„Ef verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 15:08 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. vísir/vilhelm Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir að þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum muni hafa gríðarleg áhrif á alþjóðahagkerfið í kjölfar heimsfaraldursins. Hann segir launahækkanir hér á landi hafa neikvæð áhrif á samkeppnisgreinar eins og ferðaþjónustu. Gylfi ræddi verðbólgu, atvinnuleysi og almennar horfur í efnahagsmálum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum spila stórt hlutverk í kjölfar heimsfaraldursins. „Samfélagið þar mun væntanlega fara í eðlilegt horf þegar líður á sumar, með alveg gríðarlegum stimulus og láum vöxtum. Ef að það eina sem gerist þar er að atvinna eykst án þess að verðbólga fari upp þá fari upp þá verður þetta vel heppnað. Ef að verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp og við erum auðvitað bara örlítið peð í því dæmi. Þá getum við búist við því að vaxtastig hér og annars staðar hækki,“ sagði Gylfi. Gríðarleg óvissa sé enn uppi í heimshagkerfinu. Hann segir að verðbólgan hér á landi nú stafi að miklu leyti af hækkandi fasteignaverði en Gylfi segir þó ljóst að komið verði í veg fyrir verðbólguskrið með einhverjum ráðum. Hann segir erfitt að útrýma atvinnuleysi á meðan það er eins mikið og raun ber vitni í ferðaþjónustu. Gylfi var jafnframt spurður um áhrif launa á efnahagsþróunina en kaupmáttur launa hér á landi hefur vaxið í niðursveiflunni. „Hlutdeild launa í þjóðartekjum hér á landi er mjög mikil, hún hefur ekki lækkað eins og hún hefur gert í ýmsum öðrum löndum,“ sagði Gylfi. Stærstur hluti hagkerfisins hafi þolað launahækkanir hingað til. „En tíu prósent hagkerfið, ferðaþjónustan, hún var orðin löskuð áður en covid kom vegna þess að hlutdeild launa í heildartekjum hafði ekki verið hærri síðan alla veganna 2003, svo að þessi launaþróun, hún gerir samkeppnisgreinunum mjög erfitt fyrir,“ sagði Gylfi en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Gylfi ræddi verðbólgu, atvinnuleysi og almennar horfur í efnahagsmálum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum spila stórt hlutverk í kjölfar heimsfaraldursins. „Samfélagið þar mun væntanlega fara í eðlilegt horf þegar líður á sumar, með alveg gríðarlegum stimulus og láum vöxtum. Ef að það eina sem gerist þar er að atvinna eykst án þess að verðbólga fari upp þá fari upp þá verður þetta vel heppnað. Ef að verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp og við erum auðvitað bara örlítið peð í því dæmi. Þá getum við búist við því að vaxtastig hér og annars staðar hækki,“ sagði Gylfi. Gríðarleg óvissa sé enn uppi í heimshagkerfinu. Hann segir að verðbólgan hér á landi nú stafi að miklu leyti af hækkandi fasteignaverði en Gylfi segir þó ljóst að komið verði í veg fyrir verðbólguskrið með einhverjum ráðum. Hann segir erfitt að útrýma atvinnuleysi á meðan það er eins mikið og raun ber vitni í ferðaþjónustu. Gylfi var jafnframt spurður um áhrif launa á efnahagsþróunina en kaupmáttur launa hér á landi hefur vaxið í niðursveiflunni. „Hlutdeild launa í þjóðartekjum hér á landi er mjög mikil, hún hefur ekki lækkað eins og hún hefur gert í ýmsum öðrum löndum,“ sagði Gylfi. Stærstur hluti hagkerfisins hafi þolað launahækkanir hingað til. „En tíu prósent hagkerfið, ferðaþjónustan, hún var orðin löskuð áður en covid kom vegna þess að hlutdeild launa í heildartekjum hafði ekki verið hærri síðan alla veganna 2003, svo að þessi launaþróun, hún gerir samkeppnisgreinunum mjög erfitt fyrir,“ sagði Gylfi en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira