Styðjum starfsmenn til náms Sigmar Vilhjálmsson skrifar 5. febrúar 2022 13:34 Í veitingarekstri er hátt hlutfall starfsmanna hlutastarfsmenn. Ungt fólk sem er að vinna á kvöldin og um helgar samhliða námi. Námsmenn búa við ansi erfitt umhverfi oft á tíðum og það er kostnaðarsamt að stunda nám. Undirritaður hefur í þó nokkur ár gengið með hugmynd í maganum um hvernig hægt sé að styðja góða starfsmenn sem annaðhvort stunda nám eða hafa hug á því. Þessi hugmynd heitir „Skólastyrkur“ og er loksins orðin að veruleika í nýju félagi sem ber heitið Munnbitinn. Til þess að koma þessari hugmynd af stað þurfti framsýna stjórn og hluthafa. Skólastyrkur Munnbitans er hugsaður fyrir framúrskarandi starfsmenn Munnbitans sem stunda nám samhliða starfi. Skólastyrkurinn er ætlaður að létta undir með starfsmanni á meðan á námi stendur með tilfærslum á vöktum vegna anna og með fjárhagsstuðningi. Einnig tekur Skólastyrkurinn mið af því að tryggja starfsmanni örugga sumarvinnu á milli anna í skólanum og létta með því áhyggjur af sumarstarfi sem er þekkt áhyggjuefni hjá mörgum námsmönnum. Skólastyrkurinn felur í sér fjárhagslegan stuðning með eftirfarandi hætti: ·Skólagjöld eru greidd af félaginu. Séu gjöld verulega há, þá er gert sér samkomulag um það. ·Launataxtar hækkaðir. Lagðar eru kr. 347,- ofan á laun fyrir hverja unna klukkustund. Miðað er við að starfsmaður vinni að lágmarki 50 klukkustundir í mánuði. Skólastyrkurinn er hagur starfsmanns og félagsins. Með skólastyrknum er félagið að hjálpa starfsmanninum að ná sýnum markmiðum í náminu og um leið er starfsmaðurinn að hjálpa félaginu að ná sínum markmiðum sem er minni starfsmannavelta og þá einnig sterkari liðsheild í starfsmannahópnum. En hvað er frammúrskarandi starfsmaður? Líklega er misjafnt hvernig vinnustaðir meta frammistöðu, en í okkar félagi eru þetta þau sex atriði sem einkenna frammúrskarandi starfsmann: Áreiðanlegur starfsmaður: Mæting á réttum tíma. Lítið um breytingar á vöktum. Ábyrgur starfsmaður: Vinnur að heilindum og kemur sér ekki undan verkum. Góður félagi: Vel metinn af samstarfsfólki. Gleðin að leiðarljósi: Jákvætt viðmót gagnvart þeim verkefnum sem eru fyrir hendi. Traustur starfsmaður: Hægt að treysta starfsmanni fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir. Frumkvæði: Starfsmaður sýnir frumkvæði í úrlausnum og hugmyndum til úrbóta. Við viljum deila þessari hugmynd og sýn okkar með öðrum atvinnurekendum og hvetja þá til að styðja sitt fólk til ná markmiðum sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Munnbitans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Vinnumarkaður Veitingastaðir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í veitingarekstri er hátt hlutfall starfsmanna hlutastarfsmenn. Ungt fólk sem er að vinna á kvöldin og um helgar samhliða námi. Námsmenn búa við ansi erfitt umhverfi oft á tíðum og það er kostnaðarsamt að stunda nám. Undirritaður hefur í þó nokkur ár gengið með hugmynd í maganum um hvernig hægt sé að styðja góða starfsmenn sem annaðhvort stunda nám eða hafa hug á því. Þessi hugmynd heitir „Skólastyrkur“ og er loksins orðin að veruleika í nýju félagi sem ber heitið Munnbitinn. Til þess að koma þessari hugmynd af stað þurfti framsýna stjórn og hluthafa. Skólastyrkur Munnbitans er hugsaður fyrir framúrskarandi starfsmenn Munnbitans sem stunda nám samhliða starfi. Skólastyrkurinn er ætlaður að létta undir með starfsmanni á meðan á námi stendur með tilfærslum á vöktum vegna anna og með fjárhagsstuðningi. Einnig tekur Skólastyrkurinn mið af því að tryggja starfsmanni örugga sumarvinnu á milli anna í skólanum og létta með því áhyggjur af sumarstarfi sem er þekkt áhyggjuefni hjá mörgum námsmönnum. Skólastyrkurinn felur í sér fjárhagslegan stuðning með eftirfarandi hætti: ·Skólagjöld eru greidd af félaginu. Séu gjöld verulega há, þá er gert sér samkomulag um það. ·Launataxtar hækkaðir. Lagðar eru kr. 347,- ofan á laun fyrir hverja unna klukkustund. Miðað er við að starfsmaður vinni að lágmarki 50 klukkustundir í mánuði. Skólastyrkurinn er hagur starfsmanns og félagsins. Með skólastyrknum er félagið að hjálpa starfsmanninum að ná sýnum markmiðum í náminu og um leið er starfsmaðurinn að hjálpa félaginu að ná sínum markmiðum sem er minni starfsmannavelta og þá einnig sterkari liðsheild í starfsmannahópnum. En hvað er frammúrskarandi starfsmaður? Líklega er misjafnt hvernig vinnustaðir meta frammistöðu, en í okkar félagi eru þetta þau sex atriði sem einkenna frammúrskarandi starfsmann: Áreiðanlegur starfsmaður: Mæting á réttum tíma. Lítið um breytingar á vöktum. Ábyrgur starfsmaður: Vinnur að heilindum og kemur sér ekki undan verkum. Góður félagi: Vel metinn af samstarfsfólki. Gleðin að leiðarljósi: Jákvætt viðmót gagnvart þeim verkefnum sem eru fyrir hendi. Traustur starfsmaður: Hægt að treysta starfsmanni fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir. Frumkvæði: Starfsmaður sýnir frumkvæði í úrlausnum og hugmyndum til úrbóta. Við viljum deila þessari hugmynd og sýn okkar með öðrum atvinnurekendum og hvetja þá til að styðja sitt fólk til ná markmiðum sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Munnbitans.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun