Alþingi vill svör frá heilbrigðisráðherra Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifa 29. apríl 2021 07:30 Þung gagnrýni á heilbrigðisráðherra í kjölfar breytinga á skipulagi og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi leiddi til þess að Alþingi fól ráðherranum um miðjan mars að vinna skýrslu um málið. Gagnrýnin kom frá konum sem og læknum og öðrum sérfræðingum á sviðinu, ekki síst á þá ákvörðun að greining á sýnum færi fram erlendis. Afleiðing þessara breytinga hefur því miður orðið sú að konur eru óöruggar um grundvallarþjónustu sem varðar heilsu þeirra. Það er einfaldlega óboðleg staða. Sérstaklega hefur vakið athygli að flytja sýnin til Danmerkur. Svo virðist sem skýringar heilbrigðisráðherra um ástæður þess að flytja eigi sýnin til rannsóknarstofu erlendis hafi breyst á meðan umræðunni hefur staðið. Þar hefur verið nefnt að geta til greiningar þessara sýna sé ekki nægilega góð hérlendis. Þegar leið á umræðuna komu fram þau rök heilbrigðisyfirvalda að álag á Landspítala vegna Covid-19 væri skýringin en einnig hefur verið sagt að öryggi skorti á rannsóknarstofum LSH. Enn ein skýring ráðherra hefur verið að í reynd hafi Landspítalinn ekki viljað taka við þessari rannsóknarvinnu. Öllum þessum fullyrðingum hefur verið mótmælt af fagaðilum hér á landi, ekki síst fagfólki innan LSH. Hvers vegna var þá Landspítala ekki falið að stækka þá frumurannsóknarstofu sem er til staðar á spítalanum? Á henni eru skoðuð um 2000 sýni árlega og þekkingin er til staðar. Ráðherra hefur 10 vikur til að skila umbeðinni skýrslu til þingsins. Beiðnin var að frumkvæði Viðreisnar en meðflutningsmenn voru 25 þingmenn úr stjórnarandstöðu. Nú eru 8 vikur liðnar en enn hefur ekkert heyrst af vinnunni. Að tíminn líði án þess að hreyfing virðist vera á málinu skiptir máli vegna þess að í skýrslubeiðninni var farið fram á að skýrslan yrði unnin af óháðum aðila og að samráð yrði haft við þingflokka um hver yrði fenginn í verkið. Enginn þingflokka kannast við að hafa heyrt frá heilbrigðisráðuneytinu og því virðist mega draga þá ályktun að þrátt fyrir að skýrslan eigi að liggja fyrir eftir tvær vikur þá sé engin vinna hafin af hálfu ráðuneytisins. Þetta rímar því miður við undirbúning þessara breytinga af hálfu stjórnvalda. Þar vantar allt samtal, samtal við konur sem eiga allt undir þessari þjónustu og samtal við kerfið sjálft. Forsendur, samráð, markmið og framkvæmd? Markmiðið með skýrslubeiðninni var að fá fram svör við brýnum spurningum, þannig að upplýsingar fáist t.d. um forsendur að baki þeirri ákvörðun að semja við erlenda rannsóknarstofu um að sinna greiningu á sýnum. Við hverja var haft samráð áður en ákveðið var að fela Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn verkefnið? Hver var afstaða einstakra aðila til þess að flytja greiningu á sýnum til útlanda? Einnig var óskað eftir svörum um áhrif á aðgengi að sýnum fyrir sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins hérlendis og á kostnað við greiningu leghálssýna. Þá var óskað svara við því hvort og þá hvernig heilbrigðisráðuneytið hafi lagt mat á greiningargetu meinafræðideildar Landspítala í tengslum við skimun fyrir leghálskrabbameini. Hver verða áhrif breytinganna á öryggi skimunar, m.a. vegna aðgengis, flutninga og samskipta milli landa og áhrif á sérhæfð störf við greiningu sýna vegna krabbameinsskimunar á Íslandi? Glatast störf og ef svo, hversu mörg, hver eru áhrif á sérfræðiþekkingu hérlendis við þessar breytingar og hver kunna áhrif að verða á aðra rannsóknar- og greiningarvinnu hérlendis? Umræðan hefur leitt í ljós að ekki hafði verið samið við rannsóknarstofuna í Danmörku áður en vinnunni lauk hér heima. Við það myndaðist mikið gat í þjónustunni, sem faglegt hefði verið að forðast með öllum tiltækum ráðum. Það var hins vegar ekki gert þannig að tafir urðu á greiningum. Eftir þunga umræðu í samfélaginu og harða gagnrýni þar sem áhyggjur kvenna eru augljósar eru mikil vonbrigði að ekki virðist mega merkja að vinna við þessa skýrslu fái þá áherslu sem ætti að vera. Það væri til mikils unnið að fá fram faglega úttekt á þessu máli. Úttekt og heiðarlegt samtal í kjölfarið verður að fá að eiga sér stað, enda samþykkti Alþingi einmitt að svo skyldi verða. Það er leiðin til þess að fá upp á yfirborðið hvernig að þessu var staðið af hálfu heilbrigðisyfirvalda og það er leiðin til þess að í kjölfarið geti farið fram samtal og vinna til þess að efla traust kvenna til þessarar grundvallarþjónustu. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þung gagnrýni á heilbrigðisráðherra í kjölfar breytinga á skipulagi og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi leiddi til þess að Alþingi fól ráðherranum um miðjan mars að vinna skýrslu um málið. Gagnrýnin kom frá konum sem og læknum og öðrum sérfræðingum á sviðinu, ekki síst á þá ákvörðun að greining á sýnum færi fram erlendis. Afleiðing þessara breytinga hefur því miður orðið sú að konur eru óöruggar um grundvallarþjónustu sem varðar heilsu þeirra. Það er einfaldlega óboðleg staða. Sérstaklega hefur vakið athygli að flytja sýnin til Danmerkur. Svo virðist sem skýringar heilbrigðisráðherra um ástæður þess að flytja eigi sýnin til rannsóknarstofu erlendis hafi breyst á meðan umræðunni hefur staðið. Þar hefur verið nefnt að geta til greiningar þessara sýna sé ekki nægilega góð hérlendis. Þegar leið á umræðuna komu fram þau rök heilbrigðisyfirvalda að álag á Landspítala vegna Covid-19 væri skýringin en einnig hefur verið sagt að öryggi skorti á rannsóknarstofum LSH. Enn ein skýring ráðherra hefur verið að í reynd hafi Landspítalinn ekki viljað taka við þessari rannsóknarvinnu. Öllum þessum fullyrðingum hefur verið mótmælt af fagaðilum hér á landi, ekki síst fagfólki innan LSH. Hvers vegna var þá Landspítala ekki falið að stækka þá frumurannsóknarstofu sem er til staðar á spítalanum? Á henni eru skoðuð um 2000 sýni árlega og þekkingin er til staðar. Ráðherra hefur 10 vikur til að skila umbeðinni skýrslu til þingsins. Beiðnin var að frumkvæði Viðreisnar en meðflutningsmenn voru 25 þingmenn úr stjórnarandstöðu. Nú eru 8 vikur liðnar en enn hefur ekkert heyrst af vinnunni. Að tíminn líði án þess að hreyfing virðist vera á málinu skiptir máli vegna þess að í skýrslubeiðninni var farið fram á að skýrslan yrði unnin af óháðum aðila og að samráð yrði haft við þingflokka um hver yrði fenginn í verkið. Enginn þingflokka kannast við að hafa heyrt frá heilbrigðisráðuneytinu og því virðist mega draga þá ályktun að þrátt fyrir að skýrslan eigi að liggja fyrir eftir tvær vikur þá sé engin vinna hafin af hálfu ráðuneytisins. Þetta rímar því miður við undirbúning þessara breytinga af hálfu stjórnvalda. Þar vantar allt samtal, samtal við konur sem eiga allt undir þessari þjónustu og samtal við kerfið sjálft. Forsendur, samráð, markmið og framkvæmd? Markmiðið með skýrslubeiðninni var að fá fram svör við brýnum spurningum, þannig að upplýsingar fáist t.d. um forsendur að baki þeirri ákvörðun að semja við erlenda rannsóknarstofu um að sinna greiningu á sýnum. Við hverja var haft samráð áður en ákveðið var að fela Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn verkefnið? Hver var afstaða einstakra aðila til þess að flytja greiningu á sýnum til útlanda? Einnig var óskað eftir svörum um áhrif á aðgengi að sýnum fyrir sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins hérlendis og á kostnað við greiningu leghálssýna. Þá var óskað svara við því hvort og þá hvernig heilbrigðisráðuneytið hafi lagt mat á greiningargetu meinafræðideildar Landspítala í tengslum við skimun fyrir leghálskrabbameini. Hver verða áhrif breytinganna á öryggi skimunar, m.a. vegna aðgengis, flutninga og samskipta milli landa og áhrif á sérhæfð störf við greiningu sýna vegna krabbameinsskimunar á Íslandi? Glatast störf og ef svo, hversu mörg, hver eru áhrif á sérfræðiþekkingu hérlendis við þessar breytingar og hver kunna áhrif að verða á aðra rannsóknar- og greiningarvinnu hérlendis? Umræðan hefur leitt í ljós að ekki hafði verið samið við rannsóknarstofuna í Danmörku áður en vinnunni lauk hér heima. Við það myndaðist mikið gat í þjónustunni, sem faglegt hefði verið að forðast með öllum tiltækum ráðum. Það var hins vegar ekki gert þannig að tafir urðu á greiningum. Eftir þunga umræðu í samfélaginu og harða gagnrýni þar sem áhyggjur kvenna eru augljósar eru mikil vonbrigði að ekki virðist mega merkja að vinna við þessa skýrslu fái þá áherslu sem ætti að vera. Það væri til mikils unnið að fá fram faglega úttekt á þessu máli. Úttekt og heiðarlegt samtal í kjölfarið verður að fá að eiga sér stað, enda samþykkti Alþingi einmitt að svo skyldi verða. Það er leiðin til þess að fá upp á yfirborðið hvernig að þessu var staðið af hálfu heilbrigðisyfirvalda og það er leiðin til þess að í kjölfarið geti farið fram samtal og vinna til þess að efla traust kvenna til þessarar grundvallarþjónustu. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun