Verð olíu hríðfellur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 21:43 Olíuframleiðendur Vestanhafs eiga í miklum vandræðum þessa dagana. AP/Paul Sancya Hrun olíumarkaða hélt áfram í dag og hefur olíuverð haldið áfram að hríðfalla. Það hefur sömuleiðis haft áhrif á hlutabréfamarkaði þar sem dagurinn var rauður á verðbréfamörkuðum um mest allan heim. Staðan er sérstaklega slæm hjá olíufélögum í Bandaríkjunum þar sem birgðatankar eru að fyllast. Kostnaður við bandaríska olíu, sem afhenda á í júní, lækkaði um nærri því helming í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í gær varð verðmæti olíu sem afhenda á í næsta mánuði neikvætt í fyrsta sinn. Það þýddi að þeir sem áttu olíu greiddu öðrum fyrir að taka við henni. Verðmæti þeirrar olíu endaði þó í um níu dölum á tunnuna í dag. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir þetta ástand mun vara út næsta mánuðinn. Verðmæti olíu sem afhenda á í júní muni sömuleiðis hríðfalla. Sjá eining: Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð Brent olíu féll sömuleiðis um nærri því fjórðung í dag og fór undir tuttugu dali á tunnuna í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Á hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom fram að haldi þróunin áfram gæti hún haft veruleg áhrif á olíuverð hér á landi. Sjá einnig: Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur leitt til mun minni eftirspurnar eftir olíu og hafa birgðir verið að safnast upp. Á sama tíma hafa yfirvöld Sádi-Arabíu og Rússlands átt í verðstríði og hafa ríkin dælt olíu á markaði þar sem nóg var af olíu fyrir. Ríkin hafa þó komist að samkomulagi um að draga verulega úr framleiðslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bensín og olía Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. 20. apríl 2020 18:29 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hrun olíumarkaða hélt áfram í dag og hefur olíuverð haldið áfram að hríðfalla. Það hefur sömuleiðis haft áhrif á hlutabréfamarkaði þar sem dagurinn var rauður á verðbréfamörkuðum um mest allan heim. Staðan er sérstaklega slæm hjá olíufélögum í Bandaríkjunum þar sem birgðatankar eru að fyllast. Kostnaður við bandaríska olíu, sem afhenda á í júní, lækkaði um nærri því helming í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í gær varð verðmæti olíu sem afhenda á í næsta mánuði neikvætt í fyrsta sinn. Það þýddi að þeir sem áttu olíu greiddu öðrum fyrir að taka við henni. Verðmæti þeirrar olíu endaði þó í um níu dölum á tunnuna í dag. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir þetta ástand mun vara út næsta mánuðinn. Verðmæti olíu sem afhenda á í júní muni sömuleiðis hríðfalla. Sjá eining: Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð Brent olíu féll sömuleiðis um nærri því fjórðung í dag og fór undir tuttugu dali á tunnuna í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Á hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom fram að haldi þróunin áfram gæti hún haft veruleg áhrif á olíuverð hér á landi. Sjá einnig: Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur leitt til mun minni eftirspurnar eftir olíu og hafa birgðir verið að safnast upp. Á sama tíma hafa yfirvöld Sádi-Arabíu og Rússlands átt í verðstríði og hafa ríkin dælt olíu á markaði þar sem nóg var af olíu fyrir. Ríkin hafa þó komist að samkomulagi um að draga verulega úr framleiðslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bensín og olía Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. 20. apríl 2020 18:29 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32
Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. 20. apríl 2020 18:29