Ekki kasta krónunni Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2022 18:30 Áskoranir nútímans eru margar, ein þeirra sem sækir ætíð á ungt fólk er sú færni að fara vel með eigið fé. Sé leitað á vef Alþingis eftir efnisorðinu fjármálalæsi koma fram ógrynni af ræðum, þingmálum og umsögnum þar sem hugtakið kemur fram, sérstaklega eftir hrun. Fjármálalæsi fær almennt mikið vægi í umræðunni, enda markmiðið með auknu fjármálalæsi skýrt; að efla vitund almennings á efnahagslegum atriðum, eykur hæfni og trú fólks á eigin getu til að bæta lífsgæði sín og færni til að taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjárhag og byggja upp örugga framtíð sér og fjölskyldu sinni til handa. Fjármálalæsi snýst líka um að hjálpa fólki til sjálfshjálpar sem og tæki til að bæta félagslegar aðstæður og ekki síst til að veita stjórnvöldum aðhald. Er svo komið að fjármálalæsi er kennt í flestum grunn- og framhaldsskólum en gagnrýnd eru gæði kennslunnar, námsefnið og þeim tíma sem varið er í kennsluna. Námsárangur í fjármálalæsi er einnig sjaldnast metinn eins og aðrar námsgreinar. Í nýliðnum kosningunum fann ég mikinn áhuga unga fólksins á fjármálalæsi og flestir tóku undir að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gefa meira vægi. Margir hverjir tengdu ekki við þá fjármálakennslu sem þeir fengu í skólanum og það er vert að veita því athygli og skoða vel hvað veldur. Ég vil vekja athygli á tveimur atriðum sem renna stoðum undir mikilvægi þess að við eflum verulega fjármálalæsi. Fyrra atriðið er áhrif covid á fjárhag unga fólksins. Það er mikilvægt að við hlúum vel að unga fólkinu okkar í kjölfar heimsfaraldursins en áhrif hans á fjárhag einstaklinga er okkur enn að fullu ókunn eins hve mismunandi efnahagsleg áhrifin hans leggjast á einstaklinga. Seinna atriðið er tenging fjármálalæsis við jafnrétti. Ein sterkustu rökin fyrir því að grípa málið föstum tökum er tengingin við jafnréttissjónarmið. Fái stúkur markvissa þjálfun í að fara með eigið fé leiðir það að auknu jafnrétti. Konur fara enn með minni hluta fés en karlar. Að efla fjármálalæsi byggir undir valdeflingu kvenna að taka ákvarðanir um eigið fjármagn, það umhverfi að einungis strákarnir tali saman um bitcoin og hlutabréfamarkaði þarf að verða að sameiginlegu spjalli allra kynja. Við þurfum því að stuðla að viðhorfsbreytingu gagnvart kynjaðri umræðu um fjármál. Ég fagna því að fram eru komnar sterkar ungar konur í atvinnulífinu sem hvetja til frekari þátttöku kvenna í fjármálageiranum og æðstu stöðum fyrirtækja og benda á mikilvægi þess að efla tengslanet sitt. Vísa ég sérstaklega til félagsskaparins Ungar Athafnakonur og svo Fortuna Invest. Ég vil eindregið hvetja allar konur til að kynna sér hin ýmsu fjárhagsmálefni. Fortuna Invest hafa sýnt að hægt er að nálgast fræðslu um fjárfestingar á skýran og aðgengilegan máta. Þröskuldurinn er enn til staðar og það þarf að vera markmið okkar að jafna hann við jörðu. Kveikjum áhuga stúlkna á fjármálum snemma og kyndum undir stjórnunarhæfileika þeirra í markvisst í skólakerfinu með fjármálakennslu. Lærdómurinn er sá að bæta þarf kennslu, þjálfun og færni í fjármálalæsi. Það er okkar skylda að styðja betur við faglega námsgagnaútgáfu um fjármál einstaklinga, heimila, fyrirtækja og hins opinbera. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Alþingi Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Áskoranir nútímans eru margar, ein þeirra sem sækir ætíð á ungt fólk er sú færni að fara vel með eigið fé. Sé leitað á vef Alþingis eftir efnisorðinu fjármálalæsi koma fram ógrynni af ræðum, þingmálum og umsögnum þar sem hugtakið kemur fram, sérstaklega eftir hrun. Fjármálalæsi fær almennt mikið vægi í umræðunni, enda markmiðið með auknu fjármálalæsi skýrt; að efla vitund almennings á efnahagslegum atriðum, eykur hæfni og trú fólks á eigin getu til að bæta lífsgæði sín og færni til að taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjárhag og byggja upp örugga framtíð sér og fjölskyldu sinni til handa. Fjármálalæsi snýst líka um að hjálpa fólki til sjálfshjálpar sem og tæki til að bæta félagslegar aðstæður og ekki síst til að veita stjórnvöldum aðhald. Er svo komið að fjármálalæsi er kennt í flestum grunn- og framhaldsskólum en gagnrýnd eru gæði kennslunnar, námsefnið og þeim tíma sem varið er í kennsluna. Námsárangur í fjármálalæsi er einnig sjaldnast metinn eins og aðrar námsgreinar. Í nýliðnum kosningunum fann ég mikinn áhuga unga fólksins á fjármálalæsi og flestir tóku undir að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gefa meira vægi. Margir hverjir tengdu ekki við þá fjármálakennslu sem þeir fengu í skólanum og það er vert að veita því athygli og skoða vel hvað veldur. Ég vil vekja athygli á tveimur atriðum sem renna stoðum undir mikilvægi þess að við eflum verulega fjármálalæsi. Fyrra atriðið er áhrif covid á fjárhag unga fólksins. Það er mikilvægt að við hlúum vel að unga fólkinu okkar í kjölfar heimsfaraldursins en áhrif hans á fjárhag einstaklinga er okkur enn að fullu ókunn eins hve mismunandi efnahagsleg áhrifin hans leggjast á einstaklinga. Seinna atriðið er tenging fjármálalæsis við jafnrétti. Ein sterkustu rökin fyrir því að grípa málið föstum tökum er tengingin við jafnréttissjónarmið. Fái stúkur markvissa þjálfun í að fara með eigið fé leiðir það að auknu jafnrétti. Konur fara enn með minni hluta fés en karlar. Að efla fjármálalæsi byggir undir valdeflingu kvenna að taka ákvarðanir um eigið fjármagn, það umhverfi að einungis strákarnir tali saman um bitcoin og hlutabréfamarkaði þarf að verða að sameiginlegu spjalli allra kynja. Við þurfum því að stuðla að viðhorfsbreytingu gagnvart kynjaðri umræðu um fjármál. Ég fagna því að fram eru komnar sterkar ungar konur í atvinnulífinu sem hvetja til frekari þátttöku kvenna í fjármálageiranum og æðstu stöðum fyrirtækja og benda á mikilvægi þess að efla tengslanet sitt. Vísa ég sérstaklega til félagsskaparins Ungar Athafnakonur og svo Fortuna Invest. Ég vil eindregið hvetja allar konur til að kynna sér hin ýmsu fjárhagsmálefni. Fortuna Invest hafa sýnt að hægt er að nálgast fræðslu um fjárfestingar á skýran og aðgengilegan máta. Þröskuldurinn er enn til staðar og það þarf að vera markmið okkar að jafna hann við jörðu. Kveikjum áhuga stúlkna á fjármálum snemma og kyndum undir stjórnunarhæfileika þeirra í markvisst í skólakerfinu með fjármálakennslu. Lærdómurinn er sá að bæta þarf kennslu, þjálfun og færni í fjármálalæsi. Það er okkar skylda að styðja betur við faglega námsgagnaútgáfu um fjármál einstaklinga, heimila, fyrirtækja og hins opinbera. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun