Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 10:03 Jennie Nilsson hefur gegnt embætti ráðherra byggðamála í Svíþjóð frá árinu 2019. EPA Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. Nilsson segir að um auðvelda ákvörðun að ræða, en umræddur varaþingmaður Jafnaðarmannaflokksins, Sara Heikkinen Breitholtz, er nú í veikindaleyfi í kjölfar þess að hafa valdið umferðarslysi fyrr á árinu. Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, og Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, keppast nú hörðum höndum að því að reyna að ná saman meirihluta á þingi um nýja stjórn, eftir að meirihluti þings samþykkti í síðustu viku vantraust á forsætisráðherrann Löfven. Löfven sagði af sér á mánudaginn, en í þingforsetinn Andreas Norlén tilkynnti í gær að hann hafi formlega hafði beðið Kristersson um kanna möguleika á myndun nýrrar stjórnar. Hafi hann þriggja daga frest til að kanna grundvöll fyrir myndun nýrrar stjórnar. Kann svo að fara að atkvæði verði greidd á þingi um Kristersson sem næsta forsætisráðherra þegar á mánudaginn. Ólík stjórnarmynstur til skoðunar Alls er óvíst hvort að Kristersson takist að ná nægum fjölda þingmanna á sitt band. Vegna ólíks styrks þingflokka hefur verið litið til ólíkra samsetninga, en 175 þingmenn þarf til að ná meirihluta. Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn eru saman með 175 þingmenn, en hægriflokkarnir Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir saman með 174 þingmenn. Því hefur sjónum verið sérstaklega beint að þeim þingmönnum sem hafa reynst flokksforystum erfiður ljár í þúfu og reynt að tryggja að allir skili sér í atkvæðagreiðslurnar framundan og „velji rétt“. Í veikindaleyfi og neitar að hætta Ein þeirra er varaþingmaðurinn Sara Heikkinen Breitholtz sem tók sæti á sænska þinginu þegar Jennie Nilsson lét af þingmennsku til að taka við ráðherraembætti. Breitholtz er grunuð um að hafa valdið umferðarslysi á síðasta ári og hefur verið í veikindaleyfi síðan. Félag Jafnaðarmannaflokksins í Halland hefur beðið Breitholtz um að láta af þingmennsku en án árangurs. Fréttaskýrandi SVT bendir á að sérhvert atkvæði komi til með að skipta máli í atkvæðagreiðslunum framundan og hefur Löfven hrósað Nilsson fyrir að hafa „axlað ábyrgð“ með þessum hætti og að virða beri slíka ákvörðun. Svíþjóð Tengdar fréttir Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29. júní 2021 14:41 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Nilsson segir að um auðvelda ákvörðun að ræða, en umræddur varaþingmaður Jafnaðarmannaflokksins, Sara Heikkinen Breitholtz, er nú í veikindaleyfi í kjölfar þess að hafa valdið umferðarslysi fyrr á árinu. Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, og Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, keppast nú hörðum höndum að því að reyna að ná saman meirihluta á þingi um nýja stjórn, eftir að meirihluti þings samþykkti í síðustu viku vantraust á forsætisráðherrann Löfven. Löfven sagði af sér á mánudaginn, en í þingforsetinn Andreas Norlén tilkynnti í gær að hann hafi formlega hafði beðið Kristersson um kanna möguleika á myndun nýrrar stjórnar. Hafi hann þriggja daga frest til að kanna grundvöll fyrir myndun nýrrar stjórnar. Kann svo að fara að atkvæði verði greidd á þingi um Kristersson sem næsta forsætisráðherra þegar á mánudaginn. Ólík stjórnarmynstur til skoðunar Alls er óvíst hvort að Kristersson takist að ná nægum fjölda þingmanna á sitt band. Vegna ólíks styrks þingflokka hefur verið litið til ólíkra samsetninga, en 175 þingmenn þarf til að ná meirihluta. Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn eru saman með 175 þingmenn, en hægriflokkarnir Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir saman með 174 þingmenn. Því hefur sjónum verið sérstaklega beint að þeim þingmönnum sem hafa reynst flokksforystum erfiður ljár í þúfu og reynt að tryggja að allir skili sér í atkvæðagreiðslurnar framundan og „velji rétt“. Í veikindaleyfi og neitar að hætta Ein þeirra er varaþingmaðurinn Sara Heikkinen Breitholtz sem tók sæti á sænska þinginu þegar Jennie Nilsson lét af þingmennsku til að taka við ráðherraembætti. Breitholtz er grunuð um að hafa valdið umferðarslysi á síðasta ári og hefur verið í veikindaleyfi síðan. Félag Jafnaðarmannaflokksins í Halland hefur beðið Breitholtz um að láta af þingmennsku en án árangurs. Fréttaskýrandi SVT bendir á að sérhvert atkvæði komi til með að skipta máli í atkvæðagreiðslunum framundan og hefur Löfven hrósað Nilsson fyrir að hafa „axlað ábyrgð“ með þessum hætti og að virða beri slíka ákvörðun.
Svíþjóð Tengdar fréttir Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29. júní 2021 14:41 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29. júní 2021 14:41
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent