Bílasala á Bretlandi ekki minni frá því beint eftir stríð Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2020 10:19 Verksmiðja Nissan í Sunderland þar sem um átta þúsund manns starfa ætlar ekki að hefja framleiðslu aftur fyrr en í júní. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Ekki hafa færri nýir bílar selst á Bretlandi frá því í febrúar árið 1946, strax í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Loka hefur þurft verksmiðjum og umboðum vegna kórónuveirufaraldursins og dróst bílasalan saman um 97% í apríl. Útlit er fyrir að sala á nýjum bílum verði sú minnsta í þrjátíu ár vegna faraldursins. Eftirspurn eftir nýjum bílum er sögð hafa dregist sambærilega saman á Ítalíu og í Frakklandi. Bílaiðnaðurinn er stærsta útflutningsgrein Bretlands. Ef fram fer sem horfir dregst framleiðsla hans saman um átta milljarða punda, jafnvirði tæplega 1.470 milljarða íslenskra króna. Framleiðslan hefur dregist saman um 14% til þessa að sala um 43%. Stærsta bílaverksmiðja Bretlands, Nissan-verksmiðja í Sunderland, tekur ekki aftur til starfa fyrr en í júní. Aðeins 4.321 bíll var nýskráður á Bretlandi í apríl. Þeir hafa ekki verið færri frá því í febrúar árið 1946 þegar rétt rúmlega 4.000 bílar voru skráðir. Þá voru skammtanir enn við lýði í landinu eftir stríðið og uppbygging var að hefjast eftir eyðilegginguna. Fjórir af hverjum fimm nýskráðum bílum í apríl voru á vegum fyrirtækja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mest seldi bíllinn var rafbíllinn Tesla Model 3 en 658 slíkir voru nýskráðir í síðasta mánuði. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ekki hafa færri nýir bílar selst á Bretlandi frá því í febrúar árið 1946, strax í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Loka hefur þurft verksmiðjum og umboðum vegna kórónuveirufaraldursins og dróst bílasalan saman um 97% í apríl. Útlit er fyrir að sala á nýjum bílum verði sú minnsta í þrjátíu ár vegna faraldursins. Eftirspurn eftir nýjum bílum er sögð hafa dregist sambærilega saman á Ítalíu og í Frakklandi. Bílaiðnaðurinn er stærsta útflutningsgrein Bretlands. Ef fram fer sem horfir dregst framleiðsla hans saman um átta milljarða punda, jafnvirði tæplega 1.470 milljarða íslenskra króna. Framleiðslan hefur dregist saman um 14% til þessa að sala um 43%. Stærsta bílaverksmiðja Bretlands, Nissan-verksmiðja í Sunderland, tekur ekki aftur til starfa fyrr en í júní. Aðeins 4.321 bíll var nýskráður á Bretlandi í apríl. Þeir hafa ekki verið færri frá því í febrúar árið 1946 þegar rétt rúmlega 4.000 bílar voru skráðir. Þá voru skammtanir enn við lýði í landinu eftir stríðið og uppbygging var að hefjast eftir eyðilegginguna. Fjórir af hverjum fimm nýskráðum bílum í apríl voru á vegum fyrirtækja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mest seldi bíllinn var rafbíllinn Tesla Model 3 en 658 slíkir voru nýskráðir í síðasta mánuði.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira