Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 2. janúar 2022 22:30 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. Á Facebook-hópnum Mæðratips, sem er umræðuvettvangur tileinkaður mæðrum, hafa spunnist miklar umræður um hvort ráðlegt sé að senda börn í skólann á tímum þar sem ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar hefur breiðst vítt og hratt um samfélagið. Einhverjar mæður hafa einfaldlega sagst ekki ætla að senda börnin í skólann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að betra hefði verið ef skólabyrjun yrði frestað til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra fyrir áramót. Þeirri tillögu var hafnað við setningu nýrrar reglugerðar um takmarkanir vegna farsóttarinnar. Mikilvægt að skólar sníði stakk eftir vexti Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lykilatriði að foreldrar sem ætli sér ekki að senda börnin í skólann láti vita og biðja um frí fyrir börnin. „En þetta er þessi tími árs þegar börnin hlakka til að koma til baka og hitta félagana í skólanum og frístundastarfinu,“ sagði Helgi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En það er uggur í mörgum, sannarlega.“ Helgi segir þá að í mörgum skólum hafi komið upp veikindi hjá starfsfólki og því sé mikilvægt fyrir stjórnendur að skipuleggja skólastarf út frá starfsmannahaldi, veikindum barna og fjarveru vegna sóttkvíar. „Svo þarf líka að skipuleggja skólastarfið út frá þeim reglugerðum sem gilda núna,“ segir Helgi. Hann segir yngri börn njóta forgangs ef til þess komi að draga þurfi úr skólastarfi með þeim hætti að ekki sé hægt að taka á móti öllum í skólana, til að mynda vegna manneklu. „Það getur komið til þess að við þurfum að beita svona fáliðunarferlum og þá eru það [yngri börnin] sem njóta forgangs. Eldri börnin geta kannski verið heima á eigin forsendum í nokkurs konar fjarnámi. En við þurfum bara að anda í kvið og aðeins feta þessa vikuna áfram þangað til að bólusetning hefst í næstu viku.“ Fyrir áramót var tilkynnt að á morgun, mánudaginn 3. janúar, yrði lokað í grunn- og leikskólum í Reykjavík vegna „skipulagsdags.“ Dagurinn á að gera starfsfólki í skólum og frístundastarfi kleift að aðlaga og skipuleggja skólahald í samræmi við gildandi sóttvarnareglugerðir og þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29. desember 2021 19:01 Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Á Facebook-hópnum Mæðratips, sem er umræðuvettvangur tileinkaður mæðrum, hafa spunnist miklar umræður um hvort ráðlegt sé að senda börn í skólann á tímum þar sem ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar hefur breiðst vítt og hratt um samfélagið. Einhverjar mæður hafa einfaldlega sagst ekki ætla að senda börnin í skólann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að betra hefði verið ef skólabyrjun yrði frestað til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra fyrir áramót. Þeirri tillögu var hafnað við setningu nýrrar reglugerðar um takmarkanir vegna farsóttarinnar. Mikilvægt að skólar sníði stakk eftir vexti Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lykilatriði að foreldrar sem ætli sér ekki að senda börnin í skólann láti vita og biðja um frí fyrir börnin. „En þetta er þessi tími árs þegar börnin hlakka til að koma til baka og hitta félagana í skólanum og frístundastarfinu,“ sagði Helgi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En það er uggur í mörgum, sannarlega.“ Helgi segir þá að í mörgum skólum hafi komið upp veikindi hjá starfsfólki og því sé mikilvægt fyrir stjórnendur að skipuleggja skólastarf út frá starfsmannahaldi, veikindum barna og fjarveru vegna sóttkvíar. „Svo þarf líka að skipuleggja skólastarfið út frá þeim reglugerðum sem gilda núna,“ segir Helgi. Hann segir yngri börn njóta forgangs ef til þess komi að draga þurfi úr skólastarfi með þeim hætti að ekki sé hægt að taka á móti öllum í skólana, til að mynda vegna manneklu. „Það getur komið til þess að við þurfum að beita svona fáliðunarferlum og þá eru það [yngri börnin] sem njóta forgangs. Eldri börnin geta kannski verið heima á eigin forsendum í nokkurs konar fjarnámi. En við þurfum bara að anda í kvið og aðeins feta þessa vikuna áfram þangað til að bólusetning hefst í næstu viku.“ Fyrir áramót var tilkynnt að á morgun, mánudaginn 3. janúar, yrði lokað í grunn- og leikskólum í Reykjavík vegna „skipulagsdags.“ Dagurinn á að gera starfsfólki í skólum og frístundastarfi kleift að aðlaga og skipuleggja skólahald í samræmi við gildandi sóttvarnareglugerðir og þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29. desember 2021 19:01 Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31
Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29. desember 2021 19:01
Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16