Rauður föstudagur á mörkuðum vestanhafs Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2021 15:22 Höfuðstöðvar kauphallarinnar í New York. AP/John Minchillo Hlutabréfamarkaðir voru rauðglóandi við opnun vestanhafs á þessum svarta föstudegi. Úrvalsvísitalan Dow Jones lækkaði um 900 stig eða 2,5 prósent eftir opnun. Sambærilega sögu er að segja af vísitölum S&P og Nastdaq sem lækkuðu um 1,8 prósent annars vegar og 1,5 prósent hins vegar. Lækkunina má rekja til taugatitrings vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Bandaríkjunum og nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem fundist hefur í Suður-Afríku. Sjá einnig: ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Svipuð staða var á mörkuðum hér á landi í dag og í Evrópu og í Asíu í morgun. Hlutabréf fyrirtækja í flugbransanum virðast hafa lækkað sérstaklega í dag. Sjá einnig: Áhyggjur af nýju afbrigði lita hlutabréf í Kauphöllinni Í frétt CNBC segir að fjárfestar hafi margir hverjir leitað skjóls hjá bóluefnaframleiðendum. Um tíma hafi hlutabréf Moderna hækkað í virði um rúm sextán prósent og Pfizer um fimm prósent. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt fólk til að vera rólegt vegna nýja afbrigðisins. Enn sé lítið vitað um það annað en það sé töluvert stökkbreytt, samanborið við önnur afbrigði eins og Delta-afbrigðið sem er nú ráðandi í heiminum. Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kauphöllin Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Lækkunina má rekja til taugatitrings vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Bandaríkjunum og nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem fundist hefur í Suður-Afríku. Sjá einnig: ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Svipuð staða var á mörkuðum hér á landi í dag og í Evrópu og í Asíu í morgun. Hlutabréf fyrirtækja í flugbransanum virðast hafa lækkað sérstaklega í dag. Sjá einnig: Áhyggjur af nýju afbrigði lita hlutabréf í Kauphöllinni Í frétt CNBC segir að fjárfestar hafi margir hverjir leitað skjóls hjá bóluefnaframleiðendum. Um tíma hafi hlutabréf Moderna hækkað í virði um rúm sextán prósent og Pfizer um fimm prósent. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt fólk til að vera rólegt vegna nýja afbrigðisins. Enn sé lítið vitað um það annað en það sé töluvert stökkbreytt, samanborið við önnur afbrigði eins og Delta-afbrigðið sem er nú ráðandi í heiminum.
Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kauphöllin Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira