Við brúum bilið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. mars 2022 15:01 Við samþykktum í borgarráði í morgun áætlun um að fjölga verulega leikskólarýmum á næstu mánuðum og misserum. Á árunum 2021 og 2022 munu enn fleiri börn fæðast í Reykjavík en gert var ráð fyrir. Það er bara dásamlegt að fá fleiri börn en við þeirri fjölgun þarf að bregðast til að veita barnafólki góða þjónustu í Reykjavík. Það er ekki nóg að vera með ódýrustu leikskólagjöldin meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Því verða 850 ný leikskólarými opnuð í ár, bæði með því að fjölga rýmum í núverandi leikskólum og með því að opna sjö nýja leikskóla. Alls er gert ráð fyrir að leikskólarýmum fjölgi um 1680 á næstu þremur árum. 12 mánaða börnum boðin vistun í haust Með þessari áætlun gerum við ráð fyrir að geta boðið öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í haust. Þegar búið er að taka við 12 mánaða börnum teljum við að um 260 laus rými verði til ráðstöfunar, þar sem hægt verður að bjóða börnum sem verða 12 mánaða síðar á árinu eða í byrjun næsta árs. Með þessu skrefi mun meðalaldur barna við inntöku lækka í 15 mánaða úr 19 mánuðum. Börn í leikskólum í sínu hverfi Um 90% barna sækja leikskóla í sínu hverfi. Og flestir foreldrar vilja að barnið sæki leikskóla í heimahverfi sínu og myndi tengsl við önnur börn í hverfinu. Það á því að vera takmark okkar að byggja upp leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest. Og það er skynsamlegt að eitthvað af leikskólabyggingunum verði færanlegar, til þess að færa þær þangað sem þörfin er mest. Þegar að barnasprengjur færast á milli hverfa, þurfa leikskólarnir að fylgja með. Líka fjölgun í sjálfstæðum leikskólum Það sem af er kjörtímabilsins hafa 430 leikskólapláss bæst við í leikskólum Reykjavíkur. Þá hefur fjölgað um 133 leikskólarými í sjálfstætt reknum leikskólum. Sjálfstætt starfandi leikskólar eru mikilvæg viðbót við leikskólana hér í Reykjavík. Viðreisn í Reykjavík styður sjálfstæða skóla og vill gjarnan að þeim fjölgi. Við höfum séð að sjálfstætt reknir leikskólar eru vel reknir og veita góða þjónustu. Því á Reykjavík nú í viðræðum við þessa leikskóla um að fjölga leikskólaplássum. Starfsfólki fjölgar Við þurfum starfsfólk til að sinna börnunum. Allra helst þurfum við í Reykjavík fleiri faglærða starfsmenn af öllum kynjum. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist í fjölþættar aðgerðir til að bæta starfsaðstæður á leikskólum og gera það meira aðlaðandi að starfa, til langs tíma, á leikskólum. Stöðugildum hefur fjölgað um 350 á þessu kjörtímabili, börnum á hvern starfsmann hefur fækkað og undirbúningstímar leikskólakennara hafa fjölgað. Kjör leikskólakennara hafa batnað verulega og það er ánægjulegt að sjá að nemum í leikskólakennaranámi hefur fjölgað. Að auki hefur Reykjavík ráðist í aukinn stuðning við stjórnendur við ráðningar og starfsmannamál. Við í Viðreisn í Reykjavík höfum allt þetta kjörtímabil lagt áherslu á að brúa bilið, bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við vitum að það er mikilvægt fyrir foreldra og gerir Reykjavík að enn fjölskylduvænna samfélagi. Þannig borg viljum við byggja. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar sem fram fer 4.-5. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Við samþykktum í borgarráði í morgun áætlun um að fjölga verulega leikskólarýmum á næstu mánuðum og misserum. Á árunum 2021 og 2022 munu enn fleiri börn fæðast í Reykjavík en gert var ráð fyrir. Það er bara dásamlegt að fá fleiri börn en við þeirri fjölgun þarf að bregðast til að veita barnafólki góða þjónustu í Reykjavík. Það er ekki nóg að vera með ódýrustu leikskólagjöldin meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Því verða 850 ný leikskólarými opnuð í ár, bæði með því að fjölga rýmum í núverandi leikskólum og með því að opna sjö nýja leikskóla. Alls er gert ráð fyrir að leikskólarýmum fjölgi um 1680 á næstu þremur árum. 12 mánaða börnum boðin vistun í haust Með þessari áætlun gerum við ráð fyrir að geta boðið öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í haust. Þegar búið er að taka við 12 mánaða börnum teljum við að um 260 laus rými verði til ráðstöfunar, þar sem hægt verður að bjóða börnum sem verða 12 mánaða síðar á árinu eða í byrjun næsta árs. Með þessu skrefi mun meðalaldur barna við inntöku lækka í 15 mánaða úr 19 mánuðum. Börn í leikskólum í sínu hverfi Um 90% barna sækja leikskóla í sínu hverfi. Og flestir foreldrar vilja að barnið sæki leikskóla í heimahverfi sínu og myndi tengsl við önnur börn í hverfinu. Það á því að vera takmark okkar að byggja upp leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest. Og það er skynsamlegt að eitthvað af leikskólabyggingunum verði færanlegar, til þess að færa þær þangað sem þörfin er mest. Þegar að barnasprengjur færast á milli hverfa, þurfa leikskólarnir að fylgja með. Líka fjölgun í sjálfstæðum leikskólum Það sem af er kjörtímabilsins hafa 430 leikskólapláss bæst við í leikskólum Reykjavíkur. Þá hefur fjölgað um 133 leikskólarými í sjálfstætt reknum leikskólum. Sjálfstætt starfandi leikskólar eru mikilvæg viðbót við leikskólana hér í Reykjavík. Viðreisn í Reykjavík styður sjálfstæða skóla og vill gjarnan að þeim fjölgi. Við höfum séð að sjálfstætt reknir leikskólar eru vel reknir og veita góða þjónustu. Því á Reykjavík nú í viðræðum við þessa leikskóla um að fjölga leikskólaplássum. Starfsfólki fjölgar Við þurfum starfsfólk til að sinna börnunum. Allra helst þurfum við í Reykjavík fleiri faglærða starfsmenn af öllum kynjum. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist í fjölþættar aðgerðir til að bæta starfsaðstæður á leikskólum og gera það meira aðlaðandi að starfa, til langs tíma, á leikskólum. Stöðugildum hefur fjölgað um 350 á þessu kjörtímabili, börnum á hvern starfsmann hefur fækkað og undirbúningstímar leikskólakennara hafa fjölgað. Kjör leikskólakennara hafa batnað verulega og það er ánægjulegt að sjá að nemum í leikskólakennaranámi hefur fjölgað. Að auki hefur Reykjavík ráðist í aukinn stuðning við stjórnendur við ráðningar og starfsmannamál. Við í Viðreisn í Reykjavík höfum allt þetta kjörtímabil lagt áherslu á að brúa bilið, bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við vitum að það er mikilvægt fyrir foreldra og gerir Reykjavík að enn fjölskylduvænna samfélagi. Þannig borg viljum við byggja. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar sem fram fer 4.-5. mars nk.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar