„Það getur alveg komið til að ríkið grípi inn í eins og það gerði á Covid-tímum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. mars 2022 13:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar og varaformaður þingflokks Vinstri grænna útilokaði ekki inngrip stjórnvalda af einhverju tagi vegna verðhækkana undanfari.ð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir telur ekki rétt að lækka álögur á eldsneytisverð. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar útilokar ekki að ríkið komi með stuðning að einhverju leyti vegna mikilla hækkana á hrávöruverði eins og olíu. Hún bendir á að fjármálastofnanir geti líka haft áhrif fari verðbólgan á flug. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar vill hraða orkuskiptum. Félag íslenskra bifreiðaeigenda skoraði formlega í gær á stjórnvöld að lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana undanfarið. Þá kom fram í Fréttablaðinu í dag að ASÍ, Neytendasamtökin og fleiri krefjist inngripa stjórnvalda vegna eldsneytishækkana. Fréttastofa sendi fjármálaráðherra fyrirspurn í morgun um hvort það standi til að ræða málið frekar eftir áskoranir úr ýmsum áttum. Ekki bárust svör fyrir hádegisfréttir en í gær kom fram að álögur á olíuverð hafi ekki verið ræddar. Staðan sé áminning um mikilvægi þess að ráðast í orkuskiptin í samgöngum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar og varaformaður þingflokks Vinstri grænna útilokaði ekki inngrip stjórnvalda af einhverju tagi vegna verðhækkana undanfarið í þættinum í Bítið í morgun. „Það getur alveg komið til að ríkið grípi inn í eins og það gerði á Covid-tímum. Kannski verður um einhvern stuðning að ræða í einhverju formi ef stríðið heldur eitthvað áfram gætum við þurft að horfast í augu við það. Svo er alltaf spurning hvort fyrirtækin sjálf geti komið eitthvað að þessu. Samanber að bankarnir geti komið eitthvað að þessu ef verðbólgan fer eitthvað upp. Þetta þarf ekki alltaf að vera ríkið,“ sagði Bjarkey. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annar varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar og varaformaður þingflokks Pírata telur ekki rétt að lækka álögur á eldsneyti á þessum tímapunkti. „Stefnan ætti frekar að vera að einbeita sér að umhverfisvænni fararskjótum, flýta orkuskiptum og auka aðgengi lágtekjuhópa að umhverfisvænni farartækjum,“ segir Þórhildur Í nýrri skýrslu um orkumál sem kynnt var í vikunni kemur fram að þörf er á stóraukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Aðspurð hvort hún sé þá hlynnt fleiri virkjunum, segist Þórhildur taka lítið mark á skýrslunni. „Við eigum eftir að sjá hvort að það er nauðsynlegt að virkja. Ég held að aðalmálið sé að við komum okkur upp betra flutningskerfi og nýtum orkuna betur. Við vitum að heimilin í landinu nota 20% af allri raforku, restin er stóriðja. Þetta þarf ekki að vera svona að eilífu, það er alveg hægt að taka aðra stefnu í þessum málaflokki,“ segir Þórhildur. Hún segir jafnframt að ríkið geti gripið til ýmissa ráða varðandi hættu á aukinni verðbólgu. „Áður en stríð braust út í Evrópu vorum við komin með ákveðna heimatilbúna verðbólgu sem helgaðist af því að ríkið var búið að setja of mikið í eftirspurnarhliðina á húsnæði með ýmsum aðgerðum sem ýttu upp húsnæðisverðinu sem hefur gríðarlega mikil áhrif á verðbólguna. Það er stærsti liðurinn til að taka á verðbólgunni. Ríkið þarf að beita sér í að lækka þann kostnað sem að heimilin þurfa að greiða í þennan lið,“ segir Þórhildur. Neytendur Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeigenda skoraði formlega í gær á stjórnvöld að lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana undanfarið. Þá kom fram í Fréttablaðinu í dag að ASÍ, Neytendasamtökin og fleiri krefjist inngripa stjórnvalda vegna eldsneytishækkana. Fréttastofa sendi fjármálaráðherra fyrirspurn í morgun um hvort það standi til að ræða málið frekar eftir áskoranir úr ýmsum áttum. Ekki bárust svör fyrir hádegisfréttir en í gær kom fram að álögur á olíuverð hafi ekki verið ræddar. Staðan sé áminning um mikilvægi þess að ráðast í orkuskiptin í samgöngum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar og varaformaður þingflokks Vinstri grænna útilokaði ekki inngrip stjórnvalda af einhverju tagi vegna verðhækkana undanfarið í þættinum í Bítið í morgun. „Það getur alveg komið til að ríkið grípi inn í eins og það gerði á Covid-tímum. Kannski verður um einhvern stuðning að ræða í einhverju formi ef stríðið heldur eitthvað áfram gætum við þurft að horfast í augu við það. Svo er alltaf spurning hvort fyrirtækin sjálf geti komið eitthvað að þessu. Samanber að bankarnir geti komið eitthvað að þessu ef verðbólgan fer eitthvað upp. Þetta þarf ekki alltaf að vera ríkið,“ sagði Bjarkey. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annar varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar og varaformaður þingflokks Pírata telur ekki rétt að lækka álögur á eldsneyti á þessum tímapunkti. „Stefnan ætti frekar að vera að einbeita sér að umhverfisvænni fararskjótum, flýta orkuskiptum og auka aðgengi lágtekjuhópa að umhverfisvænni farartækjum,“ segir Þórhildur Í nýrri skýrslu um orkumál sem kynnt var í vikunni kemur fram að þörf er á stóraukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Aðspurð hvort hún sé þá hlynnt fleiri virkjunum, segist Þórhildur taka lítið mark á skýrslunni. „Við eigum eftir að sjá hvort að það er nauðsynlegt að virkja. Ég held að aðalmálið sé að við komum okkur upp betra flutningskerfi og nýtum orkuna betur. Við vitum að heimilin í landinu nota 20% af allri raforku, restin er stóriðja. Þetta þarf ekki að vera svona að eilífu, það er alveg hægt að taka aðra stefnu í þessum málaflokki,“ segir Þórhildur. Hún segir jafnframt að ríkið geti gripið til ýmissa ráða varðandi hættu á aukinni verðbólgu. „Áður en stríð braust út í Evrópu vorum við komin með ákveðna heimatilbúna verðbólgu sem helgaðist af því að ríkið var búið að setja of mikið í eftirspurnarhliðina á húsnæði með ýmsum aðgerðum sem ýttu upp húsnæðisverðinu sem hefur gríðarlega mikil áhrif á verðbólguna. Það er stærsti liðurinn til að taka á verðbólgunni. Ríkið þarf að beita sér í að lækka þann kostnað sem að heimilin þurfa að greiða í þennan lið,“ segir Þórhildur.
Neytendur Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00