Vaktin: Óbreyttir borgarar myrtir í Donetsk Fanndís Birna Logadóttir, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 9. apríl 2022 19:25 Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar voru myrtir í Donetsk-héraði í dag. Andrea Carrubba/Anadolu Agency via Getty Images Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir 44 dögum hefur rússneskum hersveitum orðið lítið ágengt. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins munu á næstu dögum beita sér fyrir því að Alþjóðaglæpadómstóllinn taki fyrir mögulega stríðsglæpi Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Nýr hersforingi hefur tekið við skipulagningu innrásarinnar en gert er ráð fyrir auknum árásum í austurhluta Úkraínu á næstu dögum og vikum. Samið hefur verið um að opna öruggar flóttaleiðir á tíu stöðum, þar á meðal Mariupol. Yfirvöld í austurhluta landsins hvetja íbúa til að yfirgefa svæðið. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa ráðist á lestarstöð í Kramatorsk þar sem 52 létust. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að réttað verði yfir Rússum fyrir stríðsglæpi en yfirvöld í Rússlandi neita alfarið sök. Forsetinn kallar eftir auknum refsiaðgerðum gegn Rússum og vill að Vesturlandin leggi algert bann á rússneska orku, olíu og gas. Þá hefur hann kallað eftir fleiri vopnum. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir Rússa vísvitandi ráðast á almenna borgara og telur ljóst að þeir muni á næstu dögum og vikum einblína á Donbas, Mariupol og Mykolaiv. Ríkisstjórnir og bankar víða um heim hafa heitið fjárstuðningi við mannúðar- og flóttamannaaðstoð í og við Úkraínu, upp á meira en tíu milljarða evra, eða um 1.390 milljarða króna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Helstu vendingar: Nýr hersforingi hefur tekið við skipulagningu innrásarinnar en gert er ráð fyrir auknum árásum í austurhluta Úkraínu á næstu dögum og vikum. Samið hefur verið um að opna öruggar flóttaleiðir á tíu stöðum, þar á meðal Mariupol. Yfirvöld í austurhluta landsins hvetja íbúa til að yfirgefa svæðið. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa ráðist á lestarstöð í Kramatorsk þar sem 52 létust. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að réttað verði yfir Rússum fyrir stríðsglæpi en yfirvöld í Rússlandi neita alfarið sök. Forsetinn kallar eftir auknum refsiaðgerðum gegn Rússum og vill að Vesturlandin leggi algert bann á rússneska orku, olíu og gas. Þá hefur hann kallað eftir fleiri vopnum. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir Rússa vísvitandi ráðast á almenna borgara og telur ljóst að þeir muni á næstu dögum og vikum einblína á Donbas, Mariupol og Mykolaiv. Ríkisstjórnir og bankar víða um heim hafa heitið fjárstuðningi við mannúðar- og flóttamannaaðstoð í og við Úkraínu, upp á meira en tíu milljarða evra, eða um 1.390 milljarða króna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira