Nagladekkjafrumvarpið ógurlega – um hvað snýst það eiginlega? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 7. desember 2021 08:02 Ég og fleiri þingmenn höfum lagt fram lagafrumvarp þar sem stigin eru varfærnisleg skref til að sporna gegn óþarfri notkun á nagladekkjum í þéttbýli. Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar fjallað er um málið: ● Styrkur svifryks í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu fer margsinnis á hverju ári langt yfir skilgreind heilsuverndarmörk með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum og frelsi fólks til að anda að sér hreinu og heilnæmu lofti. Þessi loftmengun kemur harðast niður á viðkvæmum hópum: eldra fólki, börnum, þunguðum konum og fólki með hjarta-, æða- og öndunarfærasjúkdóma. ● Umhverfisstofnun Evrópu áætlar að rekja megi allt að 70 ótímabær dauðsföll á ári til svifryksmengunar á Íslandi. Rannsóknir sýna að innlögnum á sjúkrahús fjölgar þegar svifryksmengun er mest; fleiri fá heilablóðfall og fleiri fá hjartaslag. Svifryk er krabbameinsvaldandi, eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og skemmir lungun í smábörnum. ● Rannsóknir sýna að langstærsti orsakavaldur svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu er nagladekkjaakstur. Nagladekk slíta malbiki 20 til 30 sinnum hraðar en önnur dekk og valda þannig hundruða milljóna tjóni á sveitarfélagavegum, sameiginlegri eign útsvarsgreiðenda, auk þess að skaða heilsu fólks. ● Með frumvarpi okkar er lagt til að sveitarstjórnir fái heimild til að innheimta gjald fyrir notkun nagladekkja á tilteknum svæðum fyrir ákveðið tímabil eða ákveðin skipti. Ólíklegt verður að teljast að sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins nýti sér heimildina. Sveitarstjórn og ráðherra er falin nánari útfærsla og gert er ráð fyrir nokkuð víðtækum undanþágum, svo sem fyrir neyðarbíla, flutningsþjónustu fatlaðra og jafnvel fyrir fólk sem þarf að keyra um langan veg vegna starfa fjarri heimabyggð. ● Frumvarpið snýst ekki um að banna nagladekk eða skikka öll sveitarfélög á landinu til að rukka fólk eða sekta fyrir notkun á nagladekkjum. Notkun nagladekkja er bönnuð allan ársins hring í fjölda Evrópuríkja, meðal annars í Hollandi, Póllandi og Tékklandi, þar sem sannarlega er snjókoma og fljúgandi hálka á veturna. Ekkert slíkt er lagt til í frumvarpinu sem ég og fleiri stöndum að heldur einungis heimild til gjaldtöku. ● Í norskum umferðarlögum er að finna samsvarandi gjaldtökuheimild og lögð er til í frumvarpinu. Nokkrar borgir í Noregi hafa tekið upp slík gjöld og átt samstarf sín á milli um framkvæmdina, m.a. Þrándheimur sem er um margt líkur Reykjavíkurborg hvað varðar stærð og veðurfar. Þar fer greiðslan fram rafrænt, með smáskilaboðum eða á bensínstöðvum og þegar gjaldið hefur verið greitt er staðfesting þess efnis tengd við skráningarnúmer ökutækisins. Eins og ráða má af greinargerð frumvarpsins er ætlunin að ganga skemur í gjaldtökunni og heimila víðtækari undanþágur heldur en tíðkast í Noregi. Það er til mikils að vinna að sporna gegn óþarfri notkun nagladekkja, draga úr svifryksmengun og fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum hennar. Ég hlakka til umræðu á Alþingi um þetta mál og hvet stjórnmálamenn úr fleiri flokkum til að leggja til lausnir á svifryksfaraldrinum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samgöngur Umferðaröryggi Loftslagsmál Heilbrigðismál Umhverfismál Alþingi Bílar Reykjavík Nagladekk Tengdar fréttir Gjöld á borgarbúa gætu verið stóra lausnin Um 40% ökutækja í Reykjavík eru á negldum dekkjum en þegar minnst lét voru þau rúm 20%. Nú vill Samfylkingin snúa þróuninni við með gjaldtöku. 6. desember 2021 22:00 Vilja að heimilt verði að rukka þá sem nota nagladekk Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt frumvarp á Alþingi um breytingar á umferðarlögum þess efnis að sveitarstjórnum verði heimilt að rukka fyrir notkun á nagladekkjum. 2. desember 2021 22:01 Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Ég og fleiri þingmenn höfum lagt fram lagafrumvarp þar sem stigin eru varfærnisleg skref til að sporna gegn óþarfri notkun á nagladekkjum í þéttbýli. Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar fjallað er um málið: ● Styrkur svifryks í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu fer margsinnis á hverju ári langt yfir skilgreind heilsuverndarmörk með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum og frelsi fólks til að anda að sér hreinu og heilnæmu lofti. Þessi loftmengun kemur harðast niður á viðkvæmum hópum: eldra fólki, börnum, þunguðum konum og fólki með hjarta-, æða- og öndunarfærasjúkdóma. ● Umhverfisstofnun Evrópu áætlar að rekja megi allt að 70 ótímabær dauðsföll á ári til svifryksmengunar á Íslandi. Rannsóknir sýna að innlögnum á sjúkrahús fjölgar þegar svifryksmengun er mest; fleiri fá heilablóðfall og fleiri fá hjartaslag. Svifryk er krabbameinsvaldandi, eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og skemmir lungun í smábörnum. ● Rannsóknir sýna að langstærsti orsakavaldur svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu er nagladekkjaakstur. Nagladekk slíta malbiki 20 til 30 sinnum hraðar en önnur dekk og valda þannig hundruða milljóna tjóni á sveitarfélagavegum, sameiginlegri eign útsvarsgreiðenda, auk þess að skaða heilsu fólks. ● Með frumvarpi okkar er lagt til að sveitarstjórnir fái heimild til að innheimta gjald fyrir notkun nagladekkja á tilteknum svæðum fyrir ákveðið tímabil eða ákveðin skipti. Ólíklegt verður að teljast að sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins nýti sér heimildina. Sveitarstjórn og ráðherra er falin nánari útfærsla og gert er ráð fyrir nokkuð víðtækum undanþágum, svo sem fyrir neyðarbíla, flutningsþjónustu fatlaðra og jafnvel fyrir fólk sem þarf að keyra um langan veg vegna starfa fjarri heimabyggð. ● Frumvarpið snýst ekki um að banna nagladekk eða skikka öll sveitarfélög á landinu til að rukka fólk eða sekta fyrir notkun á nagladekkjum. Notkun nagladekkja er bönnuð allan ársins hring í fjölda Evrópuríkja, meðal annars í Hollandi, Póllandi og Tékklandi, þar sem sannarlega er snjókoma og fljúgandi hálka á veturna. Ekkert slíkt er lagt til í frumvarpinu sem ég og fleiri stöndum að heldur einungis heimild til gjaldtöku. ● Í norskum umferðarlögum er að finna samsvarandi gjaldtökuheimild og lögð er til í frumvarpinu. Nokkrar borgir í Noregi hafa tekið upp slík gjöld og átt samstarf sín á milli um framkvæmdina, m.a. Þrándheimur sem er um margt líkur Reykjavíkurborg hvað varðar stærð og veðurfar. Þar fer greiðslan fram rafrænt, með smáskilaboðum eða á bensínstöðvum og þegar gjaldið hefur verið greitt er staðfesting þess efnis tengd við skráningarnúmer ökutækisins. Eins og ráða má af greinargerð frumvarpsins er ætlunin að ganga skemur í gjaldtökunni og heimila víðtækari undanþágur heldur en tíðkast í Noregi. Það er til mikils að vinna að sporna gegn óþarfri notkun nagladekkja, draga úr svifryksmengun og fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum hennar. Ég hlakka til umræðu á Alþingi um þetta mál og hvet stjórnmálamenn úr fleiri flokkum til að leggja til lausnir á svifryksfaraldrinum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Gjöld á borgarbúa gætu verið stóra lausnin Um 40% ökutækja í Reykjavík eru á negldum dekkjum en þegar minnst lét voru þau rúm 20%. Nú vill Samfylkingin snúa þróuninni við með gjaldtöku. 6. desember 2021 22:00
Vilja að heimilt verði að rukka þá sem nota nagladekk Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt frumvarp á Alþingi um breytingar á umferðarlögum þess efnis að sveitarstjórnum verði heimilt að rukka fyrir notkun á nagladekkjum. 2. desember 2021 22:01
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun