Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi Eyjólfur Ármannsson skrifar 14. mars 2022 08:31 Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. Eitt fyrsta og brýnasta verk sjávarútvegsráðherra VG var að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðum um 1500 tonn, þrátt fyrir að kosningabarátta flokksins í Norðvesturkjördæmi sl. haust hefði byggst sérstaklega á hátíðlegum loforðum um eflingu strandveiða og sjávarbyggða. Flokkur fólksins mælti fyrir rúmri viku fyrir frumvarpi um frjálsar handfæraveiðar þar sem fiskveiðar eru heimilaðar á eigin báti með fjórum sjálfvirkum handfærarúllum. Markmið frumvarpsins er að íbúar sjávarbyggðanna fái rétt til að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða sem atvinnugreinar og með því að gefa handfæraveiðar frjálsar. Engin mótrök Rökin fyrir þessu eru að handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum á Íslandsmiðum. Kvótakerfið var sett til verndar fiskistofnum og á því einungis að ná til þeirra veiðiaðferða og veiðarfæra sem geta stofnað fiskistofnum í hættu. Handfæraveiðar með önglum ógna ekki fiskistofnum og því ber að gefa þær frjálsar. Rökin fyrir núgildandi takmörkun handfæraveiða eru ekki fyrir hendi. Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Þar hefur byggð frá landnámi byggst á fiskveiðum og landbúnaði. Rétturinn til handfæraveiða er ævaforn og á styrka stoð í réttarvitund almennings. Í Jónsbók frá 1281, lögbók Íslendinga í árhundruð, segir „Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at ósekju.“ Barátta fyrir atvinnufrelsi Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir jöfnum búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á landsbyggðinni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Hægt er að tryggja þennan rétt með eflingu strandveiða. Þetta er barátta fyrir atvinnufrelsi en takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Núverandi strandveiðikerfi með 48 veiðidögum og litlum aflaheimildum var sett á í kjölfar álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 2007. Í álitinu var talið að stjórnkerfi fiskveiða bryti á jafnræði borgaranna samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi. Núverandi strandveiðikerfi tryggir ekki jafnræði borgaranna. Til þess eru takmarkanir á veiðunum of miklar og skerðing atvinnufrelsis til handfæraveiða gengur miklu lengra en nauðsyn krefur. Strandveiðifélag Íslands stofnað Strandveiðifélag Íslands var stofnað um sl. helgi, til að berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur og koma í veg fyrir mismunun í lögum um fiskveiðistjórnun. Markmiðið er að stuðla að nauðsynlegum breytingum á kvótakerfinu í átt að réttlæti fyrir alla þjóðina, umbótum á vísindalegum hafrannsóknum og veiðiráðgjöf, verndun hafsins og fiskistofna. Félagið er opið öllum sem eru sammála tilgangi og markmiðum þess. enda varðar málefnið alla landsmenn. Hér er um mikilvægt félag að ræða í þeirri mannréttindabaráttu sem frjálsar handfæraveiðar eru. Það er barátta fyrir fólkið í landinu, tilverurétti og búseturétti í sjávarbyggðum landsins og fyrir grundvelli allrar byggðar, sem er atvinnufrelsið. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðvesturkjördæmi Sjávarútvegur Eyjólfur Ármannsson Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. Eitt fyrsta og brýnasta verk sjávarútvegsráðherra VG var að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðum um 1500 tonn, þrátt fyrir að kosningabarátta flokksins í Norðvesturkjördæmi sl. haust hefði byggst sérstaklega á hátíðlegum loforðum um eflingu strandveiða og sjávarbyggða. Flokkur fólksins mælti fyrir rúmri viku fyrir frumvarpi um frjálsar handfæraveiðar þar sem fiskveiðar eru heimilaðar á eigin báti með fjórum sjálfvirkum handfærarúllum. Markmið frumvarpsins er að íbúar sjávarbyggðanna fái rétt til að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða sem atvinnugreinar og með því að gefa handfæraveiðar frjálsar. Engin mótrök Rökin fyrir þessu eru að handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum á Íslandsmiðum. Kvótakerfið var sett til verndar fiskistofnum og á því einungis að ná til þeirra veiðiaðferða og veiðarfæra sem geta stofnað fiskistofnum í hættu. Handfæraveiðar með önglum ógna ekki fiskistofnum og því ber að gefa þær frjálsar. Rökin fyrir núgildandi takmörkun handfæraveiða eru ekki fyrir hendi. Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Þar hefur byggð frá landnámi byggst á fiskveiðum og landbúnaði. Rétturinn til handfæraveiða er ævaforn og á styrka stoð í réttarvitund almennings. Í Jónsbók frá 1281, lögbók Íslendinga í árhundruð, segir „Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at ósekju.“ Barátta fyrir atvinnufrelsi Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir jöfnum búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á landsbyggðinni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Hægt er að tryggja þennan rétt með eflingu strandveiða. Þetta er barátta fyrir atvinnufrelsi en takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Núverandi strandveiðikerfi með 48 veiðidögum og litlum aflaheimildum var sett á í kjölfar álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 2007. Í álitinu var talið að stjórnkerfi fiskveiða bryti á jafnræði borgaranna samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi. Núverandi strandveiðikerfi tryggir ekki jafnræði borgaranna. Til þess eru takmarkanir á veiðunum of miklar og skerðing atvinnufrelsis til handfæraveiða gengur miklu lengra en nauðsyn krefur. Strandveiðifélag Íslands stofnað Strandveiðifélag Íslands var stofnað um sl. helgi, til að berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur og koma í veg fyrir mismunun í lögum um fiskveiðistjórnun. Markmiðið er að stuðla að nauðsynlegum breytingum á kvótakerfinu í átt að réttlæti fyrir alla þjóðina, umbótum á vísindalegum hafrannsóknum og veiðiráðgjöf, verndun hafsins og fiskistofna. Félagið er opið öllum sem eru sammála tilgangi og markmiðum þess. enda varðar málefnið alla landsmenn. Hér er um mikilvægt félag að ræða í þeirri mannréttindabaráttu sem frjálsar handfæraveiðar eru. Það er barátta fyrir fólkið í landinu, tilverurétti og búseturétti í sjávarbyggðum landsins og fyrir grundvelli allrar byggðar, sem er atvinnufrelsið. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar