Akkurat núna Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 14. mars 2022 08:00 Það er góður tími fyrir okkur Reykvíkinga AKKÚRAT NÚNA að staldra við og velta fyrir okkur hvernig borgarsamfélagi við viljum búa í og hvað það er sem skiptir okkur máli. Eru það hjólastígar, göngugötur, umferðarmannvirki, leikskólar, grunnskólar, hjúkrunarheimili eða flugvöllur svo dæmi séu tekin. Eða er það allt þetta og meira til? Svarið fer sjálfsagt eftir því hvar við erum stödd í lífskúrfunni, eðli máli samkvæmt leggjum við áherslu á það sem blasir við okkur í dag. Þegar við hugsum heildrænt um þetta ferli er gaman að sjá hve margir geta lagt málefnunum lið. Hve fjölbreyttur hópur getur áorkað miklu fyrir heildina. Heildræn nálgun Ef við nýtum heildræna nálgun á málefni borgarinnar með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í farteskinu, þá tekur slík nálgun tillit til fólks, fjármagns og umhverfis og gefur engan afslátt þvi þetta þrennt þarf allt að ganga upp til að vel megi vera. Þetta er sú nálgun sem mér hugnast best í rekstri borgarinnar; að fólkið sjálft sé jafnsett öðrum gildum i rekstrarjöfnunni. Ef þétting byggðar leiðir til að mynda til lakari lífsgæða fólks en krefst engu að síður lítils fjármagns, þá er hún ekki samfélagslega hagkvæm og ber að falla frá. Sem dæmi má taka hugmyndina um að þétta byggð við Bústaðaveg. Slök hugmynd sem búið er að ýta útaf borðinu í bili, en hjálpi mér allir heilagir þegar farið verður af stað með hana aftur eftir kosningar. Þess vegna er líka góður tími AKKURAT NÚNA, til að hugsa um hvernig við viljum hafa samfélagið okkar, hvernig við viljum hafa umhverfið okkar og hvernig við viljum sjá kjörna fulltrúa verja fjármunum, tíma og umhverfi borgarinnar, okkur öllum til hagsbóta. Samningar við íþróttafélögin Heildræn nálgun á málefni íþróttasvæða borgarinnar er annað dæmi sem gott væri að nýta í ákvarðanatökum. Aðkallandi er að klára samninga við íþróttafélögin en alltof lengi er búið að draga lappirnar í þeim efnum og alltaf kemur það okkur notendunum jafn mikið í opna skjöldu. Það er samfélagslega hagkvæmt að íþróttastarf fyrir alla aldurshópa sé í boði, að aðstaða sé fyrir hendi svo starfsfólk og iðkendur njóti sín. Ef við skoðum samninga sem þessa út frá fólki, fjármagni og umhverfi þá sjáum við að fjármagnið er ekki ýkja mikið, umhverfisspjöll lítil sem engin og fólkið blómstrar. Er það ekki þannig samfélag sem við viljum búa í? Skoða mætti allar ákvarðanir borgarinnar undanfarin ár með heildrænu nálgunargleraugun á nefinu. Ég er viss um að þar kæmi okkur margt spánskt fyrir sjónir. Bókhald snýst um tekjur og gjöld, að hafa þekkingu á rekstri og þar af leiðandi fjárhagslegt frelsi til framkvæmda fremur en safna skuldum fyrir þátttöku í áhrifavaldaskólanum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við sem þekkjum til heimilisbókhalds vitum hvernig þetta virkar. Sú staðreynd að við borgarbúar skuldum meira vegna ákvarðana sem ekki voru teknar með heildræna nálgun í huga finnst mér fráleit og hugnast alls ekki að svo verði áfram. AKKURAT NÚNA Það er AKKURAT NÚNA sem tækifæri er til að skipta um fólk og fulltrúa í borginni. Ég vil leggja mitt af mörkum til að heildræn ákvarðanataka verði ofan á með því að setja fólk, fjármuni og umhverfi í jöfnuna og víkja ekki frá þeirri aðferðarfræði öllum borgarbúum til velsældar. Höfundur býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er góður tími fyrir okkur Reykvíkinga AKKÚRAT NÚNA að staldra við og velta fyrir okkur hvernig borgarsamfélagi við viljum búa í og hvað það er sem skiptir okkur máli. Eru það hjólastígar, göngugötur, umferðarmannvirki, leikskólar, grunnskólar, hjúkrunarheimili eða flugvöllur svo dæmi séu tekin. Eða er það allt þetta og meira til? Svarið fer sjálfsagt eftir því hvar við erum stödd í lífskúrfunni, eðli máli samkvæmt leggjum við áherslu á það sem blasir við okkur í dag. Þegar við hugsum heildrænt um þetta ferli er gaman að sjá hve margir geta lagt málefnunum lið. Hve fjölbreyttur hópur getur áorkað miklu fyrir heildina. Heildræn nálgun Ef við nýtum heildræna nálgun á málefni borgarinnar með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í farteskinu, þá tekur slík nálgun tillit til fólks, fjármagns og umhverfis og gefur engan afslátt þvi þetta þrennt þarf allt að ganga upp til að vel megi vera. Þetta er sú nálgun sem mér hugnast best í rekstri borgarinnar; að fólkið sjálft sé jafnsett öðrum gildum i rekstrarjöfnunni. Ef þétting byggðar leiðir til að mynda til lakari lífsgæða fólks en krefst engu að síður lítils fjármagns, þá er hún ekki samfélagslega hagkvæm og ber að falla frá. Sem dæmi má taka hugmyndina um að þétta byggð við Bústaðaveg. Slök hugmynd sem búið er að ýta útaf borðinu í bili, en hjálpi mér allir heilagir þegar farið verður af stað með hana aftur eftir kosningar. Þess vegna er líka góður tími AKKURAT NÚNA, til að hugsa um hvernig við viljum hafa samfélagið okkar, hvernig við viljum hafa umhverfið okkar og hvernig við viljum sjá kjörna fulltrúa verja fjármunum, tíma og umhverfi borgarinnar, okkur öllum til hagsbóta. Samningar við íþróttafélögin Heildræn nálgun á málefni íþróttasvæða borgarinnar er annað dæmi sem gott væri að nýta í ákvarðanatökum. Aðkallandi er að klára samninga við íþróttafélögin en alltof lengi er búið að draga lappirnar í þeim efnum og alltaf kemur það okkur notendunum jafn mikið í opna skjöldu. Það er samfélagslega hagkvæmt að íþróttastarf fyrir alla aldurshópa sé í boði, að aðstaða sé fyrir hendi svo starfsfólk og iðkendur njóti sín. Ef við skoðum samninga sem þessa út frá fólki, fjármagni og umhverfi þá sjáum við að fjármagnið er ekki ýkja mikið, umhverfisspjöll lítil sem engin og fólkið blómstrar. Er það ekki þannig samfélag sem við viljum búa í? Skoða mætti allar ákvarðanir borgarinnar undanfarin ár með heildrænu nálgunargleraugun á nefinu. Ég er viss um að þar kæmi okkur margt spánskt fyrir sjónir. Bókhald snýst um tekjur og gjöld, að hafa þekkingu á rekstri og þar af leiðandi fjárhagslegt frelsi til framkvæmda fremur en safna skuldum fyrir þátttöku í áhrifavaldaskólanum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við sem þekkjum til heimilisbókhalds vitum hvernig þetta virkar. Sú staðreynd að við borgarbúar skuldum meira vegna ákvarðana sem ekki voru teknar með heildræna nálgun í huga finnst mér fráleit og hugnast alls ekki að svo verði áfram. AKKURAT NÚNA Það er AKKURAT NÚNA sem tækifæri er til að skipta um fólk og fulltrúa í borginni. Ég vil leggja mitt af mörkum til að heildræn ákvarðanataka verði ofan á með því að setja fólk, fjármuni og umhverfi í jöfnuna og víkja ekki frá þeirri aðferðarfræði öllum borgarbúum til velsældar. Höfundur býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun