Hugleiðingar um vald, femínisma og feðraveldi Martha Árnadóttir skrifar 28. janúar 2022 20:00 Vald er eitt af stóru hugtökunum í allri sögu mannkyns. Vald skiptir máli í öllum samskiptum hvort sem þau eru á milli hinna stærstu eða hinna smæstu, allt frá voldugum stórveldum til vanmáttugra einstaklinga. Vald getur verið flókið og síbreytilegt og hægt að nota það jafnt til góðs sem ills. Vald getur verið máttur, forræði eða yfirráð, en einnig ástæða eða orsök. Einn getur beitt annan valdi og einhver getur valdið einhverju. Það er því ekki að undra að menn hafa löngum velt fyrir sér valdinu eðli þess kostum og göllum. Og svo er það Feðraveldið sem er einstaklega áhugavert fyrirbæri og hefur verið skilgreint sem félagslegt valdakerfi þar sem karlmenn fara með helstu völd, njóta ákveðinna félagslega forréttinda, og stjórna eignum. Kynbundið ofbeldi og mismunun Það er erfitt að hugsa um kynbundið ofbeldi og mismunun án þess að leiða hugann að hugtakinu vald og hvernig valdið flæðir í nær- og fjærumhverfinu okkar, hvar sýnilegir og ósýnilegir þræðir þess liggja? Hvaða vald er viðurkennt og hver á tilkall til valds og hver ekki? Vald getur verið formlegt og óformlegt fylgt embættum og háum stöðum, fjármagni, félagslegum tengslum og ættarsögu - og ekki síst kyni. Við sjáum valdið oft fyrr okkur á lóðréttum ás en kannski er það mun frekar lárétt og flæðir, er alls staðar, þræðir þess umljúka okkur í öllu samhengi eins og franski heimspekingurinn Foucault benti á um miðja síðustu öld - afar gagnlegt sjónarhorn til að skoða brennandi viðfangsefni samtímans. Sem sagt þá er vald ekki eitthvað sem maður hefur, það er ekki vald eins einstaklings yfir öðrum heldur mun óræðara en það. Einstaklingur beitir heldur ekki annan einstakling þessu valdi, heldur ber viðkomandi valdið með sér og hinn aðilinn skynjar það. Vald er sem sagt ekki eitthvað sem einhver hefur, það er enginn valdhafi, heldur liggur valdið í athöfnunum sjálfum, nánar tiltekið í athöfnum sem miða beint eða óbeint að því að hafa áhrif á athafnir annarra t.d. að fá fram samþykki fyrir einhverju. Hvað einkennir þá vald feðraveldisins? Þessi skilgreining á valdi er einkar gagnleg þegar við reynum að átta okkur á því valdi sem býr í feðraveldinu - að skilja það til að geta tekist á við það. Karlar yppta öxlum og skilja ekkert í hvað verið er að tala um þegar ferðaveldið er nefnt, finnst umræðan ósanngjörn og skynja ekki að það að vera karl - eitt og sér - færir þeim forskot á vald og eftir því sem karl er í áhrifameiri stöðu því meira forskot hefur hann á vald og þá sérstaklega gagnvart konu í lægri stöðu hvort sem sú staða er formleg eða óformleg. Samkvæmt öllu þessu má segja að athafnir feðraveldisins og framganga - það sem karlar gera eða aðhafast - styrki og viðhaldi völdum feðraveldisins. Það að vera af ákveðnu kyni ber með sér vald eða valdaleysi sem verður sýnilegast í samskiptum kynjanna á öllum sviðum - á öllum hæðum. Valdið birtist í athöfnum, samskiptum og tengslum kynjanna og þannig má segja að völd feðraveldisins nærist á framgöngu þess, athöfnum og gjörðum, formlegum og óformlegum. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Vald er eitt af stóru hugtökunum í allri sögu mannkyns. Vald skiptir máli í öllum samskiptum hvort sem þau eru á milli hinna stærstu eða hinna smæstu, allt frá voldugum stórveldum til vanmáttugra einstaklinga. Vald getur verið flókið og síbreytilegt og hægt að nota það jafnt til góðs sem ills. Vald getur verið máttur, forræði eða yfirráð, en einnig ástæða eða orsök. Einn getur beitt annan valdi og einhver getur valdið einhverju. Það er því ekki að undra að menn hafa löngum velt fyrir sér valdinu eðli þess kostum og göllum. Og svo er það Feðraveldið sem er einstaklega áhugavert fyrirbæri og hefur verið skilgreint sem félagslegt valdakerfi þar sem karlmenn fara með helstu völd, njóta ákveðinna félagslega forréttinda, og stjórna eignum. Kynbundið ofbeldi og mismunun Það er erfitt að hugsa um kynbundið ofbeldi og mismunun án þess að leiða hugann að hugtakinu vald og hvernig valdið flæðir í nær- og fjærumhverfinu okkar, hvar sýnilegir og ósýnilegir þræðir þess liggja? Hvaða vald er viðurkennt og hver á tilkall til valds og hver ekki? Vald getur verið formlegt og óformlegt fylgt embættum og háum stöðum, fjármagni, félagslegum tengslum og ættarsögu - og ekki síst kyni. Við sjáum valdið oft fyrr okkur á lóðréttum ás en kannski er það mun frekar lárétt og flæðir, er alls staðar, þræðir þess umljúka okkur í öllu samhengi eins og franski heimspekingurinn Foucault benti á um miðja síðustu öld - afar gagnlegt sjónarhorn til að skoða brennandi viðfangsefni samtímans. Sem sagt þá er vald ekki eitthvað sem maður hefur, það er ekki vald eins einstaklings yfir öðrum heldur mun óræðara en það. Einstaklingur beitir heldur ekki annan einstakling þessu valdi, heldur ber viðkomandi valdið með sér og hinn aðilinn skynjar það. Vald er sem sagt ekki eitthvað sem einhver hefur, það er enginn valdhafi, heldur liggur valdið í athöfnunum sjálfum, nánar tiltekið í athöfnum sem miða beint eða óbeint að því að hafa áhrif á athafnir annarra t.d. að fá fram samþykki fyrir einhverju. Hvað einkennir þá vald feðraveldisins? Þessi skilgreining á valdi er einkar gagnleg þegar við reynum að átta okkur á því valdi sem býr í feðraveldinu - að skilja það til að geta tekist á við það. Karlar yppta öxlum og skilja ekkert í hvað verið er að tala um þegar ferðaveldið er nefnt, finnst umræðan ósanngjörn og skynja ekki að það að vera karl - eitt og sér - færir þeim forskot á vald og eftir því sem karl er í áhrifameiri stöðu því meira forskot hefur hann á vald og þá sérstaklega gagnvart konu í lægri stöðu hvort sem sú staða er formleg eða óformleg. Samkvæmt öllu þessu má segja að athafnir feðraveldisins og framganga - það sem karlar gera eða aðhafast - styrki og viðhaldi völdum feðraveldisins. Það að vera af ákveðnu kyni ber með sér vald eða valdaleysi sem verður sýnilegast í samskiptum kynjanna á öllum sviðum - á öllum hæðum. Valdið birtist í athöfnum, samskiptum og tengslum kynjanna og þannig má segja að völd feðraveldisins nærist á framgöngu þess, athöfnum og gjörðum, formlegum og óformlegum. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun