Hafa gefið bólusettum 1,5 milljón kleinurhringi og eru rétt að byrja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júní 2021 08:01 Forsvarsmenn Krispy Kreme gera ráð fyrir að gefa milljónir kleinuhringja á árinu. Kleinuhringjakeðjan Krispy Kreme hefur gefið 1,5 milljón kleinuhringi til bólusettra einstaklinga. Keðjan tilkynnti í mars síðastliðnum að allir Bandaríkjamenn sem hefðu þegið bólusetningu ættu kost á því að fá einn ókeypis kleinuhring á dag út árið. Dave Skena, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Krispy Kreme, segist gera ráð fyrir því að keðjan muni gefa milljónir kleinuhringja á árinu en nú þegar hefur helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Til að fá kleinuhring án greiðslu á næsta afgreiðslustað þarf fólk að hafa fengið einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 og getað framvísað vottorði því til sönnunar. Krispy Kreme er eitt af nokkrum fjölda fyrirtækja sem hafa ákveðið að verðlauna bólusetta Bandaríkjamenn til að hvetja fleiri til að þiggja bólusetningu. Þannig hefur Budweiser heitið ókeypis bjór, Junior's Cheesecake ókeypis ostaköku og Nathan's Hot Dogs ókeypis pylsum. Þá hafa mörg fyrirtæki boðið starfsmönnum sínum bónusa eða frí gegn því að þeir láti bólusetja sig. Samkvæmt CNN á Krispy Kreme nokkuð undir í almannatengslum þessi misserin þar sem fyrirtækið er sagt stefna á skráningu í kauphöll. Þá hefur keðjan verið að færa út kvíarnar og opnaði meðal annars risastóra verslun í New York á dögunum. Þar er að finna glassúrfoss, 24 stunda lúguþjónustu og áhorfendabekki þar sem áhugasamir geta fylgst með því hvernig kleinuhringirnir víðfrægu verða til. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dave Skena, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Krispy Kreme, segist gera ráð fyrir því að keðjan muni gefa milljónir kleinuhringja á árinu en nú þegar hefur helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Til að fá kleinuhring án greiðslu á næsta afgreiðslustað þarf fólk að hafa fengið einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 og getað framvísað vottorði því til sönnunar. Krispy Kreme er eitt af nokkrum fjölda fyrirtækja sem hafa ákveðið að verðlauna bólusetta Bandaríkjamenn til að hvetja fleiri til að þiggja bólusetningu. Þannig hefur Budweiser heitið ókeypis bjór, Junior's Cheesecake ókeypis ostaköku og Nathan's Hot Dogs ókeypis pylsum. Þá hafa mörg fyrirtæki boðið starfsmönnum sínum bónusa eða frí gegn því að þeir láti bólusetja sig. Samkvæmt CNN á Krispy Kreme nokkuð undir í almannatengslum þessi misserin þar sem fyrirtækið er sagt stefna á skráningu í kauphöll. Þá hefur keðjan verið að færa út kvíarnar og opnaði meðal annars risastóra verslun í New York á dögunum. Þar er að finna glassúrfoss, 24 stunda lúguþjónustu og áhorfendabekki þar sem áhugasamir geta fylgst með því hvernig kleinuhringirnir víðfrægu verða til.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira