Samdráttur í Þýskalandi óhjákvæmilegur Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2020 10:31 Forsvarsmenn fyrirtækja í Þýskalandi eru svartsýnir þessa dagana. EPA/FOCKE STRANGMANN Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. Ráðið segir samdrátt þó óhjákvæmilegan. Ráðið spáir því að samdráttur verði um 2,8 prósent á árinu en þó gæti landsframleiðsla aukist um 3,7 prósent á næsta ári. Spár ráðsins eru mismunandi eftir því hve lengi ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar munu vara. Verstu spárnar velta á því að aðgerðir vegna faraldursins verði í gildi fram yfir sumar og þannig fái landsframleiðsla ekki rúm til að jafna sig. Í frétt Spiegel er haft eftir formanni ráðsins að erfitt sé að spá um framtíðina vegna þess hve flókið ástandið sé. Óvissa sé ríkjandi. Hins vegar væri nauðsynlegt að verja heilsu fólks og því fyrr sem hægt væri að sigrast á veirunni, því betra fyrir efnahag Þýskalands. Þá hrósaði Feld ríkisstjórinni fyrir þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að aðgerðir vegna faraldursins eins og samkomubönn og lokanir, verði ekki felldar niður fyrr en í fyrsta lagi þann 20. apríl. Samkvæmt frétt Reuters segja forsvarsmenn eins af hverjum fimm fyrirtækjum Þýskalands að hætta sé á að fyrirtæki þeirra verði gjaldþrota vegna faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. Ráðið segir samdrátt þó óhjákvæmilegan. Ráðið spáir því að samdráttur verði um 2,8 prósent á árinu en þó gæti landsframleiðsla aukist um 3,7 prósent á næsta ári. Spár ráðsins eru mismunandi eftir því hve lengi ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar munu vara. Verstu spárnar velta á því að aðgerðir vegna faraldursins verði í gildi fram yfir sumar og þannig fái landsframleiðsla ekki rúm til að jafna sig. Í frétt Spiegel er haft eftir formanni ráðsins að erfitt sé að spá um framtíðina vegna þess hve flókið ástandið sé. Óvissa sé ríkjandi. Hins vegar væri nauðsynlegt að verja heilsu fólks og því fyrr sem hægt væri að sigrast á veirunni, því betra fyrir efnahag Þýskalands. Þá hrósaði Feld ríkisstjórinni fyrir þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að aðgerðir vegna faraldursins eins og samkomubönn og lokanir, verði ekki felldar niður fyrr en í fyrsta lagi þann 20. apríl. Samkvæmt frétt Reuters segja forsvarsmenn eins af hverjum fimm fyrirtækjum Þýskalands að hætta sé á að fyrirtæki þeirra verði gjaldþrota vegna faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira