu svo ráðherra geti djammað með vinum sínum? Það er enginn ábyrgðarkúltúr í íslensku samfélagi. Það er svo sem ekki fréttnæmt hérlendis. En í alþjóðasamhengi er einstaklega skrýtið að svona mál komi upp án þess að ráðherra segi af sér. Í Tékklandi sagði heilbrigðisráðherra af sér fyrir að hafa verið grímulaus. Á Íslandi segir enginn af sér, enda eru stjórnmálamenn hér spilltari en í Tékklandi, þó hér ríki falsvon um annað. Höfundur er vonsvikinn borgari.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun