Veldu hugrekki fram yfir þægindi Ásta Kristín Sigurjónssdóttir skrifar 15. júní 2021 07:31 Þegar mig langar að hreinsa hugann og sækja mér andlega uppliftingu þá fer ég oftast út að hlaupa og hlusta gjarnan á hlaðvörp. Reyndar gerist það þá jafnhraðan að í stað þess að hreinsa hugann fyllist hann af nýjum hugmyndum og andgift sem er sannarlega ekki af verri endanum heldur. Í einni svona hlaupahlustun var í eyrunum þátturinn Normið (sem reyndar verður nánast alltaf fyrir valinu). Að þessu sinni var umræðan „Hugrekki eða þægindi?“ Ég verð að segja að um leið og þessi umræða byrjaði kom uppí hugann minn akkúrat það sem ég hef svo oft hugsað en alls ekki nógu oft sagt upphátt: Svona vinnur Þórdís Kolbrún! Hún velur hugrekki framyfir þægindi í nánast öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það að taka stórar ákvarðanir sem varða miklar breytingar sem til lengri tíma munu vinna beint inní tilgang og kjarna íslensks samfélags, það er hugrekki. Hugrakkar ákvarðanir eru ekki alltaf þær vinsælustu en þær eru allar teknar með hjartað á sínum stað og með heildar hagsmuni og stóru myndina í huga. Það er stundum erfitt og óþægilegt að leiða fólk í gegnum nýsköpun og breytingar en með verklagi sínu hefur Þórdís Kolbrún sýnt að hún er traustsins verð. Það að við eigum val um svo einstakan stjórnmálamann, sem veit og skilur, hlustar og framkvæmir, það eru forréttindi í sjálfu sér. Það að við eigum val um stjórnmálamann sem skilur að þarfir landsbyggðarinnar eru öðruvísi en stórborgarinnar, beitir sér fyrir orkuskiptum, hugbúnaðarþróun og skilur mikilvægi þess að nýsköpun sé ekki lúxus heldur þörf, það er einstakt. Það að við eigum val um stjórnmálamann sem aðskilur sig ekki frá öðrum, er jarðbundin og heil, treystir fólkinu fyrst og er fær um að hlusta á mismunandi sjónarmið, það er skynsamlegt val. Veljum hugrekki og sækjum okkur innblástur í að gera ekki hlutina innan þægindarammans því þar hvorki stækkum við né þróumst. Breytingar taka á, samfélagið sem bíður okkar er ekki það sama og var. Við þurfum sterka rödd sem þorir, skilur og getur. Þar fer fremst í flokki Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Höfundur er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar mig langar að hreinsa hugann og sækja mér andlega uppliftingu þá fer ég oftast út að hlaupa og hlusta gjarnan á hlaðvörp. Reyndar gerist það þá jafnhraðan að í stað þess að hreinsa hugann fyllist hann af nýjum hugmyndum og andgift sem er sannarlega ekki af verri endanum heldur. Í einni svona hlaupahlustun var í eyrunum þátturinn Normið (sem reyndar verður nánast alltaf fyrir valinu). Að þessu sinni var umræðan „Hugrekki eða þægindi?“ Ég verð að segja að um leið og þessi umræða byrjaði kom uppí hugann minn akkúrat það sem ég hef svo oft hugsað en alls ekki nógu oft sagt upphátt: Svona vinnur Þórdís Kolbrún! Hún velur hugrekki framyfir þægindi í nánast öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það að taka stórar ákvarðanir sem varða miklar breytingar sem til lengri tíma munu vinna beint inní tilgang og kjarna íslensks samfélags, það er hugrekki. Hugrakkar ákvarðanir eru ekki alltaf þær vinsælustu en þær eru allar teknar með hjartað á sínum stað og með heildar hagsmuni og stóru myndina í huga. Það er stundum erfitt og óþægilegt að leiða fólk í gegnum nýsköpun og breytingar en með verklagi sínu hefur Þórdís Kolbrún sýnt að hún er traustsins verð. Það að við eigum val um svo einstakan stjórnmálamann, sem veit og skilur, hlustar og framkvæmir, það eru forréttindi í sjálfu sér. Það að við eigum val um stjórnmálamann sem skilur að þarfir landsbyggðarinnar eru öðruvísi en stórborgarinnar, beitir sér fyrir orkuskiptum, hugbúnaðarþróun og skilur mikilvægi þess að nýsköpun sé ekki lúxus heldur þörf, það er einstakt. Það að við eigum val um stjórnmálamann sem aðskilur sig ekki frá öðrum, er jarðbundin og heil, treystir fólkinu fyrst og er fær um að hlusta á mismunandi sjónarmið, það er skynsamlegt val. Veljum hugrekki og sækjum okkur innblástur í að gera ekki hlutina innan þægindarammans því þar hvorki stækkum við né þróumst. Breytingar taka á, samfélagið sem bíður okkar er ekki það sama og var. Við þurfum sterka rödd sem þorir, skilur og getur. Þar fer fremst í flokki Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Höfundur er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar