Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi Eyjólfur Ármannsson skrifar 14. mars 2022 08:31 Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. Eitt fyrsta og brýnasta verk sjávarútvegsráðherra VG var að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðum um 1500 tonn, þrátt fyrir að kosningabarátta flokksins í Norðvesturkjördæmi sl. haust hefði byggst sérstaklega á hátíðlegum loforðum um eflingu strandveiða og sjávarbyggða. Flokkur fólksins mælti fyrir rúmri viku fyrir frumvarpi um frjálsar handfæraveiðar þar sem fiskveiðar eru heimilaðar á eigin báti með fjórum sjálfvirkum handfærarúllum. Markmið frumvarpsins er að íbúar sjávarbyggðanna fái rétt til að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða sem atvinnugreinar og með því að gefa handfæraveiðar frjálsar. Engin mótrök Rökin fyrir þessu eru að handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum á Íslandsmiðum. Kvótakerfið var sett til verndar fiskistofnum og á því einungis að ná til þeirra veiðiaðferða og veiðarfæra sem geta stofnað fiskistofnum í hættu. Handfæraveiðar með önglum ógna ekki fiskistofnum og því ber að gefa þær frjálsar. Rökin fyrir núgildandi takmörkun handfæraveiða eru ekki fyrir hendi. Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Þar hefur byggð frá landnámi byggst á fiskveiðum og landbúnaði. Rétturinn til handfæraveiða er ævaforn og á styrka stoð í réttarvitund almennings. Í Jónsbók frá 1281, lögbók Íslendinga í árhundruð, segir „Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at ósekju.“ Barátta fyrir atvinnufrelsi Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir jöfnum búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á landsbyggðinni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Hægt er að tryggja þennan rétt með eflingu strandveiða. Þetta er barátta fyrir atvinnufrelsi en takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Núverandi strandveiðikerfi með 48 veiðidögum og litlum aflaheimildum var sett á í kjölfar álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 2007. Í álitinu var talið að stjórnkerfi fiskveiða bryti á jafnræði borgaranna samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi. Núverandi strandveiðikerfi tryggir ekki jafnræði borgaranna. Til þess eru takmarkanir á veiðunum of miklar og skerðing atvinnufrelsis til handfæraveiða gengur miklu lengra en nauðsyn krefur. Strandveiðifélag Íslands stofnað Strandveiðifélag Íslands var stofnað um sl. helgi, til að berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur og koma í veg fyrir mismunun í lögum um fiskveiðistjórnun. Markmiðið er að stuðla að nauðsynlegum breytingum á kvótakerfinu í átt að réttlæti fyrir alla þjóðina, umbótum á vísindalegum hafrannsóknum og veiðiráðgjöf, verndun hafsins og fiskistofna. Félagið er opið öllum sem eru sammála tilgangi og markmiðum þess. enda varðar málefnið alla landsmenn. Hér er um mikilvægt félag að ræða í þeirri mannréttindabaráttu sem frjálsar handfæraveiðar eru. Það er barátta fyrir fólkið í landinu, tilverurétti og búseturétti í sjávarbyggðum landsins og fyrir grundvelli allrar byggðar, sem er atvinnufrelsið. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðvesturkjördæmi Sjávarútvegur Eyjólfur Ármannsson Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. Eitt fyrsta og brýnasta verk sjávarútvegsráðherra VG var að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðum um 1500 tonn, þrátt fyrir að kosningabarátta flokksins í Norðvesturkjördæmi sl. haust hefði byggst sérstaklega á hátíðlegum loforðum um eflingu strandveiða og sjávarbyggða. Flokkur fólksins mælti fyrir rúmri viku fyrir frumvarpi um frjálsar handfæraveiðar þar sem fiskveiðar eru heimilaðar á eigin báti með fjórum sjálfvirkum handfærarúllum. Markmið frumvarpsins er að íbúar sjávarbyggðanna fái rétt til að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða sem atvinnugreinar og með því að gefa handfæraveiðar frjálsar. Engin mótrök Rökin fyrir þessu eru að handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum á Íslandsmiðum. Kvótakerfið var sett til verndar fiskistofnum og á því einungis að ná til þeirra veiðiaðferða og veiðarfæra sem geta stofnað fiskistofnum í hættu. Handfæraveiðar með önglum ógna ekki fiskistofnum og því ber að gefa þær frjálsar. Rökin fyrir núgildandi takmörkun handfæraveiða eru ekki fyrir hendi. Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Þar hefur byggð frá landnámi byggst á fiskveiðum og landbúnaði. Rétturinn til handfæraveiða er ævaforn og á styrka stoð í réttarvitund almennings. Í Jónsbók frá 1281, lögbók Íslendinga í árhundruð, segir „Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at ósekju.“ Barátta fyrir atvinnufrelsi Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir jöfnum búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á landsbyggðinni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Hægt er að tryggja þennan rétt með eflingu strandveiða. Þetta er barátta fyrir atvinnufrelsi en takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Núverandi strandveiðikerfi með 48 veiðidögum og litlum aflaheimildum var sett á í kjölfar álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 2007. Í álitinu var talið að stjórnkerfi fiskveiða bryti á jafnræði borgaranna samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi. Núverandi strandveiðikerfi tryggir ekki jafnræði borgaranna. Til þess eru takmarkanir á veiðunum of miklar og skerðing atvinnufrelsis til handfæraveiða gengur miklu lengra en nauðsyn krefur. Strandveiðifélag Íslands stofnað Strandveiðifélag Íslands var stofnað um sl. helgi, til að berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur og koma í veg fyrir mismunun í lögum um fiskveiðistjórnun. Markmiðið er að stuðla að nauðsynlegum breytingum á kvótakerfinu í átt að réttlæti fyrir alla þjóðina, umbótum á vísindalegum hafrannsóknum og veiðiráðgjöf, verndun hafsins og fiskistofna. Félagið er opið öllum sem eru sammála tilgangi og markmiðum þess. enda varðar málefnið alla landsmenn. Hér er um mikilvægt félag að ræða í þeirri mannréttindabaráttu sem frjálsar handfæraveiðar eru. Það er barátta fyrir fólkið í landinu, tilverurétti og búseturétti í sjávarbyggðum landsins og fyrir grundvelli allrar byggðar, sem er atvinnufrelsið. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar