Mikilvægi menntastefnu á breyttum vinnumarkaði Sigmundur Halldórsson skrifar 3. mars 2021 09:01 VR verður að vera í fremstu röð þegar kemur að stuðningi við sitt félagsfólk þegar kemur að þeim breytingum sem nú eru að verða á vinnumarkaði. Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra fyrirtækja tekið miklum breytingum. Sem dæmi er því nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára þar á undan. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Þetta kallar því á aðlögun og endurmenntun. Þess vegna er mikilvægt að VR hefur mótað menntastefnu þar sem lögð er áhersla á takast á við þessar breytingar á vinnumarkaði. VR leggur áherslu á að félagsmönnum VR sé tryggður sá möguleiki að þróast í starfi á íslenskum vinnumarkaði, hvort um sé að ræða grunnnám, framhaldsnám, háskólanám eða annað sérhæft nám. VR kappkostar að félagsmönnum gefist kostur á að bæta við sig aukinni hæfni í takt við tæknibreytingar og stafræna þróun í íslensku samfélagi. VR tekur virkan þátt í þeim verkefnum í íslensku samfélagi sem talin eru til framdráttar varðandi frekari menntun og hæfni félagsmanna VR. Þær breytingar sem nú eru hafnar eru þess eðlis að fyrirtæki gætu séð sér hag í því að breyta sinni starfsemi þannig að störfum fækki. Spjallmenni sem tekur við af þjónustufulltrúa er ágætt dæmi um slíkt. Það er því afar mikilvægt að tryggja þeim sem standa frammi fyrir slíkum breytingum tækifæri til þess að leggja mat á færni sína og leita nýrra tækifæra. Helst af öllu þannig að viðkomandi geti fundið starfskröftum sínum farveg hjá sama fyrirtæki. Við hjá VR leggjum því mikla áherslu á að auðvelt sé fyrir félagsfólk okkar að sækja sér menntun á meðan það er í starfi og að fullur stuðningur sé við atvinnuleitendur sem þurfa að bæta við hæfni sína á meðan á atvinnuleit stendur. Hér þarf að horfa bæði til mögulegra breytinga á regluverki sjóða sem styðja við atvinnuleitendur og þeirra sem þurfa að sækja nám. Annar mikilvægur þáttur er að hver og einn geti með einföldum og skilvirkum hætti áttað sig á sinni raunverulegu færni. Þar hefur VR unnið brautryðjendastarf með þróun á stafræna hæfnihjólinu. Markmiðið með stafræna hæfnihjólinu er að veita yfirsýn yfir hvaða mismunandi stafrænu hæfnisvið eru til og skipta máli, ásamt beinum uppástungum um hvernig auka megi hæfni á mikilvægustu sviðunum. Allir geta nýtt sér stafræna hæfnishjólið á stafraenhaefni.is. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
VR verður að vera í fremstu röð þegar kemur að stuðningi við sitt félagsfólk þegar kemur að þeim breytingum sem nú eru að verða á vinnumarkaði. Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra fyrirtækja tekið miklum breytingum. Sem dæmi er því nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára þar á undan. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Þetta kallar því á aðlögun og endurmenntun. Þess vegna er mikilvægt að VR hefur mótað menntastefnu þar sem lögð er áhersla á takast á við þessar breytingar á vinnumarkaði. VR leggur áherslu á að félagsmönnum VR sé tryggður sá möguleiki að þróast í starfi á íslenskum vinnumarkaði, hvort um sé að ræða grunnnám, framhaldsnám, háskólanám eða annað sérhæft nám. VR kappkostar að félagsmönnum gefist kostur á að bæta við sig aukinni hæfni í takt við tæknibreytingar og stafræna þróun í íslensku samfélagi. VR tekur virkan þátt í þeim verkefnum í íslensku samfélagi sem talin eru til framdráttar varðandi frekari menntun og hæfni félagsmanna VR. Þær breytingar sem nú eru hafnar eru þess eðlis að fyrirtæki gætu séð sér hag í því að breyta sinni starfsemi þannig að störfum fækki. Spjallmenni sem tekur við af þjónustufulltrúa er ágætt dæmi um slíkt. Það er því afar mikilvægt að tryggja þeim sem standa frammi fyrir slíkum breytingum tækifæri til þess að leggja mat á færni sína og leita nýrra tækifæra. Helst af öllu þannig að viðkomandi geti fundið starfskröftum sínum farveg hjá sama fyrirtæki. Við hjá VR leggjum því mikla áherslu á að auðvelt sé fyrir félagsfólk okkar að sækja sér menntun á meðan það er í starfi og að fullur stuðningur sé við atvinnuleitendur sem þurfa að bæta við hæfni sína á meðan á atvinnuleit stendur. Hér þarf að horfa bæði til mögulegra breytinga á regluverki sjóða sem styðja við atvinnuleitendur og þeirra sem þurfa að sækja nám. Annar mikilvægur þáttur er að hver og einn geti með einföldum og skilvirkum hætti áttað sig á sinni raunverulegu færni. Þar hefur VR unnið brautryðjendastarf með þróun á stafræna hæfnihjólinu. Markmiðið með stafræna hæfnihjólinu er að veita yfirsýn yfir hvaða mismunandi stafrænu hæfnisvið eru til og skipta máli, ásamt beinum uppástungum um hvernig auka megi hæfni á mikilvægustu sviðunum. Allir geta nýtt sér stafræna hæfnishjólið á stafraenhaefni.is. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun