Brim dæmt til að greiða fyrrverandi háseta fjórar milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2021 15:13 Brim hefur verið dæmt til að greiða manni sem fór í meðferð staðgengilslaun. Guðmundur Kristjánsson hefur, eftir nokkur hlé, tekið við forstjórataumunum þar á ný. vísir/vilhelm Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hefur verið dæmt til að greiða háseta sem fór í meðferð í Svíþjóð tæpar fjórar milljónir króna í svokölluð staðgengilslaun fyrir tveggja mánaða tímabil. Sjómaðurinn sem stefndi Brim starfaði sem háseti hjá fyrirtækinu. Stefna hans byggir á því að í veiðiferð frystitogarans sem hann starfaði á hafi hann veikst, en veiðiferðin stóð yfir 26. febrúar 2019 til 4. mars sama ár. Hásetinn segist hafa komið óvinnufær í land og hafði þá samband við heimilislækni sinn. Hásetinn fyrrverandi höfðar málið til innheimtu á „staðgengilslaunum í tvo mánuði sem hann byggir á að stefnda beri að greiða honum vegna óvinnufærni stefnanda. Mætti ekki vegna vímuefnavanda Lögmaður Brims mótmælti því ekki að hásetinn hefði að öllu jöfnu átt rétt á staðgengilslaunum í tvo mánuði. Hins vegar vill Brim ekki fallast á að greiða hásetanum staðgengilslaun á þeirri forsendu að hvorki séu fyrir hendi formskilyrði né efnisleg skilyrði fyrir rétti stefnanda til greiðslu umkrafinna launa. Óumdeilt sé að eftir að hann kom í land 4. mars 2019 óskaði hann eftir leyfi sem næmi næstu veiðiferð og var fallist á þá beiðni. Stefnandi átti samkvæmt því að snúa aftur til starfa 12. mars 2019. Það gerði hann aftur á móti ekki heldur neytti áfengis og annarra vímuefna þar til hann ákvað að leita sér meðferðar í Svíþjóð. Í málinu liggja fyrir læknisvottorð þar sem fram kemur að hásetinn hafi neyðst til að hætta sjómennsku vegna þunglyndis og kvíða auk gruns um geðhvarfasjúkdóm. Þar kemur fram að stefnandi hafi lengi glímt við andleg veikindi. Þrátt fyrir lyfjameðferð hafi stefnandi ekki getað sinnt sjálfum sér og verið óvinnfær. Alkóhólismi ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar Lögmaður Brims vakti meðal annars athygli á því að neysla áfengis og/eða vímuefna og vandi einstaklinga sem af slíkri neyslu stafar sé ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar. Og að stefnandi hafi vanrækt að tilkynna vinnuveitanda um að hann væri óvinnufær. Á það féllst dómari ekki. Í dómsorði, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, telur Arnaldur Hjartarson héraðsdómari að taka beri kröfu hásetans fyrrverandi um tveggja mánaða laun til greina. Þar segir meðal annars að málsástæða stefnda, sem ekki sé studd haldbærum gögnum, að stefnandi hafi sjálfur bakað sér af a.m.k. stórfelldu gáleysi þann sjúkdóm sem hann glímir við, komi ekki til skoðunar við úrlausn málsins. Ekki sé uppi ágreiningur um fjárhæðir, greiða beri stefnanda 2,706 krónur með dráttavöxtum frá 15. júní 2019. Og málskostnað sem þykir hæfilegur 950.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sjávarútvegur Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Fleiri fréttir Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Sjá meira
Sjómaðurinn sem stefndi Brim starfaði sem háseti hjá fyrirtækinu. Stefna hans byggir á því að í veiðiferð frystitogarans sem hann starfaði á hafi hann veikst, en veiðiferðin stóð yfir 26. febrúar 2019 til 4. mars sama ár. Hásetinn segist hafa komið óvinnufær í land og hafði þá samband við heimilislækni sinn. Hásetinn fyrrverandi höfðar málið til innheimtu á „staðgengilslaunum í tvo mánuði sem hann byggir á að stefnda beri að greiða honum vegna óvinnufærni stefnanda. Mætti ekki vegna vímuefnavanda Lögmaður Brims mótmælti því ekki að hásetinn hefði að öllu jöfnu átt rétt á staðgengilslaunum í tvo mánuði. Hins vegar vill Brim ekki fallast á að greiða hásetanum staðgengilslaun á þeirri forsendu að hvorki séu fyrir hendi formskilyrði né efnisleg skilyrði fyrir rétti stefnanda til greiðslu umkrafinna launa. Óumdeilt sé að eftir að hann kom í land 4. mars 2019 óskaði hann eftir leyfi sem næmi næstu veiðiferð og var fallist á þá beiðni. Stefnandi átti samkvæmt því að snúa aftur til starfa 12. mars 2019. Það gerði hann aftur á móti ekki heldur neytti áfengis og annarra vímuefna þar til hann ákvað að leita sér meðferðar í Svíþjóð. Í málinu liggja fyrir læknisvottorð þar sem fram kemur að hásetinn hafi neyðst til að hætta sjómennsku vegna þunglyndis og kvíða auk gruns um geðhvarfasjúkdóm. Þar kemur fram að stefnandi hafi lengi glímt við andleg veikindi. Þrátt fyrir lyfjameðferð hafi stefnandi ekki getað sinnt sjálfum sér og verið óvinnfær. Alkóhólismi ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar Lögmaður Brims vakti meðal annars athygli á því að neysla áfengis og/eða vímuefna og vandi einstaklinga sem af slíkri neyslu stafar sé ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar. Og að stefnandi hafi vanrækt að tilkynna vinnuveitanda um að hann væri óvinnufær. Á það féllst dómari ekki. Í dómsorði, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, telur Arnaldur Hjartarson héraðsdómari að taka beri kröfu hásetans fyrrverandi um tveggja mánaða laun til greina. Þar segir meðal annars að málsástæða stefnda, sem ekki sé studd haldbærum gögnum, að stefnandi hafi sjálfur bakað sér af a.m.k. stórfelldu gáleysi þann sjúkdóm sem hann glímir við, komi ekki til skoðunar við úrlausn málsins. Ekki sé uppi ágreiningur um fjárhæðir, greiða beri stefnanda 2,706 krónur með dráttavöxtum frá 15. júní 2019. Og málskostnað sem þykir hæfilegur 950.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts.
Sjávarútvegur Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Fleiri fréttir Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Sjá meira