Um klám, vændi og menntun Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 26. apríl 2021 09:31 Ég hef unnið að menntun ungmenna í 15 ár. Það er engu líkt eiga samtal við nemendur sína, læra af þeim, miðla til þeirra og sjá þá eflast og þroskast. Þegar ég byrjaði að kenna kynja- og jafnréttisfræðsluna fyrir 14 árum grunaði mig ekki að nemendur mínir (sem í upphafi voru aðallega stúlkur) upplifðu þá valdeflingu sem raunin varð. Valdeflingin fólst í því að átta sig á hvernig samfélagið funkeraði. Hvernig hlutverk kvenna og karla (veit af tvíhyggjunni hér) hafa verið og eru. Hvernig við erum öll ófrjáls í kynjakerfinu. Markmiðið mitt var að kortleggja samfélagið okkar, menninguna, út frá kynjafræðilegum forsendum. Vinnumarkaðurinn, stjórnmálin, fréttirnar, íþróttirnar, sjálfsmyndin, auglýsingarnar, poppkúlturinn, tónlistin, kynlífið, klámið og ótalmart fleira var og er á dagskrá kynjafræðinnar. Að skoða umhverfi sitt og rýna í það með kynjagleraugunum er bæði áhugavert, vekjandi og góð þjálfun í gagnrýnni hugsun. Fegrunaraðgerðir eru enn annað dæmi um viðfangsefni kennslustunda, eins og öll vitum þá eru fegrunaraðgerðir mjög kynjað fyrirbæri, þ.e. konur eru í meirihluta þeirra sem undirgangast slíkar aðgerðir. Öll vitum við líka að fegrunaraðgerðir miða langflestar að því að konur öðlist sama útlitið, hvort sem það eru brjóst, varir eða annað. Þannig verður ákveðið útlit í tísku. Sjálfsmynd okkar verður alltaf til í samspili við umhverfi okkar og þannig fá stúlkur og konur ítrekuð skilaboð um að þær þurfi að hafa ákveðið útlit til að flokkast fallegar og kynþokkafullar, sem er búið að skilgreina í þaula. Í ofanálag eru konur fyrst og fremst skilgreindar útfrá útliti sínu og líkamlegu aðdráttarafli svo pressan er mikil. Undir engum kringumstæðum eru konur sem kjósa að fara í fegrunaraðgerðir dæmdar eða gert lítið úr þeim í greiningunni. En það er frelsandi að átta sig á þessu skrauthlutverki sem hefur fylgt konum í gegnum söguna, gefur ákveðinn skjöld gegn þessum þrýstingi. Auglýsingar sýna okkur einmitt hvernig útlit er talið æskilegt fyrir konur. Í þrástefi eru líkamar kvenna hlutgerðir í auglýsingum og óraunhæfar likamsmyndir dregnar upp. Er hægt að tala um frjálst val um fegrunaraðgerðir við þessi skilyrði sem stúlkum og konum eru gefnar og eru alltumlykjandi? Ég held ekki. Í umræðunni um klámið eru hlutverk kynjanna skoðuð og greind – og hlutverkin eru mjög kynjuð. Eins og í menningunni almennt, þá eru konur undirskipaðar í klámi, eru niðurlægðar og beittar ofbeldi. Í greiningunni á klámi eru neytendur kláms að sjálfsögðu ekki fordæmdir og ekki heldur þau sem taka þátt í því fyrir framan myndavélina. Það er líka kýrskýrt að klám og klámvæðing hefur áhrif á kynímynd fólks og kynhegðun. Væntingar til kynjanna um kynhegðun er gjörólík og viðbrögð samfélagsins sömuleiðis. Konur eru drusluskammaðar og körlum hampað fyrir nákvæmlega sömu hegðun. Það er valdeflandi fyrir öll kyn að átta sig á þessu ranglæti. Það er nauðsynlegt að taka þá umræðu í öruggu rými kennslustofunnar. Vændi er nátengt klámi og sum segja að klám sé vændi fyrir framan myndavélar. Eins og í klámi er aðkoma kynjanna að vændi er ólík – þar eru konur gjarnan að selja líkama sína og karlar sem kaupa. Það er mikilvægt að skilja að afleiðingar af klámi og vændi á konur eru þær sömu og eftir kynferðisofbeldi. Að normalísera vændi og klám getur ekki gagnast konum og verður alltaf bakslag í baráttunni fyrir jafnrétti. Í þeirri valdaskekkju sem ríkir, kynhlutverkum og menningu sem hefur viðgengist, er ekki mögulegt að snúa þessum aðstæðum uppí valdeflandi frjálst val fyrir konur að taka þátt í. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Jafnréttismál Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ég hef unnið að menntun ungmenna í 15 ár. Það er engu líkt eiga samtal við nemendur sína, læra af þeim, miðla til þeirra og sjá þá eflast og þroskast. Þegar ég byrjaði að kenna kynja- og jafnréttisfræðsluna fyrir 14 árum grunaði mig ekki að nemendur mínir (sem í upphafi voru aðallega stúlkur) upplifðu þá valdeflingu sem raunin varð. Valdeflingin fólst í því að átta sig á hvernig samfélagið funkeraði. Hvernig hlutverk kvenna og karla (veit af tvíhyggjunni hér) hafa verið og eru. Hvernig við erum öll ófrjáls í kynjakerfinu. Markmiðið mitt var að kortleggja samfélagið okkar, menninguna, út frá kynjafræðilegum forsendum. Vinnumarkaðurinn, stjórnmálin, fréttirnar, íþróttirnar, sjálfsmyndin, auglýsingarnar, poppkúlturinn, tónlistin, kynlífið, klámið og ótalmart fleira var og er á dagskrá kynjafræðinnar. Að skoða umhverfi sitt og rýna í það með kynjagleraugunum er bæði áhugavert, vekjandi og góð þjálfun í gagnrýnni hugsun. Fegrunaraðgerðir eru enn annað dæmi um viðfangsefni kennslustunda, eins og öll vitum þá eru fegrunaraðgerðir mjög kynjað fyrirbæri, þ.e. konur eru í meirihluta þeirra sem undirgangast slíkar aðgerðir. Öll vitum við líka að fegrunaraðgerðir miða langflestar að því að konur öðlist sama útlitið, hvort sem það eru brjóst, varir eða annað. Þannig verður ákveðið útlit í tísku. Sjálfsmynd okkar verður alltaf til í samspili við umhverfi okkar og þannig fá stúlkur og konur ítrekuð skilaboð um að þær þurfi að hafa ákveðið útlit til að flokkast fallegar og kynþokkafullar, sem er búið að skilgreina í þaula. Í ofanálag eru konur fyrst og fremst skilgreindar útfrá útliti sínu og líkamlegu aðdráttarafli svo pressan er mikil. Undir engum kringumstæðum eru konur sem kjósa að fara í fegrunaraðgerðir dæmdar eða gert lítið úr þeim í greiningunni. En það er frelsandi að átta sig á þessu skrauthlutverki sem hefur fylgt konum í gegnum söguna, gefur ákveðinn skjöld gegn þessum þrýstingi. Auglýsingar sýna okkur einmitt hvernig útlit er talið æskilegt fyrir konur. Í þrástefi eru líkamar kvenna hlutgerðir í auglýsingum og óraunhæfar likamsmyndir dregnar upp. Er hægt að tala um frjálst val um fegrunaraðgerðir við þessi skilyrði sem stúlkum og konum eru gefnar og eru alltumlykjandi? Ég held ekki. Í umræðunni um klámið eru hlutverk kynjanna skoðuð og greind – og hlutverkin eru mjög kynjuð. Eins og í menningunni almennt, þá eru konur undirskipaðar í klámi, eru niðurlægðar og beittar ofbeldi. Í greiningunni á klámi eru neytendur kláms að sjálfsögðu ekki fordæmdir og ekki heldur þau sem taka þátt í því fyrir framan myndavélina. Það er líka kýrskýrt að klám og klámvæðing hefur áhrif á kynímynd fólks og kynhegðun. Væntingar til kynjanna um kynhegðun er gjörólík og viðbrögð samfélagsins sömuleiðis. Konur eru drusluskammaðar og körlum hampað fyrir nákvæmlega sömu hegðun. Það er valdeflandi fyrir öll kyn að átta sig á þessu ranglæti. Það er nauðsynlegt að taka þá umræðu í öruggu rými kennslustofunnar. Vændi er nátengt klámi og sum segja að klám sé vændi fyrir framan myndavélar. Eins og í klámi er aðkoma kynjanna að vændi er ólík – þar eru konur gjarnan að selja líkama sína og karlar sem kaupa. Það er mikilvægt að skilja að afleiðingar af klámi og vændi á konur eru þær sömu og eftir kynferðisofbeldi. Að normalísera vændi og klám getur ekki gagnast konum og verður alltaf bakslag í baráttunni fyrir jafnrétti. Í þeirri valdaskekkju sem ríkir, kynhlutverkum og menningu sem hefur viðgengist, er ekki mögulegt að snúa þessum aðstæðum uppí valdeflandi frjálst val fyrir konur að taka þátt í. Höfundur er kennari.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun