Förum í raunveruleg orkuskipti Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 29. apríl 2022 08:31 Í liðinni viku ræddum við þingmenn úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum, svokallaða Grænbók, á Alþingi. Niðurstöður úttektarinnar eru í raun sláandi. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í loftslagsmálum en fjárfestingar í orkuframkvæmdum hafa hingað til ekki fylgt þeim markmiðum eftir. Það er til lítils að setja sér markmið ef við ætlum ekki að framkvæma þau. Við gætum þá í raun stefnt að hvaða samdrætti sem er í losun gróðurhúsalofttegunda – þess vegna 100%. Við gætum einnig lýst yfir markmiði um að ná kolefnishlutleysi eftir helgi, og að Ísland verði orðið jarðefnaeldsneytislaust núna í sumar. Ef þetta eru bara orðin tóm, ef þetta eru bara tölur á blaði skipta þessi markmið engu máli. Það getur hver sem er skrifað upp metnaðarfull markmið, það getur hver sem er byggt skýjaborgir. En til þess að fylgja markmiðunum eftir, til þess að fylgja eftir samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, til þess að framkvæma hér raunveruleg orkuskipti - til þess að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa. Til þess þarf drifkraft og þor, til þess þarf framsýni og áræðni. Það er vonandi að íslensk stjórnvöld hafi það sem til þarf að framfylgja þessum markmiðum. Endamark okkar er skýrt en það er verkefnalistinn líka. Það þarf að auka raforkuframleiðslu og efla flutnings- og dreifikerfi landsins. Ákall um meiri orku og orkuöryggi kemur enda úr öllum landshlutum. Það þarf að nýta orkuna betur og auka orkusparnað. Það þarf að einfalda og betrumbæta stjórnsýslu við leyfisveitingar. Og allt þetta þarf að gera í sem mestri sátt við samfélagið og náttúruna. Þótt verkefnið sé skýrt er ekki þar með sagt að það sé einfalt. Til þess að framkvæma markmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum, að framfylgja raunverulegum orkuskiptum á Íslandi, þarf öll þjóðin að leggjast á eitt. Aðeins þannig náum við settum markmiðum og uppskerum afraksturinn og sátt um orkumálin á Íslandi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Umhverfismál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku ræddum við þingmenn úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum, svokallaða Grænbók, á Alþingi. Niðurstöður úttektarinnar eru í raun sláandi. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í loftslagsmálum en fjárfestingar í orkuframkvæmdum hafa hingað til ekki fylgt þeim markmiðum eftir. Það er til lítils að setja sér markmið ef við ætlum ekki að framkvæma þau. Við gætum þá í raun stefnt að hvaða samdrætti sem er í losun gróðurhúsalofttegunda – þess vegna 100%. Við gætum einnig lýst yfir markmiði um að ná kolefnishlutleysi eftir helgi, og að Ísland verði orðið jarðefnaeldsneytislaust núna í sumar. Ef þetta eru bara orðin tóm, ef þetta eru bara tölur á blaði skipta þessi markmið engu máli. Það getur hver sem er skrifað upp metnaðarfull markmið, það getur hver sem er byggt skýjaborgir. En til þess að fylgja markmiðunum eftir, til þess að fylgja eftir samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, til þess að framkvæma hér raunveruleg orkuskipti - til þess að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa. Til þess þarf drifkraft og þor, til þess þarf framsýni og áræðni. Það er vonandi að íslensk stjórnvöld hafi það sem til þarf að framfylgja þessum markmiðum. Endamark okkar er skýrt en það er verkefnalistinn líka. Það þarf að auka raforkuframleiðslu og efla flutnings- og dreifikerfi landsins. Ákall um meiri orku og orkuöryggi kemur enda úr öllum landshlutum. Það þarf að nýta orkuna betur og auka orkusparnað. Það þarf að einfalda og betrumbæta stjórnsýslu við leyfisveitingar. Og allt þetta þarf að gera í sem mestri sátt við samfélagið og náttúruna. Þótt verkefnið sé skýrt er ekki þar með sagt að það sé einfalt. Til þess að framkvæma markmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum, að framfylgja raunverulegum orkuskiptum á Íslandi, þarf öll þjóðin að leggjast á eitt. Aðeins þannig náum við settum markmiðum og uppskerum afraksturinn og sátt um orkumálin á Íslandi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar