Kirkja Sigmundar Davíðs Bjarni Karlsson skrifar 28. desember 2020 08:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði áhugaverða grein í enska miðilinn The Spectator nýlega sem hlotið hefur nokkra umfjöllun. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af kirkju og kristni hér á landi sem á vesturlöndum. Hann snýr gagnrýni sinni að leiðtogum kirkjustofnana sem vilji sættast við tíðarandann með fylgispekt við róttækar hreyfingar umhverfis- og mannréttindasinna. Frekar en að standa í fæturna og boða hefðbundin gildi sé nú Greta Thunberg jafnvel oftar nefnd á nafn í ræðum sumra presta en Jesús sjálfur. Sigmundur aðvarar kirkjuna; ætli hún að hoppa upp á vinsældarvagna tíðarandans muni henni mistakast hrapalega. Í því sambandi rifjar hann upp hvernig kristnin hafi mótað söguna á öldum áður fremur en að lúta straumum samtímans. Hann nefnir forystu kirkjunnar í mennta- og velferðarmálum á liðnum öldum, aðild kristinna leiðtoga að afnámi þrælahalds og andóf þeirra gegn kynþáttahyggju. Þá rifjar hann upp framgöngu kristinnar kirkju í Póllandi og Austur-Þýskalandi sem ekki beygði sig fyrir hinu kommúníska valdi á dögum múrsins. Í þessu ljósi hvetur hann til þess að kristin kirkja leiti nú róta sinna. Frekar en að endurhanna sig í ljósi vinsælda skuli hún endurvinna raunverulega sjálfsmynd sína og hætta að biðjast afsökunar á sjálfri sér með átakanlegum æfingum líkt og sjá mátti þegar íslenska Þjóðkirkjan telfldi fram trans-Jesú umliðið haust. Engum þarf að leiðast að lesa skrif Sigmundar Davíðs og ég er viss um að velvild hans í garð kristni og kirkju er heil af hans hálfu. Það breytir þó ekki því að hann er svo einarður nýtingarsinni að kristin kirkja er þar ekki undan skilin frekar en náttúran sjálf. Kemur afstaða hans skýrt fram í því að hann telur daður kirkjunnar við náttúruverndarhreyfingar óþarfar þar eð kristin trúarhugsun tileinki manninum þá sérstöðu í náttúrunni að hann hafi umboð til að nota umhverfið og vernda sjálfum sér til handa. Um leið og mér hlýnar sem kirkjunnar manni við velvilja Sigmundar Davíðs þá verð ég að andmæla því áliti hans að náttúran sé handa mannkyninu samkvæmt kristinni trú. Hvort heldur horft er til Lútherska heimssambandsins, páfagarðs eða hvert annað í litrófi kristninnar þá er nú víðast viðtekin sú afstaða að maðurinn sé þátttakandi í vistkerfinu en ekki eigandi þess og að sérstaða hans felist einkum í getu hans til að vera ábyrgur í þágu heildarinnar. Opinber hnattræn orðræða, veraldleg jafnt sem trúarleg, hefur færst frá mannmiðlægni til lífmiðlægni síðustu áratugi. Það gerðist ekki óvart. Sigmundur Davíð lyftir fram samleið kristinnar kirkju og vestrænnar menningar og nefnir kristni og verstræn gildi hiklaust í sama orði. Það er raunhæft. Einmitt á þeim forsendum vil ég, vegna ástar minnar á Jesú og kirkju hans, endurskoða kirkjuna af sömu óvægnu ákefð og við hljótum nú að endurskoða vestrænan nútíma. Hvernig gat það gerst að kristin kirkja yrði meðhöfundur að því menningarástandi sem við köllum nútíma? Menningarástandi sem einkennist af öfgafullri mannmiðlægni og einstaklingshyggju, gengur þvert á grunngildi kristinnar trúar og stendur nú gjaldþrota í svimandi vistkerfisskuld sem enginn veit hvernig greiða skal en öll óttast hvar muni lenda. Já, kæri Sigmundur Davíð, andstæðingum kirkjunnar hættir til að gleyma þeim fræjum mildi, mannúðar og mennta sem kristnin vissulega hefur sáð um aldir. En við sem trúum á Jesú verðum jafnframt að horfast í augu við afglöp kirkjunnar í sögunni. Líklega rís þar hæst þrjúhundruðára bandalag hennar við hagkerfi og ríkisvald í vestrænum nútíma þar sem hinum náttúrulega heimi var vikið til hliðar og hann skilgreindur sem hráefni en maðurinn skilgreindur eigandi og einyrki. Tillögur Sigmundar Davíðs til kirkjunnar í nefndri grein eru sannarlega áhugaverðar og ekki unnt að reifa þær hér, nema að því leyti að hann biður um samtal á forsendum lýðræðis. Það tek ég undir. Að öðru leyti virðast mér tillögur hans allar vera um það að kirkjan komi aftur „heim“ til liðs við ríkisvald og hagkerfi með því að hún láti af þátttöku sinni í gagnrýninni og greinandi þjóðfélagsumræðu. Það getur hún ekki í Jesú nafni. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði áhugaverða grein í enska miðilinn The Spectator nýlega sem hlotið hefur nokkra umfjöllun. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af kirkju og kristni hér á landi sem á vesturlöndum. Hann snýr gagnrýni sinni að leiðtogum kirkjustofnana sem vilji sættast við tíðarandann með fylgispekt við róttækar hreyfingar umhverfis- og mannréttindasinna. Frekar en að standa í fæturna og boða hefðbundin gildi sé nú Greta Thunberg jafnvel oftar nefnd á nafn í ræðum sumra presta en Jesús sjálfur. Sigmundur aðvarar kirkjuna; ætli hún að hoppa upp á vinsældarvagna tíðarandans muni henni mistakast hrapalega. Í því sambandi rifjar hann upp hvernig kristnin hafi mótað söguna á öldum áður fremur en að lúta straumum samtímans. Hann nefnir forystu kirkjunnar í mennta- og velferðarmálum á liðnum öldum, aðild kristinna leiðtoga að afnámi þrælahalds og andóf þeirra gegn kynþáttahyggju. Þá rifjar hann upp framgöngu kristinnar kirkju í Póllandi og Austur-Þýskalandi sem ekki beygði sig fyrir hinu kommúníska valdi á dögum múrsins. Í þessu ljósi hvetur hann til þess að kristin kirkja leiti nú róta sinna. Frekar en að endurhanna sig í ljósi vinsælda skuli hún endurvinna raunverulega sjálfsmynd sína og hætta að biðjast afsökunar á sjálfri sér með átakanlegum æfingum líkt og sjá mátti þegar íslenska Þjóðkirkjan telfldi fram trans-Jesú umliðið haust. Engum þarf að leiðast að lesa skrif Sigmundar Davíðs og ég er viss um að velvild hans í garð kristni og kirkju er heil af hans hálfu. Það breytir þó ekki því að hann er svo einarður nýtingarsinni að kristin kirkja er þar ekki undan skilin frekar en náttúran sjálf. Kemur afstaða hans skýrt fram í því að hann telur daður kirkjunnar við náttúruverndarhreyfingar óþarfar þar eð kristin trúarhugsun tileinki manninum þá sérstöðu í náttúrunni að hann hafi umboð til að nota umhverfið og vernda sjálfum sér til handa. Um leið og mér hlýnar sem kirkjunnar manni við velvilja Sigmundar Davíðs þá verð ég að andmæla því áliti hans að náttúran sé handa mannkyninu samkvæmt kristinni trú. Hvort heldur horft er til Lútherska heimssambandsins, páfagarðs eða hvert annað í litrófi kristninnar þá er nú víðast viðtekin sú afstaða að maðurinn sé þátttakandi í vistkerfinu en ekki eigandi þess og að sérstaða hans felist einkum í getu hans til að vera ábyrgur í þágu heildarinnar. Opinber hnattræn orðræða, veraldleg jafnt sem trúarleg, hefur færst frá mannmiðlægni til lífmiðlægni síðustu áratugi. Það gerðist ekki óvart. Sigmundur Davíð lyftir fram samleið kristinnar kirkju og vestrænnar menningar og nefnir kristni og verstræn gildi hiklaust í sama orði. Það er raunhæft. Einmitt á þeim forsendum vil ég, vegna ástar minnar á Jesú og kirkju hans, endurskoða kirkjuna af sömu óvægnu ákefð og við hljótum nú að endurskoða vestrænan nútíma. Hvernig gat það gerst að kristin kirkja yrði meðhöfundur að því menningarástandi sem við köllum nútíma? Menningarástandi sem einkennist af öfgafullri mannmiðlægni og einstaklingshyggju, gengur þvert á grunngildi kristinnar trúar og stendur nú gjaldþrota í svimandi vistkerfisskuld sem enginn veit hvernig greiða skal en öll óttast hvar muni lenda. Já, kæri Sigmundur Davíð, andstæðingum kirkjunnar hættir til að gleyma þeim fræjum mildi, mannúðar og mennta sem kristnin vissulega hefur sáð um aldir. En við sem trúum á Jesú verðum jafnframt að horfast í augu við afglöp kirkjunnar í sögunni. Líklega rís þar hæst þrjúhundruðára bandalag hennar við hagkerfi og ríkisvald í vestrænum nútíma þar sem hinum náttúrulega heimi var vikið til hliðar og hann skilgreindur sem hráefni en maðurinn skilgreindur eigandi og einyrki. Tillögur Sigmundar Davíðs til kirkjunnar í nefndri grein eru sannarlega áhugaverðar og ekki unnt að reifa þær hér, nema að því leyti að hann biður um samtal á forsendum lýðræðis. Það tek ég undir. Að öðru leyti virðast mér tillögur hans allar vera um það að kirkjan komi aftur „heim“ til liðs við ríkisvald og hagkerfi með því að hún láti af þátttöku sinni í gagnrýninni og greinandi þjóðfélagsumræðu. Það getur hún ekki í Jesú nafni. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun