Alþingi vill svör frá heilbrigðisráðherra Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifa 29. apríl 2021 07:30 Þung gagnrýni á heilbrigðisráðherra í kjölfar breytinga á skipulagi og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi leiddi til þess að Alþingi fól ráðherranum um miðjan mars að vinna skýrslu um málið. Gagnrýnin kom frá konum sem og læknum og öðrum sérfræðingum á sviðinu, ekki síst á þá ákvörðun að greining á sýnum færi fram erlendis. Afleiðing þessara breytinga hefur því miður orðið sú að konur eru óöruggar um grundvallarþjónustu sem varðar heilsu þeirra. Það er einfaldlega óboðleg staða. Sérstaklega hefur vakið athygli að flytja sýnin til Danmerkur. Svo virðist sem skýringar heilbrigðisráðherra um ástæður þess að flytja eigi sýnin til rannsóknarstofu erlendis hafi breyst á meðan umræðunni hefur staðið. Þar hefur verið nefnt að geta til greiningar þessara sýna sé ekki nægilega góð hérlendis. Þegar leið á umræðuna komu fram þau rök heilbrigðisyfirvalda að álag á Landspítala vegna Covid-19 væri skýringin en einnig hefur verið sagt að öryggi skorti á rannsóknarstofum LSH. Enn ein skýring ráðherra hefur verið að í reynd hafi Landspítalinn ekki viljað taka við þessari rannsóknarvinnu. Öllum þessum fullyrðingum hefur verið mótmælt af fagaðilum hér á landi, ekki síst fagfólki innan LSH. Hvers vegna var þá Landspítala ekki falið að stækka þá frumurannsóknarstofu sem er til staðar á spítalanum? Á henni eru skoðuð um 2000 sýni árlega og þekkingin er til staðar. Ráðherra hefur 10 vikur til að skila umbeðinni skýrslu til þingsins. Beiðnin var að frumkvæði Viðreisnar en meðflutningsmenn voru 25 þingmenn úr stjórnarandstöðu. Nú eru 8 vikur liðnar en enn hefur ekkert heyrst af vinnunni. Að tíminn líði án þess að hreyfing virðist vera á málinu skiptir máli vegna þess að í skýrslubeiðninni var farið fram á að skýrslan yrði unnin af óháðum aðila og að samráð yrði haft við þingflokka um hver yrði fenginn í verkið. Enginn þingflokka kannast við að hafa heyrt frá heilbrigðisráðuneytinu og því virðist mega draga þá ályktun að þrátt fyrir að skýrslan eigi að liggja fyrir eftir tvær vikur þá sé engin vinna hafin af hálfu ráðuneytisins. Þetta rímar því miður við undirbúning þessara breytinga af hálfu stjórnvalda. Þar vantar allt samtal, samtal við konur sem eiga allt undir þessari þjónustu og samtal við kerfið sjálft. Forsendur, samráð, markmið og framkvæmd? Markmiðið með skýrslubeiðninni var að fá fram svör við brýnum spurningum, þannig að upplýsingar fáist t.d. um forsendur að baki þeirri ákvörðun að semja við erlenda rannsóknarstofu um að sinna greiningu á sýnum. Við hverja var haft samráð áður en ákveðið var að fela Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn verkefnið? Hver var afstaða einstakra aðila til þess að flytja greiningu á sýnum til útlanda? Einnig var óskað eftir svörum um áhrif á aðgengi að sýnum fyrir sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins hérlendis og á kostnað við greiningu leghálssýna. Þá var óskað svara við því hvort og þá hvernig heilbrigðisráðuneytið hafi lagt mat á greiningargetu meinafræðideildar Landspítala í tengslum við skimun fyrir leghálskrabbameini. Hver verða áhrif breytinganna á öryggi skimunar, m.a. vegna aðgengis, flutninga og samskipta milli landa og áhrif á sérhæfð störf við greiningu sýna vegna krabbameinsskimunar á Íslandi? Glatast störf og ef svo, hversu mörg, hver eru áhrif á sérfræðiþekkingu hérlendis við þessar breytingar og hver kunna áhrif að verða á aðra rannsóknar- og greiningarvinnu hérlendis? Umræðan hefur leitt í ljós að ekki hafði verið samið við rannsóknarstofuna í Danmörku áður en vinnunni lauk hér heima. Við það myndaðist mikið gat í þjónustunni, sem faglegt hefði verið að forðast með öllum tiltækum ráðum. Það var hins vegar ekki gert þannig að tafir urðu á greiningum. Eftir þunga umræðu í samfélaginu og harða gagnrýni þar sem áhyggjur kvenna eru augljósar eru mikil vonbrigði að ekki virðist mega merkja að vinna við þessa skýrslu fái þá áherslu sem ætti að vera. Það væri til mikils unnið að fá fram faglega úttekt á þessu máli. Úttekt og heiðarlegt samtal í kjölfarið verður að fá að eiga sér stað, enda samþykkti Alþingi einmitt að svo skyldi verða. Það er leiðin til þess að fá upp á yfirborðið hvernig að þessu var staðið af hálfu heilbrigðisyfirvalda og það er leiðin til þess að í kjölfarið geti farið fram samtal og vinna til þess að efla traust kvenna til þessarar grundvallarþjónustu. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Sjá meira
Þung gagnrýni á heilbrigðisráðherra í kjölfar breytinga á skipulagi og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi leiddi til þess að Alþingi fól ráðherranum um miðjan mars að vinna skýrslu um málið. Gagnrýnin kom frá konum sem og læknum og öðrum sérfræðingum á sviðinu, ekki síst á þá ákvörðun að greining á sýnum færi fram erlendis. Afleiðing þessara breytinga hefur því miður orðið sú að konur eru óöruggar um grundvallarþjónustu sem varðar heilsu þeirra. Það er einfaldlega óboðleg staða. Sérstaklega hefur vakið athygli að flytja sýnin til Danmerkur. Svo virðist sem skýringar heilbrigðisráðherra um ástæður þess að flytja eigi sýnin til rannsóknarstofu erlendis hafi breyst á meðan umræðunni hefur staðið. Þar hefur verið nefnt að geta til greiningar þessara sýna sé ekki nægilega góð hérlendis. Þegar leið á umræðuna komu fram þau rök heilbrigðisyfirvalda að álag á Landspítala vegna Covid-19 væri skýringin en einnig hefur verið sagt að öryggi skorti á rannsóknarstofum LSH. Enn ein skýring ráðherra hefur verið að í reynd hafi Landspítalinn ekki viljað taka við þessari rannsóknarvinnu. Öllum þessum fullyrðingum hefur verið mótmælt af fagaðilum hér á landi, ekki síst fagfólki innan LSH. Hvers vegna var þá Landspítala ekki falið að stækka þá frumurannsóknarstofu sem er til staðar á spítalanum? Á henni eru skoðuð um 2000 sýni árlega og þekkingin er til staðar. Ráðherra hefur 10 vikur til að skila umbeðinni skýrslu til þingsins. Beiðnin var að frumkvæði Viðreisnar en meðflutningsmenn voru 25 þingmenn úr stjórnarandstöðu. Nú eru 8 vikur liðnar en enn hefur ekkert heyrst af vinnunni. Að tíminn líði án þess að hreyfing virðist vera á málinu skiptir máli vegna þess að í skýrslubeiðninni var farið fram á að skýrslan yrði unnin af óháðum aðila og að samráð yrði haft við þingflokka um hver yrði fenginn í verkið. Enginn þingflokka kannast við að hafa heyrt frá heilbrigðisráðuneytinu og því virðist mega draga þá ályktun að þrátt fyrir að skýrslan eigi að liggja fyrir eftir tvær vikur þá sé engin vinna hafin af hálfu ráðuneytisins. Þetta rímar því miður við undirbúning þessara breytinga af hálfu stjórnvalda. Þar vantar allt samtal, samtal við konur sem eiga allt undir þessari þjónustu og samtal við kerfið sjálft. Forsendur, samráð, markmið og framkvæmd? Markmiðið með skýrslubeiðninni var að fá fram svör við brýnum spurningum, þannig að upplýsingar fáist t.d. um forsendur að baki þeirri ákvörðun að semja við erlenda rannsóknarstofu um að sinna greiningu á sýnum. Við hverja var haft samráð áður en ákveðið var að fela Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn verkefnið? Hver var afstaða einstakra aðila til þess að flytja greiningu á sýnum til útlanda? Einnig var óskað eftir svörum um áhrif á aðgengi að sýnum fyrir sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins hérlendis og á kostnað við greiningu leghálssýna. Þá var óskað svara við því hvort og þá hvernig heilbrigðisráðuneytið hafi lagt mat á greiningargetu meinafræðideildar Landspítala í tengslum við skimun fyrir leghálskrabbameini. Hver verða áhrif breytinganna á öryggi skimunar, m.a. vegna aðgengis, flutninga og samskipta milli landa og áhrif á sérhæfð störf við greiningu sýna vegna krabbameinsskimunar á Íslandi? Glatast störf og ef svo, hversu mörg, hver eru áhrif á sérfræðiþekkingu hérlendis við þessar breytingar og hver kunna áhrif að verða á aðra rannsóknar- og greiningarvinnu hérlendis? Umræðan hefur leitt í ljós að ekki hafði verið samið við rannsóknarstofuna í Danmörku áður en vinnunni lauk hér heima. Við það myndaðist mikið gat í þjónustunni, sem faglegt hefði verið að forðast með öllum tiltækum ráðum. Það var hins vegar ekki gert þannig að tafir urðu á greiningum. Eftir þunga umræðu í samfélaginu og harða gagnrýni þar sem áhyggjur kvenna eru augljósar eru mikil vonbrigði að ekki virðist mega merkja að vinna við þessa skýrslu fái þá áherslu sem ætti að vera. Það væri til mikils unnið að fá fram faglega úttekt á þessu máli. Úttekt og heiðarlegt samtal í kjölfarið verður að fá að eiga sér stað, enda samþykkti Alþingi einmitt að svo skyldi verða. Það er leiðin til þess að fá upp á yfirborðið hvernig að þessu var staðið af hálfu heilbrigðisyfirvalda og það er leiðin til þess að í kjölfarið geti farið fram samtal og vinna til þess að efla traust kvenna til þessarar grundvallarþjónustu. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun