Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2021 14:10 Íbúar Marshall-eyja vilja meiri peninga frá Bandaríkjunum í hreinsunarstarf vegna kjarnorkuvopnatilrauna á eyjunum á síðustu öld. AP/Rob Griffith Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu. Frá seinni heimsstyrjöldinni hafa Bandaríkjamenn byggt upp aðstöðu fyrir herafla sinn á Marshall-eyjum og í raun komið fram við Marshalleyjar eins og hluta af Bandaríkjunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í staðinn hafa Bandaríkin lagt peninga til uppbyggingar á eyjunum og skapað störf. Þá hafa margir íbúar Marshall-eyja nýtt sér það að geta búið og unnið í Bandaríkjunum. Þúsundir hafa flutt til Havaí, Arkansas og Oklahoma. Ráðamenn á Marshall-eyjum vilja að Bandaríkin greiði frekari bætur til íbúa eyjanna vegna mikils fjölda kjarnorkuvopnatilrauna sem voru framkvæmdar þar á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Þar á meðal er tilraunasprengingin á Bikini-rifi. Þeir kvarta yfir hárri tíðni krabbameins meðal íbúa og segja að gamalt samkomulag frá níunda áratug síðustu aldar dugi ekki til. Það samkomulag sé ekki sanngjarnt og taki ekki tillit til þess skaða sem íbúar eyjanna hafa orðið fyrir. Nú er kominn tími til að endurnýja það samkomulag en það vilja íbúar Marshall-eyja ekki gera. Frekar vilja þeir gera nýtt og betra samkomulag. Vilja viðræður í forgang Ríkisstjórn Joes Biden hefur ekki átt í viðræðum við ráðamenn á Marshall-eyjum og því hefur hópur fulltrúadeildarþingmanna beggja flokka á Bandaríkjaþingi mótmælt. Þeir segja ekki við hæfi að ræða ekki um málið og semja við ráðamenn á Marshall-eyjum á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa beint athygli sinni frekar að Kyrrahafinu og því að sporna gegn auknum áhrifum Kína. Þingmennirnir segja aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar veikja stöðu Bandaríkjanna og gefa ráðamönnum í Kína færi á að stíga inni í tómarúmið og koma að þeim mikilvægu fjárfestingum sem íbúar Marshall-eyja vilja og þurfa. Vijla viðgerðir á steypuhvelfingu Gamla samkomulagið sem Bandaríkin gerðu við Marshall-eyjar var samkvæmt AP fréttaveitunni upp á 150 milljónir dala. Áætlað er að raunverulegur kostnaður vegna skaðans sem kjarnorkuvopnatilraunirnar ollu séu nær þremur milljörðum dala. Þar er innifalinn kostnaður vegna viðgerða á steypuhvelfingu sem inniheldur mikið magn geislavirks jarðvegs. Sérfræðingar segja hana skemmda og að geislavirkur úrgangur leki frá henni. Orkumálastofnun Bandaríkjanna sagði í skýrslu sem birt var í fyrra að byggingin væri ekki skemmd og að grunnvatn sem yrði fyrir geislavirkni vegna hennar hefði ekki mælanleg áhrif á umhverfið. Bandaríkin Marshall-eyjar Kína Tengdar fréttir Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Frá seinni heimsstyrjöldinni hafa Bandaríkjamenn byggt upp aðstöðu fyrir herafla sinn á Marshall-eyjum og í raun komið fram við Marshalleyjar eins og hluta af Bandaríkjunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í staðinn hafa Bandaríkin lagt peninga til uppbyggingar á eyjunum og skapað störf. Þá hafa margir íbúar Marshall-eyja nýtt sér það að geta búið og unnið í Bandaríkjunum. Þúsundir hafa flutt til Havaí, Arkansas og Oklahoma. Ráðamenn á Marshall-eyjum vilja að Bandaríkin greiði frekari bætur til íbúa eyjanna vegna mikils fjölda kjarnorkuvopnatilrauna sem voru framkvæmdar þar á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Þar á meðal er tilraunasprengingin á Bikini-rifi. Þeir kvarta yfir hárri tíðni krabbameins meðal íbúa og segja að gamalt samkomulag frá níunda áratug síðustu aldar dugi ekki til. Það samkomulag sé ekki sanngjarnt og taki ekki tillit til þess skaða sem íbúar eyjanna hafa orðið fyrir. Nú er kominn tími til að endurnýja það samkomulag en það vilja íbúar Marshall-eyja ekki gera. Frekar vilja þeir gera nýtt og betra samkomulag. Vilja viðræður í forgang Ríkisstjórn Joes Biden hefur ekki átt í viðræðum við ráðamenn á Marshall-eyjum og því hefur hópur fulltrúadeildarþingmanna beggja flokka á Bandaríkjaþingi mótmælt. Þeir segja ekki við hæfi að ræða ekki um málið og semja við ráðamenn á Marshall-eyjum á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa beint athygli sinni frekar að Kyrrahafinu og því að sporna gegn auknum áhrifum Kína. Þingmennirnir segja aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar veikja stöðu Bandaríkjanna og gefa ráðamönnum í Kína færi á að stíga inni í tómarúmið og koma að þeim mikilvægu fjárfestingum sem íbúar Marshall-eyja vilja og þurfa. Vijla viðgerðir á steypuhvelfingu Gamla samkomulagið sem Bandaríkin gerðu við Marshall-eyjar var samkvæmt AP fréttaveitunni upp á 150 milljónir dala. Áætlað er að raunverulegur kostnaður vegna skaðans sem kjarnorkuvopnatilraunirnar ollu séu nær þremur milljörðum dala. Þar er innifalinn kostnaður vegna viðgerða á steypuhvelfingu sem inniheldur mikið magn geislavirks jarðvegs. Sérfræðingar segja hana skemmda og að geislavirkur úrgangur leki frá henni. Orkumálastofnun Bandaríkjanna sagði í skýrslu sem birt var í fyrra að byggingin væri ekki skemmd og að grunnvatn sem yrði fyrir geislavirkni vegna hennar hefði ekki mælanleg áhrif á umhverfið.
Bandaríkin Marshall-eyjar Kína Tengdar fréttir Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40
Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48