Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag Elva Hrönn Hjartardóttir skrifar 8. mars 2021 10:30 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og í ár ber dagurinn yfirskriftina: ,,Choose To Challenge“ sem mætti yfirfæra á okkar ylhýra sem „Veldu að ögra“. Þemað í ár snýr því að áskorun, að taka ákvörðun um að ögra heiminum og halda honum á tánum því aðeins þannig breytast hlutirnir. Á vef International Women´s Day segir: ,,A challenged world is an alert world and from challenge comes change. So let's all choose to challenge." Mér finnst þetta góð áskorun og hvet öll til að taka henni og leggja sitt af mörkum í átt að kynjajafnrétti. Því kynjajafnrétti er ekki bara mál kvenna. Í aldanna rás hafa konur þurft að mæta alls kyns óréttlæti og öflum sem láta ekki hrófla svo auðveldlega við sér, eingöngu vegna þess að við erum konur. Í aldanna rás hafa konur þurft að berjast fyrir hvers kyns réttindum sem teljast sjálfsögð af flestum okkar í dag en kostuðu meira en við getum ímyndað okkur. Réttindum sem við erum enn að berjast fyrir, og mætum stöðugu mótlæti í baráttunni, eingöngu vegna þess að við erum konur. Og kynjakerfið vinnur ekki með konum. Ég fagna öllum sigrum í réttindabaráttunni og afrekum kvenna og ég er þakklát öllum þeim konum sem hafa rutt brautina í gegnum tíðina. Ég fyllist stolti þegar ég rekst á fréttir um fyrstu konuna til að ná ákveðnum áfanga. En á sama tíma fyllist ég líka ákveðnu hugarangri. Hugarangri yfir því að árið 2021 erum við enn að upplifa það að konur geri eitthvað í fyrsta skipti. Eitthvað sem þykir svo sjálfsagt að sé framkvæmt af körlum en hefur hingað til reynst ógjörningur fyrir konur. Eitthvað sem karlar hafa gert í aldanna rás en konur hafa sérstaklega þurft að berjast fyrir. Ég fyllist hugarangri vegna þess að slíkar fréttir sýna okkur hve langt við raunverulega eigum í land með að ná fullu kynjajafnrétti. Hugarangri yfir því að árið 2021 er kerfið okkar ennþá svo kyrfilega meitlað í stein og svo vandlega hugsað út frá körlum að aðrar breytur í samfélaginu eiga varla möguleika. Árið er 2021 og ennþá mætum við konur mótlæti af ýmsu tagi. Okkur er gert að klæða okkur svona eða hinsegin, tala svona eða hinsegin, vera sætar og prúðar en láta ekki of mikið á okkur bera því slíkt hæfir ekki konum. Konur þurfa bara alltaf að vera duglegri við að vera einhverjar allt aðrar en við erum bara vegna þess að þær sem við erum er annað hvort of mikið eða alls ekki nóg. Við eigum að vinna, sinna heimili og ná langt á framabrautinni en fáum lægri laun en karlar, bara vegna þess að við erum konur. Við búum í heimi þar sem konur mega ekki keyra, mennta sig, vinna fyrir sér, kjósa eða taka þátt í stjórnmálum. Við búum í heimi þar sem konum er ekki óhætt að ganga einar heim í myrkrinu því þær gætu átt það á hættu að vera áreittar, nauðgað, drepnar. Við búum í heimi þar sem konur verða fyrir ofbeldi, bæði heima fyrir og annarsstaðar. Við búum í heimi þar sem líkamar kvenna eru notaðir í fjárhagsskyni og sem vopn í hernaði. Við búum í heimi þar sem sársaukafullar aðgerðir eru framkvæmdar á kynfærum kvenna án þeirra samþykkis vegna þess að konur eiga ekki að njóta kynlífs eins og karlar. Líkamar þeirra eru einungis til þess að ala börn og veita körlum þeirra unað. Við búum í heimi þar sem konur mega ekki elska þau sem þær vilja og eru drepnar af fjölskyldumeðlimum því ást þeirra er synd og skömm fyrir fjölskylduna. Við búum í heimi þar sem konur mega hvorki sjást eða heyrast. Við búum í heimi þar sem ennþá er svo langt í kynjajafnrétti. Árás á eina konu er árás á alla þá baráttu sem konur hafa þurft að heyja öldum saman. Baráttu til að gefa næstu kynslóðum meiri möguleika en formæður okkar gátu nokkurn tímann vonast til að búa við sjálfar. Árás á eina konu er tilraun til að bæla niður allar konur og draga úr okkur kjark svo að kynjakerfinu verði haldið við. Sama kjark og við notum til að mæta öflunum sem láta ekki hrófla svo auðveldlega við sér. En við látum ekki draga úr okkur kjarkinn og við höldum ótrauðar áfram þar til fullu kynjajafnrétti er náð. Við sjáum dæmi um það á hverjum degi hvernig konur velja það að ögra heiminum. Formæður okkar, brautryðjendurnir, gerðu það og við þurfum að gæta þess að ekki slökkni í bálinu sem þær tendruðu. Við erum sem betur fer ekki einar í baráttunni og margt hefur áunnist í gegnum tíðina. En betur má ef duga skal. Þetta er ekkert flókið. Ég og kynsystur mínar höfum fullan rétt á því að ganga á þessari jörð óáreittar og með sömu réttindi og karlar. Ég vel því að ögra kerfinu sem við búum við í dag og legg af mörkum það sem ég get til að börnin mín fái vonandi að upplifa tíma þar sem fullu kynjajafnrétti er náð. Ég hvet ykkur öll til að gera slíkt hið sama. Við þurfum öll að velja það að ögra kerfinu á einn eða annan hátt. Fyrr náum við ekki fullu kynjajafnrétti og jöfnum tækifærum. Til hamingju með daginn! Höfundur er varaformaður Vinstri grænna í Reykjavík og situr í stjórn hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og í ár ber dagurinn yfirskriftina: ,,Choose To Challenge“ sem mætti yfirfæra á okkar ylhýra sem „Veldu að ögra“. Þemað í ár snýr því að áskorun, að taka ákvörðun um að ögra heiminum og halda honum á tánum því aðeins þannig breytast hlutirnir. Á vef International Women´s Day segir: ,,A challenged world is an alert world and from challenge comes change. So let's all choose to challenge." Mér finnst þetta góð áskorun og hvet öll til að taka henni og leggja sitt af mörkum í átt að kynjajafnrétti. Því kynjajafnrétti er ekki bara mál kvenna. Í aldanna rás hafa konur þurft að mæta alls kyns óréttlæti og öflum sem láta ekki hrófla svo auðveldlega við sér, eingöngu vegna þess að við erum konur. Í aldanna rás hafa konur þurft að berjast fyrir hvers kyns réttindum sem teljast sjálfsögð af flestum okkar í dag en kostuðu meira en við getum ímyndað okkur. Réttindum sem við erum enn að berjast fyrir, og mætum stöðugu mótlæti í baráttunni, eingöngu vegna þess að við erum konur. Og kynjakerfið vinnur ekki með konum. Ég fagna öllum sigrum í réttindabaráttunni og afrekum kvenna og ég er þakklát öllum þeim konum sem hafa rutt brautina í gegnum tíðina. Ég fyllist stolti þegar ég rekst á fréttir um fyrstu konuna til að ná ákveðnum áfanga. En á sama tíma fyllist ég líka ákveðnu hugarangri. Hugarangri yfir því að árið 2021 erum við enn að upplifa það að konur geri eitthvað í fyrsta skipti. Eitthvað sem þykir svo sjálfsagt að sé framkvæmt af körlum en hefur hingað til reynst ógjörningur fyrir konur. Eitthvað sem karlar hafa gert í aldanna rás en konur hafa sérstaklega þurft að berjast fyrir. Ég fyllist hugarangri vegna þess að slíkar fréttir sýna okkur hve langt við raunverulega eigum í land með að ná fullu kynjajafnrétti. Hugarangri yfir því að árið 2021 er kerfið okkar ennþá svo kyrfilega meitlað í stein og svo vandlega hugsað út frá körlum að aðrar breytur í samfélaginu eiga varla möguleika. Árið er 2021 og ennþá mætum við konur mótlæti af ýmsu tagi. Okkur er gert að klæða okkur svona eða hinsegin, tala svona eða hinsegin, vera sætar og prúðar en láta ekki of mikið á okkur bera því slíkt hæfir ekki konum. Konur þurfa bara alltaf að vera duglegri við að vera einhverjar allt aðrar en við erum bara vegna þess að þær sem við erum er annað hvort of mikið eða alls ekki nóg. Við eigum að vinna, sinna heimili og ná langt á framabrautinni en fáum lægri laun en karlar, bara vegna þess að við erum konur. Við búum í heimi þar sem konur mega ekki keyra, mennta sig, vinna fyrir sér, kjósa eða taka þátt í stjórnmálum. Við búum í heimi þar sem konum er ekki óhætt að ganga einar heim í myrkrinu því þær gætu átt það á hættu að vera áreittar, nauðgað, drepnar. Við búum í heimi þar sem konur verða fyrir ofbeldi, bæði heima fyrir og annarsstaðar. Við búum í heimi þar sem líkamar kvenna eru notaðir í fjárhagsskyni og sem vopn í hernaði. Við búum í heimi þar sem sársaukafullar aðgerðir eru framkvæmdar á kynfærum kvenna án þeirra samþykkis vegna þess að konur eiga ekki að njóta kynlífs eins og karlar. Líkamar þeirra eru einungis til þess að ala börn og veita körlum þeirra unað. Við búum í heimi þar sem konur mega ekki elska þau sem þær vilja og eru drepnar af fjölskyldumeðlimum því ást þeirra er synd og skömm fyrir fjölskylduna. Við búum í heimi þar sem konur mega hvorki sjást eða heyrast. Við búum í heimi þar sem ennþá er svo langt í kynjajafnrétti. Árás á eina konu er árás á alla þá baráttu sem konur hafa þurft að heyja öldum saman. Baráttu til að gefa næstu kynslóðum meiri möguleika en formæður okkar gátu nokkurn tímann vonast til að búa við sjálfar. Árás á eina konu er tilraun til að bæla niður allar konur og draga úr okkur kjark svo að kynjakerfinu verði haldið við. Sama kjark og við notum til að mæta öflunum sem láta ekki hrófla svo auðveldlega við sér. En við látum ekki draga úr okkur kjarkinn og við höldum ótrauðar áfram þar til fullu kynjajafnrétti er náð. Við sjáum dæmi um það á hverjum degi hvernig konur velja það að ögra heiminum. Formæður okkar, brautryðjendurnir, gerðu það og við þurfum að gæta þess að ekki slökkni í bálinu sem þær tendruðu. Við erum sem betur fer ekki einar í baráttunni og margt hefur áunnist í gegnum tíðina. En betur má ef duga skal. Þetta er ekkert flókið. Ég og kynsystur mínar höfum fullan rétt á því að ganga á þessari jörð óáreittar og með sömu réttindi og karlar. Ég vel því að ögra kerfinu sem við búum við í dag og legg af mörkum það sem ég get til að börnin mín fái vonandi að upplifa tíma þar sem fullu kynjajafnrétti er náð. Ég hvet ykkur öll til að gera slíkt hið sama. Við þurfum öll að velja það að ögra kerfinu á einn eða annan hátt. Fyrr náum við ekki fullu kynjajafnrétti og jöfnum tækifærum. Til hamingju með daginn! Höfundur er varaformaður Vinstri grænna í Reykjavík og situr í stjórn hreyfingarinnar.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar