Lífið orðið eins og það var fyrir Covid Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. janúar 2021 20:31 Rúna Lind Kuru Kristjónsdóttir býr á Nýja-Sjálandi. SKjáskot/Stöð 2 Íslensk kona á Nýja-Sjálandi segir að lífið þar í landi sé orðið eins og það var fyrir Covid. Myndir af stærðarinnar tónleikum hafa vakið heimsathygli og efnahagslífið nær viðspyrnu þrátt fyrir lokun landamæranna. Myndin hér fyrir neðan gefur nokkra innsýn inn í nýsjálenskan veruleika þessa dagana. Tugir þúsunda saman komnir til að hlusta á sveitina SIX60. Engin tveggja metra regla. Rúna Lind Kuru Kristjónsdóttir býr á Nýja-Sjálandi og segir daglegt líf orðið eins og það var fyrir faraldurinn. „Það eru tónlistarhátíðir og tónleikar. Það eru allir farnir að faðmast og kyssast aftur. Eina sem er er að landamærin eru lokuð og fólk getur ekki ferðast erlendis.“ Afar fáir smitast Þeir sem koma þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttarhúsi. Í gær komu upp smit á farsóttarhúsi í Auckland en fá sem engin innanlandssmit hafa greinst í landinu síðustu vikur. Rúna segir landsmenn ekki hafa miklar áhyggjur af því að faraldurinn blossi upp aftur. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika. Engin tveggja metra regla og allt eins og það var fyrir faraldurinn.Getty/Kerry Marshall „Það kemur alveg upp en þá kannski aðallega upp á það að gera að við verðum sett aftur í lockdown. Það eru svo harðar aðgerðir að það þarf ekki mörg smit til að við gætum farið aftur í lockdown,“ segir Rúna. Hagkerfið á siglingu Þrátt fyrir lokun landamæranna virðast Nýsjálendingar vera að ná ágætis viðspyrnu í efnahagslífinu. Landsframleiðsla fer vaxandi og neysla hefur aukist töluvert. Horfur eru nokkuð góðar jafnvel þótt Jacinda Ardern forsætisráðherra sagði fyrr í vikunni að landamærin gætu jafnvel verið lokuð út árið. Rúna segir að fyrir sig, útlending á Nýja-Sjálandi, sé lokun landamærana erfið en þrátt fyrir erfiðleika beri aðgerðirnar árangur. Ágætur gangur sé í ferðaþjónustu, líkt og hér heima í sumar. „Nýsjálendingar eru bara búnir að vera að ferðast alveg rosalega mikið um landið enda komast þeir ekki til útlanda. Það myndi þá væntanlega geta gerst líka á Íslandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Íslendingar erlendis Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
Myndin hér fyrir neðan gefur nokkra innsýn inn í nýsjálenskan veruleika þessa dagana. Tugir þúsunda saman komnir til að hlusta á sveitina SIX60. Engin tveggja metra regla. Rúna Lind Kuru Kristjónsdóttir býr á Nýja-Sjálandi og segir daglegt líf orðið eins og það var fyrir faraldurinn. „Það eru tónlistarhátíðir og tónleikar. Það eru allir farnir að faðmast og kyssast aftur. Eina sem er er að landamærin eru lokuð og fólk getur ekki ferðast erlendis.“ Afar fáir smitast Þeir sem koma þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttarhúsi. Í gær komu upp smit á farsóttarhúsi í Auckland en fá sem engin innanlandssmit hafa greinst í landinu síðustu vikur. Rúna segir landsmenn ekki hafa miklar áhyggjur af því að faraldurinn blossi upp aftur. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika. Engin tveggja metra regla og allt eins og það var fyrir faraldurinn.Getty/Kerry Marshall „Það kemur alveg upp en þá kannski aðallega upp á það að gera að við verðum sett aftur í lockdown. Það eru svo harðar aðgerðir að það þarf ekki mörg smit til að við gætum farið aftur í lockdown,“ segir Rúna. Hagkerfið á siglingu Þrátt fyrir lokun landamæranna virðast Nýsjálendingar vera að ná ágætis viðspyrnu í efnahagslífinu. Landsframleiðsla fer vaxandi og neysla hefur aukist töluvert. Horfur eru nokkuð góðar jafnvel þótt Jacinda Ardern forsætisráðherra sagði fyrr í vikunni að landamærin gætu jafnvel verið lokuð út árið. Rúna segir að fyrir sig, útlending á Nýja-Sjálandi, sé lokun landamærana erfið en þrátt fyrir erfiðleika beri aðgerðirnar árangur. Ágætur gangur sé í ferðaþjónustu, líkt og hér heima í sumar. „Nýsjálendingar eru bara búnir að vera að ferðast alveg rosalega mikið um landið enda komast þeir ekki til útlanda. Það myndi þá væntanlega geta gerst líka á Íslandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Íslendingar erlendis Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira