Ný fjölmiðlasamsteypa Trump fjármögnuð af grandlausum fjárfestum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2021 09:47 Digital World er svokallað „special purpose acquisition company“, en slík fyrirtæki hafa verið kölluð „auður tékki“. AP/Seth Wenig Margir þeirra fjárfesta sem nú eiga hlut í nýrri fjölmiðlasamsteypu Donald Trump höfðu ekki hugmynd um að þeir væru að fjármagna nýjasta ævintýri forsetans fyrrverandi þegar þeir tóku ákvörðun um að ávaxta peninga sína. New York Times greinir frá því að Trump Media and Technology Group, sem var stofnað í febrúar á þessu ári, hafi runnið saman við fyrirtækið Digital World á miðvikudag. Digital World, sem var stofnað skömmu eftir að Trump beið ósigur í forsetakosningunum, á 300 milljónir dala í sjóðum sínum, sem Trump getur nú nýtt til að byggja upp fyrirhugað samfélagsmiðlaveldi. Digital World er meðal fyrirtækja sem hafa verið stofnuð á grunni nýs fyrirbæris á Wall Street sem hefur verið kallað „auður tékki“, eða „blank check company“ á ensku. Hugtakið er notað um fyrirtæki sem fara í hlutafjárútboð strax eftir stofnun, sem gerir það að verkum að fjárfestar hafa afar takmarkaðar upplýsingar um í hverju þeir eru að fjárfesta. Fyrirtækin renna í kjölfarið inn í önnur eldri fyrirtæki, venjulega á einu og hálfu ári, en í tilviki Digital World leið aðeins mánuður áður en samningur hafði verið undirritaður við Trump Media and Technology Group. Þeir sem fjárfestu í Digital World vissu aðeins að fjármunir þeirra yrðu notaðir til að fjárfesta í nýjum tæknifyrirtækjum og það kom flestum á óvart þegar tilkynnt var um samruna Digital World og TMTG. Einn af helstu fjárfestum Digital World var fyrirtækið Saba Capital, 3,5 milljarða dala sjóður rekinn af Boaz Weinstein. Weinstein sagði í gær að Saba Capital hefði selt stóran hluta í Digital World um leið og upp komst um samrunan við TMTG, þrátt fyrir að verð á hlutum í fyrirtækinu hefðu verið á uppleið. Sagði hann marga fjárfesta glíma við þá spurningu hvernig þeir gætu fjárfest í takt við eigin gildi og að það væri útilokað að Saba Capital tæki þátt í að fjármagna TMTG. Í kynningu á TMTG á vefsíðu fyrirtækisins segir að fyrirtækið hyggist fara í samkeppni við samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook, sem hafa lokað á forsetann fyrrverandi, en einnig við streymisveitur á borð við Netflix og Disney og fjölmiðla á borð við CNN. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
New York Times greinir frá því að Trump Media and Technology Group, sem var stofnað í febrúar á þessu ári, hafi runnið saman við fyrirtækið Digital World á miðvikudag. Digital World, sem var stofnað skömmu eftir að Trump beið ósigur í forsetakosningunum, á 300 milljónir dala í sjóðum sínum, sem Trump getur nú nýtt til að byggja upp fyrirhugað samfélagsmiðlaveldi. Digital World er meðal fyrirtækja sem hafa verið stofnuð á grunni nýs fyrirbæris á Wall Street sem hefur verið kallað „auður tékki“, eða „blank check company“ á ensku. Hugtakið er notað um fyrirtæki sem fara í hlutafjárútboð strax eftir stofnun, sem gerir það að verkum að fjárfestar hafa afar takmarkaðar upplýsingar um í hverju þeir eru að fjárfesta. Fyrirtækin renna í kjölfarið inn í önnur eldri fyrirtæki, venjulega á einu og hálfu ári, en í tilviki Digital World leið aðeins mánuður áður en samningur hafði verið undirritaður við Trump Media and Technology Group. Þeir sem fjárfestu í Digital World vissu aðeins að fjármunir þeirra yrðu notaðir til að fjárfesta í nýjum tæknifyrirtækjum og það kom flestum á óvart þegar tilkynnt var um samruna Digital World og TMTG. Einn af helstu fjárfestum Digital World var fyrirtækið Saba Capital, 3,5 milljarða dala sjóður rekinn af Boaz Weinstein. Weinstein sagði í gær að Saba Capital hefði selt stóran hluta í Digital World um leið og upp komst um samrunan við TMTG, þrátt fyrir að verð á hlutum í fyrirtækinu hefðu verið á uppleið. Sagði hann marga fjárfesta glíma við þá spurningu hvernig þeir gætu fjárfest í takt við eigin gildi og að það væri útilokað að Saba Capital tæki þátt í að fjármagna TMTG. Í kynningu á TMTG á vefsíðu fyrirtækisins segir að fyrirtækið hyggist fara í samkeppni við samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook, sem hafa lokað á forsetann fyrrverandi, en einnig við streymisveitur á borð við Netflix og Disney og fjölmiðla á borð við CNN. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira