Nýtt kerfi á að minnka líkurnar á því að smástirni grípi jarðarbúa í bólinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. mars 2022 12:26 Svarta rákin fyrir miðri mynd er smástirnið sem sprakk, þessi mynd náðist rúmlega tíu mínútum áður en það brann upp í andrúmslofti jarðarinnar. ESA Líkur eru á því að nýtt geimsjónaukakerfi Evrópsku geimvísindastofnunarinnar auðveldi stjörnufræðingum og öðrum geimáhugamönnum að koma fyrr auga á smástirni á borð við það sem sprakk undan ströndum Íslands um helgina. Líkt og Vísir greindi frá um helgina sprakk smástirni með krafti á við um þrjú þúsund tonn af dínamíti norðan Íslands um helgina. Smástirnið var ekki stórt en þetta var aðeins í fimmta sinn sem smástirni hefur verið uppgötvað áður en það skellur á jörðinni, þrátt fyrir að slíkir atburðir séu nokkuð tíðir. Uppgötvunin hefur vakið talsverða athygli og fjallað hefur verið um smástirnið víða um heim. Á vef Space.com má meðal annars finna ítarlega umfjöllun um uppgötvunina þar sem rætt er við ungverska stjörnufræðinginn Krisztián Sárneczky, manninn sem kom auga á smástirnið áður en það sprakk undan ströndum Íslands. Útreikningarnir breyttust fljótt Þann 11. mars síðastliðinn var hann við störf í Piszkéstetö-stjörnuathugunarstöðinni, þar sem hann kom auga á bjartan og hraðskreiðan hlut á ferð um geiminn. Fyrstu athuganir gáfu til kynna að aðeins eitt prósent líkur væru á því að smástirnið væri á leið til jarðar. Sárneczky fylgdist hins vegar áfram með smástirninu og sendi athuganir sínar áfram til útreikninga. Þeir útreikningar gáfu allt aðra niðurstöðu til kynna en fyrstu útreikningarnir. Nú voru hundrað prósent líkur á því að smástirnið stefndi á jörðina. Var það um klukkutíma eftir að Sárneczky kom fyrst auga á smástirnið. Vísindamenn fleiri stjörnuathugunarstöðva víða um heim bættust nú við hóp áhugasamra, sem gerði það að verkum að fjölmörg augu fóru að leita að því hvar líklegast væri að smástirnið myndi enda för sína. Reiknað var út að smástirnið, sem var á mikilli hraðferð, myndi koma inn í efstu lög andrúmsloftsins um klukkan 21.23, undan ströndum Íslands. Einstakur atburður að koma auga á smástirnið Sem fyrr segir gerist það ekki oft að smástirni eru uppgötvuð áður en þau skella á jörðinni. Þetta er aðeins í fimmta sinn sem það gerist og í fyrsta skipti sem slík athugun er gerð frá Evrópu. Sárneczky var að vonum gríðarlega ánægður með að hafa komið auga á smástirnið, en mynd hans af smástirninu að þjóta um himingeiminn má sjá hér að neðan. via GIPHY Í samtali við Space.com segir hann að þetta hafi verið eitthvað sem gerist einu sinni á lífsleiðinni fyrir smástirnaspjæjara eins og hann. Undanfarin tvö ár hefur hann einbeitt sér að því að leita að smástirnum. Nýtt kerfi auðveldar eftirlit Fjallað er um smástirnið á vef Evrópsku geimvísindastofnunarinnar þar sem snert er á því af hverju aðeins hafi verið komið auga á fimm smástirni áður en þau koma til jarðar. Kemur þar fram að jarðarbúar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því að stór smástirni eða loftsteinar, skelli á jörðinni. „Fréttirnar er jákvæðar, stærri loftsteinar, meira en kílómetar í þvermál, eru auðsjáanlegir. Þeir gætu valdið miklum skaða en eru blessunarlega sjaldgæfir. Við vitum hvar mikill meirihluti þeirra er og við getum sagt af öryggi að við erum örugg næstu hundrað árin hið minnsta,“ kemur fram á vef ESA. Erfiðara sé hins vegar að koma auga á lítil smástirni sem eru langflest hættulaus, þó einhver af þeim geti valdið einhverju tjóni, líkt og raunin varð í Rússlandi árið 2013, þegar Chelyabinsk loftsteinninn, sprakk í 23 kílómetra hæð. Það stendur þó til bóta því að framkvæmdir við fyrsta sjónaukann í kerfi sem hannað er til að koma auga á smástirni munu hefjast á Ítalíu á næstunni. Kerfið nefnist Flyeye-kerfið og mun samanstanda af sjónaukum sem eiga að fylgjast grannt með himninum og skanna hann fyrir smástirnum og öðrum hlutum sem stefna á eða nálægt jörðinni. Vonast er til þess að kerfið gæti nýst til að draga úr tjóni af völdum sambærilegum atvikum og þegar Chelyabinsk-loftsteinninn sprakk. Flyeye-sjónaukinn.ESA Vonast er til þess kerfið geti tekið eftir hlutum sem eru allt að 40 metrar í þvermál, þremur vikur fyrir mögulegan árekstur. Sjónaukinn tekur mynd sem skipt er upp í sextán minni myndir sem á að auka sjónsvið hans og er fyrirmyndin tekin úr náttúrunni, nefnilega augum flugna, sem skýrir nafnið. „Þetta mikla sjónsvið á nýju sjónaukunum gerir það að verkum að við getum fylgst með stórum hluta himinins á hverri nóttu,“ er haft eftir Detlef Koschny, stjörnufræðingi hjá ESA. Vísindi Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Smástirni sprakk norður af Íslandi Smástirni sprakk með krafti um þrjú þúsund tonna af dínamíti norðan Íslands í gærkvöldi. 12. mars 2022 10:43 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá um helgina sprakk smástirni með krafti á við um þrjú þúsund tonn af dínamíti norðan Íslands um helgina. Smástirnið var ekki stórt en þetta var aðeins í fimmta sinn sem smástirni hefur verið uppgötvað áður en það skellur á jörðinni, þrátt fyrir að slíkir atburðir séu nokkuð tíðir. Uppgötvunin hefur vakið talsverða athygli og fjallað hefur verið um smástirnið víða um heim. Á vef Space.com má meðal annars finna ítarlega umfjöllun um uppgötvunina þar sem rætt er við ungverska stjörnufræðinginn Krisztián Sárneczky, manninn sem kom auga á smástirnið áður en það sprakk undan ströndum Íslands. Útreikningarnir breyttust fljótt Þann 11. mars síðastliðinn var hann við störf í Piszkéstetö-stjörnuathugunarstöðinni, þar sem hann kom auga á bjartan og hraðskreiðan hlut á ferð um geiminn. Fyrstu athuganir gáfu til kynna að aðeins eitt prósent líkur væru á því að smástirnið væri á leið til jarðar. Sárneczky fylgdist hins vegar áfram með smástirninu og sendi athuganir sínar áfram til útreikninga. Þeir útreikningar gáfu allt aðra niðurstöðu til kynna en fyrstu útreikningarnir. Nú voru hundrað prósent líkur á því að smástirnið stefndi á jörðina. Var það um klukkutíma eftir að Sárneczky kom fyrst auga á smástirnið. Vísindamenn fleiri stjörnuathugunarstöðva víða um heim bættust nú við hóp áhugasamra, sem gerði það að verkum að fjölmörg augu fóru að leita að því hvar líklegast væri að smástirnið myndi enda för sína. Reiknað var út að smástirnið, sem var á mikilli hraðferð, myndi koma inn í efstu lög andrúmsloftsins um klukkan 21.23, undan ströndum Íslands. Einstakur atburður að koma auga á smástirnið Sem fyrr segir gerist það ekki oft að smástirni eru uppgötvuð áður en þau skella á jörðinni. Þetta er aðeins í fimmta sinn sem það gerist og í fyrsta skipti sem slík athugun er gerð frá Evrópu. Sárneczky var að vonum gríðarlega ánægður með að hafa komið auga á smástirnið, en mynd hans af smástirninu að þjóta um himingeiminn má sjá hér að neðan. via GIPHY Í samtali við Space.com segir hann að þetta hafi verið eitthvað sem gerist einu sinni á lífsleiðinni fyrir smástirnaspjæjara eins og hann. Undanfarin tvö ár hefur hann einbeitt sér að því að leita að smástirnum. Nýtt kerfi auðveldar eftirlit Fjallað er um smástirnið á vef Evrópsku geimvísindastofnunarinnar þar sem snert er á því af hverju aðeins hafi verið komið auga á fimm smástirni áður en þau koma til jarðar. Kemur þar fram að jarðarbúar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því að stór smástirni eða loftsteinar, skelli á jörðinni. „Fréttirnar er jákvæðar, stærri loftsteinar, meira en kílómetar í þvermál, eru auðsjáanlegir. Þeir gætu valdið miklum skaða en eru blessunarlega sjaldgæfir. Við vitum hvar mikill meirihluti þeirra er og við getum sagt af öryggi að við erum örugg næstu hundrað árin hið minnsta,“ kemur fram á vef ESA. Erfiðara sé hins vegar að koma auga á lítil smástirni sem eru langflest hættulaus, þó einhver af þeim geti valdið einhverju tjóni, líkt og raunin varð í Rússlandi árið 2013, þegar Chelyabinsk loftsteinninn, sprakk í 23 kílómetra hæð. Það stendur þó til bóta því að framkvæmdir við fyrsta sjónaukann í kerfi sem hannað er til að koma auga á smástirni munu hefjast á Ítalíu á næstunni. Kerfið nefnist Flyeye-kerfið og mun samanstanda af sjónaukum sem eiga að fylgjast grannt með himninum og skanna hann fyrir smástirnum og öðrum hlutum sem stefna á eða nálægt jörðinni. Vonast er til þess að kerfið gæti nýst til að draga úr tjóni af völdum sambærilegum atvikum og þegar Chelyabinsk-loftsteinninn sprakk. Flyeye-sjónaukinn.ESA Vonast er til þess kerfið geti tekið eftir hlutum sem eru allt að 40 metrar í þvermál, þremur vikur fyrir mögulegan árekstur. Sjónaukinn tekur mynd sem skipt er upp í sextán minni myndir sem á að auka sjónsvið hans og er fyrirmyndin tekin úr náttúrunni, nefnilega augum flugna, sem skýrir nafnið. „Þetta mikla sjónsvið á nýju sjónaukunum gerir það að verkum að við getum fylgst með stórum hluta himinins á hverri nóttu,“ er haft eftir Detlef Koschny, stjörnufræðingi hjá ESA.
Vísindi Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Smástirni sprakk norður af Íslandi Smástirni sprakk með krafti um þrjú þúsund tonna af dínamíti norðan Íslands í gærkvöldi. 12. mars 2022 10:43 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Smástirni sprakk norður af Íslandi Smástirni sprakk með krafti um þrjú þúsund tonna af dínamíti norðan Íslands í gærkvöldi. 12. mars 2022 10:43
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent