Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. júní 2021 23:33 Kaupin ganga ekki í gegn nema að þau verði samþykkt á hluthafafundi Icelandair. vísir/vilhelm Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. Hlutirnir sem Bain skráir sig fyrir eru samtals rúmlega 5,6 milljarðar nýrra hluta og eru þeir seldir á genginu 1,43 króna á hlut. Í tilkynningu frá Icelandair segir að samkomulagið sé gert með fyrirvara um samþykki hluthafafundar og að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum að nýjum hlutum í félaginu. Bain Capital mun fá fulltrúa í stjórn Icelandair Group eftir kaupin. Verði kaupin samþykkt á hluthafafundinum mun Úlfar Steindórsson þá stíga til hliðar sem stjórnarmaður í félaginu. Stefnt er að því að halda hluthafafundinn eftir sléttan mánum, þann 23. júlí. Mitt Romney er meðal stofnenda Bain Capital.AP Fjárfestingarfélagið mun að auki fá áskriftarréttindi fyrir hlutum sem samsvara 25 prósentum af heildarfjölda þeirra nýju hluta sem gefnir verða út. Mitt Romney meðal stofnenda Bain Bain Capital var stofnað árið 1984 en á meðal stofnenda þess var Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og núverandi öldungardeildarþingmaður. Hann sá eini sem hefur gegnt stöðu forstjóra í sögu fjárfestingarfélagsins. Hlakka til samstarfsins „Það er mikið gleðiefni að bjóða Bain Capital velkomin í sterkan og fjölbreyttan hluthafahóp okkar. Við erum ánægð með að fá í hópinn leiðandi fjárfesti á heimsvísu með mikla þekkingu á fluggeiranum. Samkomulagið er auk þess mikilvæg viðurkenning á því ötula starfi sem starfsfólk Icelandair hefur unnið til að tryggja bjarta framtíð félagsins. Við hlökkum til samstarfsins og að nýta þau miklu tækifæri sem við sjáum í viðskiptalíkani Icelandair eftir heimsfaraldurinn,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.vísir/egill Hljóðið er svipað í Matthew Evans, framkvæmdastjóra Bain Capital: „Við erum mjög spennt fyrir því að bæta Icelandair Group í fjölbreytt eignasafn okkar í flugtengdri starfsemi og að styðja við flugfélagið í næsta kafla 84 ára sögu þess,“ er haft eftir honum. „Þó líklegt sé að það taki ferðaþjónustu í heiminum nokkurn tíma að ná fullum styrk á ný, deilum við þeirri trú með stjórnendum Icelandair að viðskiptalíkan félagsins sé mjög samkeppnishæft til lengri tíma og að félagið hafi rekstrarsögu sem setur það í kjörstöðu til þess að nýta sér þau tækifæri sem verða til nú þegar heimsfaraldurinn er í rénun. Við erum sannfærð um að víðtæk reynsla okkar úr fluggeiranum og virðisaukandi nálgun muni styðja við vöxt Icelandair til hagsbóta fyrir alla hluthafa.“ Icelandair Bandaríkin Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hlutirnir sem Bain skráir sig fyrir eru samtals rúmlega 5,6 milljarðar nýrra hluta og eru þeir seldir á genginu 1,43 króna á hlut. Í tilkynningu frá Icelandair segir að samkomulagið sé gert með fyrirvara um samþykki hluthafafundar og að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum að nýjum hlutum í félaginu. Bain Capital mun fá fulltrúa í stjórn Icelandair Group eftir kaupin. Verði kaupin samþykkt á hluthafafundinum mun Úlfar Steindórsson þá stíga til hliðar sem stjórnarmaður í félaginu. Stefnt er að því að halda hluthafafundinn eftir sléttan mánum, þann 23. júlí. Mitt Romney er meðal stofnenda Bain Capital.AP Fjárfestingarfélagið mun að auki fá áskriftarréttindi fyrir hlutum sem samsvara 25 prósentum af heildarfjölda þeirra nýju hluta sem gefnir verða út. Mitt Romney meðal stofnenda Bain Bain Capital var stofnað árið 1984 en á meðal stofnenda þess var Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og núverandi öldungardeildarþingmaður. Hann sá eini sem hefur gegnt stöðu forstjóra í sögu fjárfestingarfélagsins. Hlakka til samstarfsins „Það er mikið gleðiefni að bjóða Bain Capital velkomin í sterkan og fjölbreyttan hluthafahóp okkar. Við erum ánægð með að fá í hópinn leiðandi fjárfesti á heimsvísu með mikla þekkingu á fluggeiranum. Samkomulagið er auk þess mikilvæg viðurkenning á því ötula starfi sem starfsfólk Icelandair hefur unnið til að tryggja bjarta framtíð félagsins. Við hlökkum til samstarfsins og að nýta þau miklu tækifæri sem við sjáum í viðskiptalíkani Icelandair eftir heimsfaraldurinn,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.vísir/egill Hljóðið er svipað í Matthew Evans, framkvæmdastjóra Bain Capital: „Við erum mjög spennt fyrir því að bæta Icelandair Group í fjölbreytt eignasafn okkar í flugtengdri starfsemi og að styðja við flugfélagið í næsta kafla 84 ára sögu þess,“ er haft eftir honum. „Þó líklegt sé að það taki ferðaþjónustu í heiminum nokkurn tíma að ná fullum styrk á ný, deilum við þeirri trú með stjórnendum Icelandair að viðskiptalíkan félagsins sé mjög samkeppnishæft til lengri tíma og að félagið hafi rekstrarsögu sem setur það í kjörstöðu til þess að nýta sér þau tækifæri sem verða til nú þegar heimsfaraldurinn er í rénun. Við erum sannfærð um að víðtæk reynsla okkar úr fluggeiranum og virðisaukandi nálgun muni styðja við vöxt Icelandair til hagsbóta fyrir alla hluthafa.“
Icelandair Bandaríkin Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira