Verðbólga ríkisstjórnarinnar Kristrún Frostadóttir skrifar 10. desember 2021 07:01 Skuldsetning ríkissjóðs er 200 milljörðum króna minni en við var búist, en skuldir heimilanna hafa aukist um 400 milljarða frá því að faraldurinn hófst. Þetta er ekki tilviljun. Frekar en sú staðreynd að við förum nú inn í kjarasamningavetur með mikla verðbólgu og hátt húsnæðisverð. Þetta er afleiðing af hagstjórnarákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Ein stærsta COVID aðgerðin í fyrra fól í sér brúarlán með ríkisábyrgð. Sérstaklega var liðkað fyrir getu bankanna til að veita lán til að fylgja þessu eftir. Stjórnvöld tóku meðvitaða ákvörðun um að útvista stórum hluta af efnahagslegum björgunaraðgerðum til fjármálafyrirtækja sem völdu hvert lánsfjármagn flæddi. Nær engin brúarlán voru veitt. En gríðarlegt fjármagn fór inn á íbúðamarkaðinn og aðra eignamarkaði í stað þess að drífa áfram nýja fjárfestingu. Þessi aðgerð varð til þess að mikið auka fjármagn elti sömu fasteignirnar og úr varð kapphlaup á íbúðamarkaði. Seigfljótandi framboðshliðin, þangað sem lítið fjármagn rann, réði ekki við þessa hröðu breytingu. Stærsti hluti skuldaaukningarinnar í einkageiranum í fyrra rataði í sömu eignirnar og fyrir voru á íbúðamarkaðnum. Engin ný verðmæti sköpuðust vegna þessa. Geta heimilanna til að skuldsetja sig meira en ella vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er m.a. á bakvið einkaneysluvöxt síðustu mánaða sem hefur drifið áfram hraðan efnahagsbata. En þessum hraða bata fylgir aukið ójafnvægi í hagkerfinu þar sem íbúðaverð hefur rokið fram úr ráðstöfunartekjum og ungt fólk á leið út í lífið er skuldsettara en áður. Lærdómurinn af krísunni 2008 er að skuldir heimila og fyrirtækja skipta máli, ekki aðeins skuldir ríkissjóðs. Þessi þróun var fyrirsjáanleg. Ábendingar bárust, m.a. frá undirritaðri, um að skynsamlegra væri að ríkið kæmi fjármagni beint til þeirra sem á því þurftu vegna COVID og það hratt. Bankarnir myndu beina útlánasvigrúmi inn á íbúðamarkað á áhættutímum og ójafnvægi skapast. Þessar ábendingar voru ítrekað hundsaðar. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands lýsti því síðan yfir fyrr í vikunni að kerfisáhætta færi vaxandi vegna hækkandi íbúðaverðs og skulda heimilanna. Aukna áhættu má merkja í greiðslubyrði, sérstaklega hjá fyrstu kaupendum og veðsetningarhlutföll hafa hækkað. Þá eru uppi áhyggjur um að eignaverðshækkanir verði til þess að skuldsetning aukist enn frekar, sem þrýstir áfram á íbúðaverð. Staðan á íbúðamarkaði er ekki nýtilkomin. Íbúðaverð hefur hækkað um 50% umfram ráðstöfunartekjur heimilanna á síðustu 30 árum. Langtímastefnu hefur skort í húsnæðismálum hjá ríkisstjórninni. Hugmyndafræðilegur ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um björgunarúrræði bættist svo við þetta langvarandi stefnuleysi sem varð til þess að ráðist var í aðgerðir í fyrra sem ýktu vandann á húsnæðismarkaði enn frekar. Verðbólga er nú 1,7% hærri en síðasta afkomuáætlun ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir. Ríkissjóður greiðir 3,6 milljarða aukalega í verðlagsbætur vegna þessa. Það jafngildir fjármagninu sem ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa í niðurgreiðslu á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á næsta ári. Svona smáskrefapólitík kostar. Verðbólgan er upprunnin á ríkisstjórnarborðinu. Í stað þess að hafa sýn á hvernig ríkið getur stutt við stöðugleika á húsnæðismarkaði setti stjórnin með afstöðuleysi sínu af stað atburðarás sem leitt hefur til hærri verðbólgu og óstöðugleika. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skuldsetning ríkissjóðs er 200 milljörðum króna minni en við var búist, en skuldir heimilanna hafa aukist um 400 milljarða frá því að faraldurinn hófst. Þetta er ekki tilviljun. Frekar en sú staðreynd að við förum nú inn í kjarasamningavetur með mikla verðbólgu og hátt húsnæðisverð. Þetta er afleiðing af hagstjórnarákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Ein stærsta COVID aðgerðin í fyrra fól í sér brúarlán með ríkisábyrgð. Sérstaklega var liðkað fyrir getu bankanna til að veita lán til að fylgja þessu eftir. Stjórnvöld tóku meðvitaða ákvörðun um að útvista stórum hluta af efnahagslegum björgunaraðgerðum til fjármálafyrirtækja sem völdu hvert lánsfjármagn flæddi. Nær engin brúarlán voru veitt. En gríðarlegt fjármagn fór inn á íbúðamarkaðinn og aðra eignamarkaði í stað þess að drífa áfram nýja fjárfestingu. Þessi aðgerð varð til þess að mikið auka fjármagn elti sömu fasteignirnar og úr varð kapphlaup á íbúðamarkaði. Seigfljótandi framboðshliðin, þangað sem lítið fjármagn rann, réði ekki við þessa hröðu breytingu. Stærsti hluti skuldaaukningarinnar í einkageiranum í fyrra rataði í sömu eignirnar og fyrir voru á íbúðamarkaðnum. Engin ný verðmæti sköpuðust vegna þessa. Geta heimilanna til að skuldsetja sig meira en ella vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er m.a. á bakvið einkaneysluvöxt síðustu mánaða sem hefur drifið áfram hraðan efnahagsbata. En þessum hraða bata fylgir aukið ójafnvægi í hagkerfinu þar sem íbúðaverð hefur rokið fram úr ráðstöfunartekjum og ungt fólk á leið út í lífið er skuldsettara en áður. Lærdómurinn af krísunni 2008 er að skuldir heimila og fyrirtækja skipta máli, ekki aðeins skuldir ríkissjóðs. Þessi þróun var fyrirsjáanleg. Ábendingar bárust, m.a. frá undirritaðri, um að skynsamlegra væri að ríkið kæmi fjármagni beint til þeirra sem á því þurftu vegna COVID og það hratt. Bankarnir myndu beina útlánasvigrúmi inn á íbúðamarkað á áhættutímum og ójafnvægi skapast. Þessar ábendingar voru ítrekað hundsaðar. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands lýsti því síðan yfir fyrr í vikunni að kerfisáhætta færi vaxandi vegna hækkandi íbúðaverðs og skulda heimilanna. Aukna áhættu má merkja í greiðslubyrði, sérstaklega hjá fyrstu kaupendum og veðsetningarhlutföll hafa hækkað. Þá eru uppi áhyggjur um að eignaverðshækkanir verði til þess að skuldsetning aukist enn frekar, sem þrýstir áfram á íbúðaverð. Staðan á íbúðamarkaði er ekki nýtilkomin. Íbúðaverð hefur hækkað um 50% umfram ráðstöfunartekjur heimilanna á síðustu 30 árum. Langtímastefnu hefur skort í húsnæðismálum hjá ríkisstjórninni. Hugmyndafræðilegur ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um björgunarúrræði bættist svo við þetta langvarandi stefnuleysi sem varð til þess að ráðist var í aðgerðir í fyrra sem ýktu vandann á húsnæðismarkaði enn frekar. Verðbólga er nú 1,7% hærri en síðasta afkomuáætlun ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir. Ríkissjóður greiðir 3,6 milljarða aukalega í verðlagsbætur vegna þessa. Það jafngildir fjármagninu sem ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa í niðurgreiðslu á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á næsta ári. Svona smáskrefapólitík kostar. Verðbólgan er upprunnin á ríkisstjórnarborðinu. Í stað þess að hafa sýn á hvernig ríkið getur stutt við stöðugleika á húsnæðismarkaði setti stjórnin með afstöðuleysi sínu af stað atburðarás sem leitt hefur til hærri verðbólgu og óstöðugleika. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun