Þjóðarhöll eða þjóðarskömm? Árni Stefán Guðjónsson skrifar 17. apríl 2022 15:00 Það var sannarlega frábært að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í handbolta vinna sigur á Austurríki í gær. Sigurinn þýðir það að liðið er á leiðinni á enn eitt stórmótið í janúar og þar ætla menn sér stóra hluti, líkt og alltaf. En á sama tíma var það sorglegt að Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari, þyrfti að nýta augnablikið í sigurreifu viðtali eftir leik til þess að ávíta stjórnvöld fyrir aðstöðuleysi landsliðsins. Landsleikurinn var nefnilega spilaður á Ásvöllum hér í Hafnarfirði fyrir framan 1.500 manns, en ekki í nútímalegri og vel útbúinni Þjóðarhöll sem rúmar á bilinu 5-9.000 áhorfendur. Þessi umræða er svo sannarlega ekki ný af nálinni, enda hefur Laugardalshöllin verið á undanþágu frá alþjóðasamböndum nánast jafn lengi og elstu menn muna. Nú þegar hefur körfuboltalandsliðið okkar þurft að spila „heimaleik“ á erlendri grundu og ef ekkert verður að gert, styttist í að handboltinn hljóti sömu örlög. Vandamálið snýr þó ekki eingöngu að A-landsliðunum okkar, því yngri landsliðin sem eru skipuð afreksfólki framtíðarinnar, þurfa líka á æfinga- og keppnisaðstöðu að halda. Í dag æfa liðin vítt og breitt í hinum ýmsu íþróttahúsum og þurfa ávallt að reiða sig á að þar sé að finna lausa tíma hjá íþróttafélögunum okkar, sem er að sjálfsögðu langt því frá að vera ákjósanleg staða. Íþróttamálin eru nú á sínu fimmta ári hjá Framsóknarflokknum í ráðuneyti. Á þeim tíma hefur svo sannarlega ekki skort fögru orðin. Ráðherrar hafa sagt málið vera á réttri leið, starfshópar hafa komið og farið og pólitískir aðstoðarmenn átt í viðræðum. En hér erum við í dag. Í nákvæmlega sömu stöðu og við vorum árið 2017 þegar núverandi ríkisstjórn tók við í fyrra sinn. Þremur dögum fyrir síðustu kosningar skrifuðu þrír núverandi ráðherrar, þau Ásmundur Einar Daðason, Lilja D. Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson, grein á Vísi þar sem öllu fögru var lofað. Hún bar titilinn „Þjóðarhöllin rísi“ og þar tjáði þríeykið okkur að nú lægi fyrir tillaga að byggingu Þjóðarhallar (sem mennta- og menningarmálaráðuneytið ætti heiðurinn að) og að: „Það blasir því við hver næstu skref eiga að vera; að hefjast handa við byggingu á nýrri þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur.“ Síðan þá eru liðnir tæpir 7 mánuðir og eina breytingin sem hefur orðið á stöðunni er sú að Reykjavíkurborg er að gefast upp á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar, því þar stendur ekki á fólki að vera klárt í að henda sér í verkið. Ég veit það fyrir víst að framtíð íslenskra afreksíþrótta er björt, það sýna landsliðin okkar, yngri jafnt sem eldri, í hvert einasta sinn sem þau stíga fæti inn á keppnisvöllinn. En fyrir þessa þrjá ágætu ráðherra og ríkisstjórnina alla býður framtíðin upp á tvo afar skýra kosti: Þjóðarhöll eða þjóðarskömm. Ykkar, kæru vinir, er valið. Höfundur er handknattleiksþjálfari og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Guðjónsson Ný þjóðarhöll Handbolti Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Körfubolti Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Hafnarfjörður Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Það var sannarlega frábært að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í handbolta vinna sigur á Austurríki í gær. Sigurinn þýðir það að liðið er á leiðinni á enn eitt stórmótið í janúar og þar ætla menn sér stóra hluti, líkt og alltaf. En á sama tíma var það sorglegt að Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari, þyrfti að nýta augnablikið í sigurreifu viðtali eftir leik til þess að ávíta stjórnvöld fyrir aðstöðuleysi landsliðsins. Landsleikurinn var nefnilega spilaður á Ásvöllum hér í Hafnarfirði fyrir framan 1.500 manns, en ekki í nútímalegri og vel útbúinni Þjóðarhöll sem rúmar á bilinu 5-9.000 áhorfendur. Þessi umræða er svo sannarlega ekki ný af nálinni, enda hefur Laugardalshöllin verið á undanþágu frá alþjóðasamböndum nánast jafn lengi og elstu menn muna. Nú þegar hefur körfuboltalandsliðið okkar þurft að spila „heimaleik“ á erlendri grundu og ef ekkert verður að gert, styttist í að handboltinn hljóti sömu örlög. Vandamálið snýr þó ekki eingöngu að A-landsliðunum okkar, því yngri landsliðin sem eru skipuð afreksfólki framtíðarinnar, þurfa líka á æfinga- og keppnisaðstöðu að halda. Í dag æfa liðin vítt og breitt í hinum ýmsu íþróttahúsum og þurfa ávallt að reiða sig á að þar sé að finna lausa tíma hjá íþróttafélögunum okkar, sem er að sjálfsögðu langt því frá að vera ákjósanleg staða. Íþróttamálin eru nú á sínu fimmta ári hjá Framsóknarflokknum í ráðuneyti. Á þeim tíma hefur svo sannarlega ekki skort fögru orðin. Ráðherrar hafa sagt málið vera á réttri leið, starfshópar hafa komið og farið og pólitískir aðstoðarmenn átt í viðræðum. En hér erum við í dag. Í nákvæmlega sömu stöðu og við vorum árið 2017 þegar núverandi ríkisstjórn tók við í fyrra sinn. Þremur dögum fyrir síðustu kosningar skrifuðu þrír núverandi ráðherrar, þau Ásmundur Einar Daðason, Lilja D. Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson, grein á Vísi þar sem öllu fögru var lofað. Hún bar titilinn „Þjóðarhöllin rísi“ og þar tjáði þríeykið okkur að nú lægi fyrir tillaga að byggingu Þjóðarhallar (sem mennta- og menningarmálaráðuneytið ætti heiðurinn að) og að: „Það blasir því við hver næstu skref eiga að vera; að hefjast handa við byggingu á nýrri þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur.“ Síðan þá eru liðnir tæpir 7 mánuðir og eina breytingin sem hefur orðið á stöðunni er sú að Reykjavíkurborg er að gefast upp á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar, því þar stendur ekki á fólki að vera klárt í að henda sér í verkið. Ég veit það fyrir víst að framtíð íslenskra afreksíþrótta er björt, það sýna landsliðin okkar, yngri jafnt sem eldri, í hvert einasta sinn sem þau stíga fæti inn á keppnisvöllinn. En fyrir þessa þrjá ágætu ráðherra og ríkisstjórnina alla býður framtíðin upp á tvo afar skýra kosti: Þjóðarhöll eða þjóðarskömm. Ykkar, kæru vinir, er valið. Höfundur er handknattleiksþjálfari og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun