„Við börðumst mjög vel í 80 mínútur á móti liði sem er í mínum huga besta lið heims,“ sagði Ancelotti eftir leikinn.
„Manchester City er ekkert venjulegt lið. Þeir eru bestir,“ bætti Ítalinn við.
City er nú komið í undanúrslit FA bikarsins, ásamt því að vera komnir í úrslitaleik Carabao Cup, átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og sitja á toppi Ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er því í góðri stöðu til að vinna fernuna, en það hefur aldrei verið gert áður.
Carlo Ancelotti:
— Man City Report (@cityreport_) March 20, 2021
"We competed well against ..." pic.twitter.com/JXoR95eiy6